Leita í fréttum mbl.is

Hverjum vill Samfó vera samfó?

Magnað er að sjá efnistök Fréttablaðsins í dag, þar á bæ er orkunni eitt í að segja lesendum að við Íslendingar séum í vonlausum málum vegna stöðunar i Icesafe málinu, að "alþjóðasamfélagið" fordæmi okkur o.s.frv. 

Hagfræðivonarstjarna jafnaðarmanna, er í góðum takti með ritstjórn Fréttablaðsins, segir okkur stefna lóðbeint til andskotans ef við gerum ekki eins og Samfó leggur til. Hjá honum má greina samúð með breskum og hollenskum skattgreiðendum umfram samúð með íslenskum ... a la Samfó og VG. En hann gengur þó út frá því að sennilega hefði ríkistjórnin getað bakað þjóð sinni og sjálfri sér talsvert minni vandræði hefði fólk staðið sig í verkum sínum.

En í blaðinu má líka finna hvar:

Gamall foringi Samfó (Ingibjörg Sólrún), reynir að varða leið fyrir sitt fólk út úr bullinu. Hún reyndi þetta líka í yfirlýsingu sinni til fjárlaganefndar á loka metrum Icesave umræðunnar þar. Það var ekki að sjá að henni hefði orðið neitt ágengt þá - nú er bara að sjá hvort að þetta hreyfi ekki við þeim sem hún hefur verið samfó hjá Samfó.

Hagfræðisúperstjarna kommana (Lilja Mó.) reynir að finna fjölina sína aftur. "Halló, ég er sko með fólkinu, þó ég hagi mér ekki þannig í atkvæðagreiðslum á þingi!"

Gamall foringi Framsóknar (Jón Sig.), veltir fyrir sér markalínum valds forseta Íslands, tóninn sá að forsetinn hefði nú ekki mátt gera það sem hann gerði (ekki það að spurningar hans séu ekki góðar).

Þetta lesum við allt í boði útrásarinnar, á meðan útlend stórblöð leggjast okkar megin á vegasaltið. Meðan fólk - almeningur og stjórnmálamenn - í þeim löndum sem málið varðar hefur verulega samúð með málstað okkar.  

Nú spyr ég hvenær ætli íslenskir jafnaðarmenn (forusta þeirra og málpípur) færi sig yfir, yfir til okkar ... þjóðarinnar? Hvað þarf til svo að þeir fari að berjast fyrir og með samferðamönnum sínum. Frekar en að berjast fyrir þeim sem Samfó langar að vera samfó með!

Ég spyr nú bara vegna þess að mér er málið skylt sem Íslendingur, en ekki sem sérstakur áhugamaður um velferð Samfylkingarinnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband