Leita í fréttum mbl.is

Forskoðun mynda - flottur forritsstubbur fyrir vafra

Ér er svolítið svag fyrir vafraviðbótum eða plögginum. Þetta fetis mitt var m.a. ástæðan fyrir því að ég fór að fitla við Firefox á sínum tíma. Saga mín í framhaldi er saga fíkilsins - not'ann meira og meira.

Rakst á feikna flottan forritsstubb í dag og vill segja frá. Forritið sem heitir PicLens, plöggast inní alla helstu vafrana (Internet Explorer, FireFox, Flock og Safari) og býr til myndræmur eða sýningavegg þegar færi gefst til. Lúkið og fílið er svo gott á þessu að fyrstu viðbrögð eru vá, váf! Hægt er að skruna sýningarveggnu fram og til baka, súmma inn og út og skoða síðan einstaka mynd. Líka er hægt að búa til myndasýningu ogláta hana rúlla.

Forritið virkar með google myndaleit, Flickr og gommu af öðrum vinsælum myndasöfnum, bryður á RSS straumum (held ég) og í ofanálag er víst auðvelt fyrir vefstjóra að gera sína vefi klár fyrir PicLens.

Ég er ómögulegur í að segja frá svona nokkru og geri forritnu ekkert gagn með því að halda áfram þessu rausi, en endilega skoðið þetta hér. Svalt ekki satt?

Myndin hér að neðan er af PicLens sýningarvegg Rebekku Guðleifsdóttir á Flickr 

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband