Leita í fréttum mbl.is

Upplýsingaþjóðfélagið?

to_much_information.jpgÍ Kastljósi kvöldsins var rætt um þá skoðun Willem H. Buiter að hann undraðist að ekki lægju fyrir upplýsingar um hver raunveruleg staða þjóðarbúsins væri, þetta hafði komið fram í Silfrinu í gær og svo í viðtali sem sýnt var í Kastljósinu. Í þessu sambandi sagði Pétur Blöndal eitthvað á þessa leið "... menn mega ekki vera svona kröfuharðir að biðja um upplýsingar sem ekki liggja fyrir!". Rangt Pétur, allrangt! Við, þjóðin og þú, eigum að gera kröfur um að fá þessar upplýsingar, ruglið er að stjórnvöld hafa ekki orðið við þessum kröfum - en eitt dæmið um andvaraleysi sem á stundum kveður svo rammt að, að maður fær það á tilfinninguna að við séum að sigla að feigðarósi.

Auðvita er það ekki mitt að segja PB eða örðum þingmönnum hvað þeir mega og hvað ekki, en ég geri það samt: Pétur svona segja menn ekki! Þingmaður á ekki að þverskallast við augljósum vilja þjóðarinnar. Við eigum ekki að leyfa þeim sem áttu að vernda okkur fyrir skakkaföllum að komast upp með að sussa á okkur og segja okkur að fara hægar; við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að þrýsta á um aukið upplýsingastreymi og aukin hraða ákvarðana. Eitt er víst að þessi þjóð þjáist ekki af ofgnótt upplýsinga.

Í þessu sambandi er óþolinmæði því dygð.

Ég hef áður talað um þetta atriði (Einblöðungur og Fá þetta á einu blaði, takk!) mér alveg sama, skít sama, þótt þessar upplýsingar séu ekki hárréttar; væntanlega yrðu þær þá réttari með með hverri nýrri útgáfu. Ég sé fyrir mér að þeir sem hafa með þessi mál að gera myndu senda nýjar stöður til Forsætisráðuneytisins í lok hvers dags og Kristján Kristjánsson uppfærði vefsíðu (t.d. á http://www.storatjonid.is) með morgunsopanum. Birting upplýsingana væri með eðlilegum fyrirvörum og skýringum þar á. Framkvæmdavaldið og sérfræðingavaldaklíkan verður síðan að treysta þjóð og já þingi fyrir að lesa í fyrirliggjandi upplýsingar. Ég lofa því að það verður ekki litið á upplýsinguna sem "spam"!

Hvað er svona flókið?

Áfram veginn... veg upplýsingarinnar. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband