Leita í fréttum mbl.is

Vörðuvörðurinn og stóllinn hans.

VörðustóllStóllinn er alltaf þarna, ávallt auður, en snjáður mjög; augljóslega mikið notaður. Einn daginn var mér sagt að vörðurinn ætti hann. Rauðhetta sagði við mig, "þarna á stólnum situr hann á verði vörðuvörðurinn".

Ég hef aldrei séð vörðuvörðinn, en ég hef setið í stólnum hans og séð allar vörðurnar, séð það sem hann sér; vörðuvörðurinn úr vörðuvarðarvarðstólnum. Skil því hví hann segir fátt, virði þögn hans!

Þögn varðar ekki leiðina að sögunni, sannleikanum, en er minnisvarði átaka sem ekki má herma. Hún er minnisvarði hans, varðan hans ... þögnin.

Í dag eru vörður ekki leiðarvísir, í þeim finnst engin leiðbeining eða leiðrétting. Þær eru minnisvarðar. Minnisvarða þarf að verja. Til þess þarf verði. Til þess þarf stóla.
 
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband