Leita í fréttum mbl.is

Hanaslagur

crystalBallÞað á sumsé ekki að taka slaginn núna; á að leyfa málinu að kólna. Ekki veit ég hvað þessi ákvörðun muni hafa í för með sér fyrir Sjálfstæðisflokkinn; en vona auðvita að ekki hljótist meiri skaði af en  þegar er orðinn.

Fór að hugsa um Völuspá í þessu sambandi, sennilega vegna „Bræður munu berjast ...”  og hanana sem góla hver í kapp við annan í aðdraganda ragnaraka.

Hendi þessu hérna inn svona til gamans.

Til varnaðar.

 

41.
Fyllist fjörvi
feigra manna,
rýður ragna sjöt
rauðum dreyra.
Svört verða sólskin
um sumur eftir,
veður öll válynd.
Vituð ér enn eða hvað?

42.
Sat þar á haugi
og sló hörpu
gýgjar hirðir,
glaður Eggþér;
gól um honum
í Gaglviði
fagurrauður hani,
sá er Fjalar heitir.

43.
Gól um ásum
Gullinkambi,
sá vekur hölda
að Herjaföðurs;
en annar gelur
fyr jörð neðan,
sótrauður hani,
að sölum Heljar.

44.
Geyr Garmur mjög
fyr Gnipahelli,
festur mun slitna
en freki renna.
Fjöld veit hún fræða,
fram sé eg lengra
um ragnarök
römm sigtíva

45.
Bræður munu berjast
og að bönum verðast,
munu systrungar
sifjum spilla;
hart er í heimi,
hórdómur mikill,
skeggöld, skálmöld,
skildir eru klofnir,
vindöld, vargöld,
áður veröld steypist,
mun engi maður
öðrum þyrma.

Skýringuna hér að neðan stal ég frá Braga Halldórssyni hér.

40.-44. vísa sýna hvað er á seyði í jötunheimum skömmu áður en ragnarök hefjast. Í 40. vísu segir af úlfum af ætt Fenrisúlfs sem gleypa sól og mána í ragnarökum. Blóði rignir og sól hverfur af himni í 41. vísu en slíkir atburðir eru algengir fyrirboðar válegra tíðinda. Í 42.-43. víkur sögunni til þriggja hana (í jötunheimum, Valhöll og sölum Heljar) sem gala hver í kapp við annan. Gal þeirra sýnir vel glundroðann í veröldinni en jafnframt er vert að minnast þess að hanagal hefur oft táknræna merkingu í trúarbrögðum (sbr. kristni).


mbl.is Ákvörðun síðar um borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband