Leita í fréttum mbl.is

Ætli Reykjavík verði nokkurn tímann stór?

Í dag hóf Gísli Marteinn Baldursson prófkjörsbaráttu sína en hann stefnir, eins og kunnugt er, á annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins.

Gísli Marteinn boðaði til kynningar eða fyrirlesturs um skipulagsmál sem hann kallar "Reykjavík - hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór?" Fór fyrirlesturinn fram í ráðstefnusal Þjóðminjasafnsins og komust færi að en vildu.

Í upphafi máls síns tók Gísli Marteinn það fram að ákveðið hefði verið í röðum Sjálfstæðismanna að hafa prófkjörsslaginn á lágstemmdum nótum og því hefði hann kosið að fara þessa leið. Er ekki alltaf að koma betur og betur í ljós að þrengingarnar, eins skelfilegar og þær eru, eru ekki alslæmar? Fyrir mitt leiti vill ég mikið frekar sjá Gísla Martein "live" en að hann sólundi fé í auglýsingaslag, þó svo þær verði væntanlega með líka.

Skemmst er frá því að segja að fyrirlestur Gísla Marteins var hreint frábær. Frásögn hans er vel uppsett, lifandi, persónuleg og ofurskýr. Svo var hann bara svo fjári fyndinn.

Ég held að ég hafi ekki séð stjórnmálamann skila sínu jafn vel, hvorki fyrr né síðar, í alvöru. Raunar legg ég það til að Gísli Marteinn endurtaki fyrirlesturinn (og það sem oftast - sá að fyrirlesturinn var tekinn upp, þannig að kannski verður hægt að sjá hann á YouTube).

Borgarbúar, hvar í flokki sem þeir standa, þurfa að sjá og heyra það sem GMB hefur að segja, hann setur hlutina í skemmtilegt og skýrt samhengi, svo skýrt að stefna/hugmyndir hans telst augljós og rétt.

Ein niðurstaða Gísla er sú að Reykjavíkingum mun fjölga um rúmlega 35 þúsund fram til ársins 2050 og ef að mannfjöldaspár ganga eftir þá mun þeim fara að fækka uppfrá því. Þetta vill segja að borgin okkar verður að líkum aldrei stór. Þörf fyrir 30 þúsund manna byggð í Úlfarsfelli er sumsé óþörf (reyndar var xD búið að rúmlega helminga áform R-listans þar að lútandi). Með því að þétta byggð fyrir vestan Elliðaár er hægt að koma þessari fjölgun fyrir og gott betur og þannig gera Reykjavík að betri borg (hag- og vistrænt). Hér er gengið út frá náttúrulegri fjölgun, en ekki spáð í búferlaflutninga né innflytjendur.

En þetta er bara eitt dæmi, það er fjölda margt annað sem hægt er að læra af skýrri sýn Gísla Marteins.

Kosið verður í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 23. janúar nk. Undirritaður styður Gísla Marteinn Baldursson í 2. sætið. Ég hafði svo sem tekið þá ákvörðun fyrir fundinn í dag, enda hefur reynsla mín af störfum Gísla Marteins og samskiptum hann verið afar góð.

Ég hvet sem flesta að taka þátt í prófkjörinu og hjálpa mér að tryggja Gísla Marteinn 2. sætið.

xd_xgmb.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband