Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

2,1% í lagi!

Frábært! Mér finnst það bæði góð frétt og skemmtileg að aðeins 2,1% Samfylkingarinnar skuli vera með öllum mjalla. Þetta er að því gefnu að þeir sem greiddu atkvæði í formannskjörinu séu þverskurður þeirra sem telja sig til Samfylkingarfólks. Sem aftur verður að teljast ákaflega ósennilegt í ljósi þess að þetta lið veit eiginlega ekkert í hvaða liði það er. Er reyndar gjarnan í hinu liðinu.  :-)
mbl.is Jóhanna fékk 97,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lélegur endasprettur...

Davíð er frábær ræðumaður; þetta þekkja Íslendingar og þá sérílagi þau okkar sem höfum notið þeirrar gæfu að vinna í Sjálfstæðisflokknum.

Ég á ýmsar minningar af Davíð í ham, sú fyrsta er að mig minnir frá SUS þingi vestur á Ísafirði, fyrir kannski 30 árum. Sviðið var efrihæð Landsbankahússins, þar sat Davíð á stól í miðju herbergi og pundaði á Gunnars-menn. Þeir sem reyndu að munnhöggvast við hann, tja þeir gerðu mistök. Ræða hans í dag fékk mig til þess að rifja upp þennan atburð - ég glotti við tönn þegar ég hugsa um hann, einkar skemmtileg minning.

Maðurinn var og er snillingur, þannig er það nú bara.

Í dag var ræða hans hreint meiriháttar, nánast hnökralaus, þar til að kom að þætti Villa og endurreisnarskýrslunnar. Ég get vel verið sammála Davíð; endurreisnarplaggið er um margt veikt. En að ráðast á Villa og um leið allan þann skara fólks sem tók þátt í starfinu með þeim hætti sem hann gerði er ákaflega dapurt. Þetta var lélegur endasprettur hjá Davíð.

En meira af depurð. Dapurt var hvernig RÚV sagði frá landsfundinum í fréttatíma sjónvarps áðan, fókusinn var á þessar tvær eða þrjár setningar úr ræðu Davíðs, vissulega voru þær fréttamatur en margt annað fréttnæmara var að finna í henni. t.a.m. hugmyndir Samspillingarinnar um dreifða eignaraðild bankanna á sínum tíma. Samfylkingin var algjörlega á móti hugmyndum Davíðs og Sjálfstæðisflokksins um dreifða eignaraðild - en þær hugmyndir gegnu út á að engin einn aðili mætti eiga meira en 3 - 8% í banka.

Annars er það að segja af landsfundinum að þar ríkir góð stemmning og hefur málefnastarfið gengið í samræmi við það - það er gengið hreint til verks. Kannski full hreint í tilfelli Davíðs.

Ekki er nokkur spurning að það verður öflugri Sjálfstæðisflokkur sem dembir sér í kosningabaráttuna - gríðarlega öflugur.


mbl.is Vilhjálmur: Ómakleg ummæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrugl til þrautavara...

Kefli fyrir munJa hérna hér, menn gefast ekki upp á því að tyggja þessa tuggu...

„Hann sagði að færa mætti rök fyrir því að það hefði verið hægt að forðast bankahrunið ef Ísland hefði verið aðili að Myntbandalagi Evrópu. Hann sagði jafnframt að slík aðild hefði eytt lausfjárvandræðum bankanna því seðlabanki Evrópu hefði verið lánveitandi til þrautavara.”

Auðvita má færa rök fyrir hinu og þessu, en ekki hvað! En að halda því fram að ECB sé lánveitandi til þrautavara er einfaldlega rangt. Því stendur tæplega steinn yfir steini í málflutningi vinar okkar Pedrós, tja í það minnsta hvað þetta snertir.

Ég hef áður reynt að leiðrétta þennan "misskilning" t.d. hér Þrautavaragaurinn...

Áfram veginn... án þrugls, án þrauta!


mbl.is Evra eða lokaður markaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennandi endurnýjun...

Ég óska Sigmundi Erni til hamingju með glæsilega kosningu. Ég tel, tja ég er sannfærður um, að SER sé "öðruvísi" pólitíkus og trúi því að pólitíkin eigi EKKI eftir að setja mark sitt á hann, þvert á móti þá veit ég að hann á eftir að marka íslenska pólitík.

Mikið ærlegri mann þekki ég ekki.

Til hamingju Simmi. Til hamingju Ella. Til hamingju með pabba krakkar.

PS. Skítt að hann skuli hafa fundið sig í sam/sundurfylkingunni!


mbl.is Næsta skref að flytja norður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Facebook er Facebook er Facebook!

Þannig er að "Facebook" er vörumerki og stendur fyrir eina ákveðna þjónustu sem aftur skipar sér í flokk með fjölda sambærilegra þjónusta á Netinu (samfélagsvefja). Það er því beinlínis rangt að ætla sér að búa til orð fyrir Facebook sem ekki vísar beint til Facebook, sbr. Coke og kók. 

Það er vissulega gott hvað við Íslendingar erum duglegir við nýyrðasmíð; t.d. var það snjallt hjá okkur að finna orð fyrr Telephone á sínum tíma, sama gildir um flugvél og þota, svona mætti lengi telja. En þó kók sé drukkið stífar en flest annað sykurvatnið, þá drekkum við líka t.d. pepsí og spræt; með öðrum orðum kók er ekki samheiti fyrir gosdrykki.

Eins og við gúgglum (þetta er að vísu vont dæmi þar sem í hugum margra er það að gúggla að leita á Netinu óháð leitarvél), þá er fínt að við skellum þessu á fésið, en afleitt að birta eitthvað á snjáldru svo ekki sé nú talað um snjáldurskinnu. Best er auðvita að vinna með Facebook, eins og við vinnum með Toyota, Philips, DELL, Boeing, Boss, Karen Millen, Tag Heuer, Nike, Titleist, Asics o.s.frv.

Er twitter fésbók eða snjáldra? En hvað eru þá Myspace, LinkedIn, Hi5, bebo, tagged, fubar og allir hinir samfélagsvefirnir?

Á sama hátt þá hefur mér fundist vont þegar við tökum uppá því að þýða nöfn útlendinga (sbr. Játvarður) eða nöfn staða (Peking) og enn verra er þegar þýddar eru skammstafanir fyrir stofnanir sem heita erlendum nöfnum. Það er eins og að sumar skammstafanir liggi betur við höggi en aðrar; við þýðum: AGS/IMF, ESS/EEA, ESB/EU, SÞ/UN, BNA/USA o.s.frv. En ekki: NATO/NATO, EFTA/EFTA, BBC/BBC, UK/UK o.s.frv. Það að þýða skammstafanir sem þessar gerir auðvitað ekkert annað en að skapa vandræði.

Áfram veginn...


mbl.is Biskupinn kominn á facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband