Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Hverjum degi nægir sín þjáning

Þessu: "Lilja Mósesdóttir hagfræðingur var einn frummælenda á fundinum í kvöld. Hún lýsti yfir verulegum áhyggjum yfir þeim skilyrðum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni setja fyrir því láni sem íslensk stjórnvöld hafa óskað eftir. Hún segir að þau skilyrði hvíli þungt á sér."

Má svara með þessu: Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning. (Matt. 6:34)

Og bæta svo þessu við: Það að láta áhyggjur af hugsanlegum skilyrðum IMF hvíla þungt á sér, án þess að vita hver þau skilyrði eru ef þau eru þá einhver, er auðvita algjörlega ga ga.

morgundagurinn_kristin_luise_711864.png


mbl.is Húsfyllir í Iðnó - hiti í fundargestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það botnar engin þar sem botnlaust er

botnlaust.jpg

Mér finnst eins og flestir ef ekki allir sem hafa komið að málum bankana á síðustu metrunum fyrir fall og í kjölfarið, séu að troða marvaða í botnlausri hít. Líkast til verður ekki til einn sannleikur í þessu máli.

Fyrst þetta: Bankastýran í Glitni er greinilega ekki eins áhættumeðvituð og stöllur hennar hjá Auði Capital. Það er hundaheppni að hún er ekki gjaldþrota. Vekur þetta upp spurningar um hæfi hennar (ofan á þá staðreynd að hún var auðvita partur af prógramminu fram að falli sem ein af stjórnendum bankans).

Heppilegt tæknilegt fokkupp. 

En að máli málana, viðtalinu við BTB. Það sem stendur uppúr er að bankagæjarnir voru í hörkubísness fram í rauðan dauðan (dauða bankana þá), voru að prútta um hugsanlega aðkomu ríkisins og þeirra eigin hlutdeild í framhaldi. Þeir tvöfölduðu tilboð sitt sísvona, án þess einu sinni að hafa fengið svar. Hurrðu manni, þið komið með 100 milljarða og fáið 19%, nei annars við vorum að hugsa um að hafa þetta 200 milljarða og þið takið 40%. Hvað segið þið um það, ha? Þetta heitir að skjóta frá mjöðminni, í myrkri, með lokuð augun, á örum fæti.

Út í loftið.

Það var tekið viðtal við lagaprófessor (SMS) í fréttunum (RÚV minnir mig) sem var hissa á því að ekki hefði verið set lög á bankana og þeim gert að koma sér úr landi eða selja eignir ella (eða öfugt). Tæknilegir erfiðleikar við hvorutveggja hefðu væntanlega þýtt gríðarlegar fórnir fyrir bankana; til þess að mæta kröfum um tryggingar eða vegna verðhruns á eignum (það hefði verið kominn þokkaleg brunastækja af góssinu). Jeminn eini hvað haldið þið að hefði gerst hefði það verið reynt? Ætli eigendur bankana hefðu ekki tekið til varnar. Úff þá held ég að DO hefði nú fengið á baukinn. Þetta er algjörlega absúrd umræða.

Með öllu.

Eflaust er það rétt að það hefði verið hægt að bjarga bönkunum ef gripið hefði verið til afgerandi ráðstafana í vor, en það hefði aldrei getað gerst nema ef stærstu eigendurnir hefðu gefið frá sér sína hluti, að stórum hluta og að langmestu leiti ef ríkið hefði átt að draga menn að landi.

Ég fullyrði að ekki nokkur maður hefði á þeim tíma haft þá sýn, þau áhrif og sannfæringarkraft sem duga hefði mátt til að fá menn til að taka slíkar ákvarðanir.

Færa slíkar fórnir!

Ekki skil ég hvernig BTB fær það út að það hefði verið misráðið hjá ríkinu að ætla að gerast 75% hluthafi í Glitni ("Misráðin ákvörðun sem endaði með skelfingu", það að ríkið tæki ábyrgð með þessum mátti alls ekki gerast) en svo átti ríkið ekki að gera neitt nema að taka tilboði bankanna um aðkomu að sameinuðu batterí (sem þeir sjálfir voru meira að segja ekki vissir um að myndi lifa af). Fyrir utan muninn á 40% og 75% átta ég mig ekki á muninum á þessu (auk þess sem ábyrgðin nær auðvita ekki til annars en hlutaféssins)

Að lokum; hvers vegna var tilboð FSA (og breskra stjórnvalda) ekki gert opinbert og ef veðin voru eins góð og haldið er fram, hvers vegna gat bankinn þá ekki beit þeim fyrir sig í viðræðum við FSA?


mbl.is Misráðin ákvörðun sem endaði með skelfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tákngervingur eyðslufyllirís

flatline_vert-collapse.jpgMikið er rætt og ritað um gegndarlausa neyslu þjóðarinnar í góðærinu. Sem vonlegt er, en fólk ætti að fara varlega í alhæfingum sínum, það gengu ekki allir inn um þessar gleðinnar dyr. 

Hvað um það, dæmi eru tekin um neysluæðið, ofurdæmin eru sögur af þotum og þyrlum, niðurrifnum húsum, sveitaóðulum o.s.frv.; svo er það bullið í almenningnum þar eru algeng dæmi: jeppar, sumarhús (hérlendis eða erlendis) og svo flatskjáir.

"Flatskjáir"!

Ég velti því fyrir mér hvort það sé yfir höfuð hægt að kaupa túbuskjái í dag? Hvernig stendur á því algengt heimilistæki verður að tákni fyrir óhóf?


Hverjum á að borga?

hverjum_skal_borga.jpgÉg átta mig ekki á því hvernig flutningar af efnahag bankana yfir í nýju bankana virkar. Mér skilst að einhverjir 10.000 milljarðar verði skildir eftir í gömlu bönkunum (erlend starfsemi m.a.). Er hægt að velja bara bestu bitana og færa í nýtt félag? Skilja "skítinn" eftir! Sbr. "Við ætlum ekki að borgar skuldir óreiðumanna í útlöndum". Hvaða skuldir eru fluttar yfir í nýju bankana? Stenst slíkt?

Þetta er staðan:
A er með erlent lán hjá banka B.
B fer í þrot.
nB tekur yfir hluta af starfsemi B - velur alla bestu bitana.
nB krefur A um greiðslu - sendir A greiðsluseðil vegna lánsins.
A borgar nB.
Á sama tíma er D, sem á kröfur á B, gert grein fyrir því að lítið sem ekkert komi upp í almennar kröfur.
D er ekki sáttur veit að A er að borga nB. Er hugsanlegt að D geri kröfu um að S (skiptastjóri/skilanefnd) innheimti útistandandi lán B?
Er hugsanlegt að slíka krafa S fái staðist? Að B verði einfaldlega að rukka A.
Er falin óvissa í þessu?
Á meðan óvissa er um þetta atriði á A þá að vera að greiða nB?

Hvernig virkar þetta annars?


Wassup

Margir muna eflaust eftir Bud auglýsingunni Wassup. True True. Nú er komið nýtt myndband á YouTube sem má segja að sé sjálfstætt framhald þessa fyrra, en endar á orðunum VOTE, CHANGE. Þetta Myndband er það vinsælasta (á netinu) í dag. Hér má sjá svo sjá órgínalinn.


Árið er 1975 og snjall snáðinn

Þessi tveri duttu inn um luguna í gær.

Fimm sannanir fyrir því að nú er árið 1975:

1. Við erum í stríði við Breta
2. Það eru gjaldeyrishöft
3. Það ríkir óðaverðbólga
4. Vinsælustu lögin eru með Abba og Villa Vill
5. Forsætisráðherrann heitir Geir og er Sjálfstæðismaður

Og nýjasta pick-up línan er: "Sæl(l), ég er ríkisstarfsmaður".

Og svo er það þessi saga af snjall snáðanum.

Saga nemenda í 6. bekk

Nonni litli er í sjötta bekk grunnskóla.

Dag einn var samfélagsfræði og þá spurði kennarinn hvað feður þeirra störfuðu.

Börnin svöruðu eins og þeim er lagið: Pabbi minn er lögga, brunaliðsmaður, skrifstofumaður, vinnur í verslun og svo framvegis.

En kennarinn tók eftir því að Nonni litli var óvenju hljóður og lét lítið fara fyrir sér.

Hvað gerir svo pabbi þinn, spurði kennarinn Nonna litla.

Hann dansar nakinn fyrir framan karla á öllum aldri á veitingastað á kvöldin og á næturnar.

Svo græðir hann fullt á því að fara með þeim áhorfendum sem best bjóða út í portið á bak við veitingastaðinn þar sem hann dansar einkadans fyrir þá í nokkrar mínútur.

Kennarinn varð eðlilega mjög undrandi yfir svari Nonna litla og í miklu fáti skipaði hann hinum krökkunum að fara að lita, en Nonna litla tók hann afsíðis.

Er þetta alveg satt sem þú sagðir um hann pabba þinn … Dansinn og allt það?

Nei, nei, sagði Nonni litli feiminn.

Pabbi vinnur hjá Kaupþingi, en ég þorði sko alls ekki að segja það fyrir framan hina krakkana.


Þagnir eru sagnir

Vefur þagnarKöllin kom víða að, ekki bara frá ráðamönnum, heldur sýnist mér að þau komi frá heilli þjóð! Það er öskrað á að auðmenn þjóðarinnar komi uppúr holunum sínum og tali við okkur. Það má segja að um sé að ræða veðkall á þá - þjóðarveðkall!

Komið ríku kallar, sýnið ykkur, segið okkur frá.

Þessir kallar verða að svara kalli. Nú dugir ekki að spunameistarar þeirra spinni vefi lyga, vefi þagna.

 

VEFUR

Það vefst ekki fyrir mönnum
að sýna þagnir

þannig hremma þeir ópin
sem þeim
voru ætluð.

Sigmundur Ernir, Sjaldgæft fólk, 1998

Extra Extra, read all about it...

Þetta var að detta inná visir.is "Björgólfur Thor ætlar ekki að skorast undan ábyrgð". Nú segi ég: Bjöggi Thor þegir ekki en segir hann: ekki, ekki ég!

Tilviljunin er svo sú að ég nota, í algjöru og fullkomnu heimildarleysi, hugsun SER til þess að tjá hugsun mína um þögn mógúlanna, líkast til verður það svo Simmi sem tekur viðtalið við BTB. Skemmtilegt.

ES. Ykkur að segja þá vona ég að Björgólfur Thor sé ekki annað en topp náungi. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað.


mbl.is Geir skorar á íslenska auðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulegt?

lekandi_smokkur.jpgFurðulegt! Er það nokkuð? Hvert átti samtalið þá að leka?

Ég meina lekur ekki allt alltaf og þá helst þegar síst skyldi?

Þannig er það hjá mér!

 


mbl.is Furðulegt að samtalið skyldi leka í fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heppni?

lotto_2_balls.jpgHeppni hjá fólkinu þarna í Catania? Nei, það held ég ekki, hér gildir nefnilega eins og í öðru að þeir fiska sem róa.

Þetta vitum við Íslendingar enda höfum við róið eftir björginni alla tíð. Allavega vorum við löngu byrjaðir að róa áður en lottóið varð svona stórt.

Mér dettur það svona í hug hvort að við ættum ekki að setja slatta af IMF aurunum í eitthvað af stóru  lottóunum út í heimi og jafnvel bróðurpartinn af "dóinu" sem við fáum frá Rússunum. Það væri nú ekki amalegt að "kassa" inn tugum milljóna evra

Væri þetta liður í því að þjappa þjóðinni saman. Á hverju laugardagskvöldi yrði sjónvarpað beint frá hinum ýmsu lottó dráttarstöðum. Djö... er ég vissum að áhorfið yrði þokkalegt á þessa drætti.

Nei, bara hugmynd.

ES. Það vonda við söguna frá Catania er auðvita að nú er það staðreynd að það borgar sig að reykja!


mbl.is Einn stærsti lottóvinningur sögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir ég gleymdi!

Hæ,

Ég aftur hér, ég gleymdi að segja þér í skeytinu mínu áðan að Ömmi og hans líkir eiga eftir að væla alveg hreint ógurlega, en þeim finnst sem að þú sért að skilja þá útundan - að þeir fái ekkert að leika með. Sem auðvita er ekkert gaman.

Eitthvað er það í gangverkinu hjá þeim sem gerir að verkum að þeir sjá ekki að ekki sé hægt að vinna þessi mál fyrir opnum tjöldum. 

Svo las ég þetta áðan á mbl.is:

Ögmundur segir að á fundi þingflokksins hafi komið fram mjög eindregin gagnrýni á vinnubrögð ríkisstjórnarinnar.

Sjokker ekki satt?

Kv

V

PS. Ég held mig sem fyrr við þá kröfu að þú listir upp fyrir okkur bolparkið. 


mbl.is Efnahagsnefnd fundi á morgun vegna IMF-láns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband