Leita í fréttum mbl.is

1. verðlaun ferð út í geim í Hverfipunkti Microsoft - ég er smitaður!

Ég fór inn á vefsetur í fyrradag, hafði ætlað að kíkja á það í nokkurn tíma, ég var ekki búinn að skoðað síðurnar lengi þegar ég fann að ég hafði smitast. Þetta dæmi var eitthvað sem greip mig á svipstundu. Ég er að tala um vefsetur sem hýsir Hverfipunktsleik (e. vanishing point) Microsoft. Vefur þessi snýst um leik og er hann sá allra flottasti þrautaleikur sem ég hef séð á Netinu (hum, allstaðar). Smá bakgrunns upplýsingar um mig; ég er Myst maður (sjá líka hér á wikí). 

Ég tók eftir því einhverntímann undir lok síðasta árs að á tæknibloggum sem ég skoða reglulega, var verið að tala um eitthvað gigg hjá Microsoft. Ég var ekkert að elta þetta uppi þá, enda virtist dæmið aðeins vera fyrir fáa útvalda. Það var svo þegar ég var að fylgjast með umræðunni í kringum opnun CES í janúar (7 til 10 jan.) að ég fór að lesa meira um hvað þetta snérist, það var svo ekki fyrr en í gær að ég fór sjálfur í gang. 

Og vá...

Þvílík hugmynd, þvílík útfærsla og þvílík framkvæmd.

Leiknum er skipt upp í fjóra kafla og í hverjum kafla eru 12 þrautir. Hver kafli byrjar með vísbendingar atburði sem er lifandi sýning einhverstaðar í heiminum. Opnunar atburðurinn var við Bellagio hótelið í Las Vegas og var notast við gosbrunnasinfóníu Herra Wynns til þess að búa til tjald fyrir leisergeyslasýningu af bestu gerð. Í þessari sýningu koma fram ýmsar vísbendingar sem eru nauðsynlegar við lausn þrautanna (myndband af sýningunni er á vefnum).

Næsti atburður fór fram á nokkrum stöðum í heiminum, í þetta sinn var skrifað í skýin - bókstaflega. Flugvélar teiknuðu vísbendingar í skýin. Þriðji atburðurinn fór fram um s.l. helgi en þá voru nokkrar þekktar byggingar víðsvegar um heiminn skreyttar með ljósvarpi. Um næstu helgi verður svo stórveisla í Redmond þar sem síðasti vísbendinga atburðurinn fer fram. Leikurinn klárast síðan þann 30. jan.

Ég get sagt það hér og nú að fyrir mig eru þrautirnar einfaldlega alltof erfiðar (eða á ég kannski frekar að segja að ég hafi ekki nægilega margar klukkustundir í sólarhringnum). Ég gat leyst þrjár þrautir (2 * easy, 1 * medum) í fyrsta kafla þegar ég sá í hvað stefndi. Ég vil meina að það sé nánast ekki hægt að leysa sumar þessara þrauta upp á eigin spýtur. Virðist mér á umræðunni að útvaldi hópurinn hafi fengið og sé að fá ýmsar vísbendingar sem aðrir fá ekki.

Ég gafst upp.

Ég hvet hvern þann sem áhuga hefur á góðum þrautum að kíkja á vanishingpoint.com og reyna við þrautirnar. Allir sem hafa áhuga á markaðssetningu ættu líka að drífa sig.

Hér má finna allt um hverfipunktinn - líka lausnirnar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Björgvin Antonsson

Þetta er verulega flott. Verulega snjöll hugmynd af raunveruleik (tölvuleikur sem teygir sig út fyrir mörk leiksins og inn í raunveruleikann).

 Vel unnið og frábærlega framkvæmt.

J#

Jónas Björgvin Antonsson, 26.1.2007 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband