Leita í fréttum mbl.is

Krossberi

slappur_kross.jpgStuðningsmenn Guðlaugs Þórs eru þekktir af elju sinni. Þetta er "alkunna", í það minnsta á meðal þeirra sem starfa í pólitík. Þetta veit Guðlaugur auðvitað; þessi eljusemi er grunnurinn að stöðu hans sem pólitíkus. Vegna þessa hefur hann verið öfundaður. Hér er ég ekkert að spekúlera um hver staða hans væri ef stuðningsmenn hans væru latari; væru svona meiri meðalmenn!

Ljóst er að þær upphæðir sem Guðlaugur Þór fékk frá ýmsum aðilum eru háar.

Mér finnst þær of háar! Svo koma þær frá "óheppilegum" aðilum... (þetta er eftiráspeki!)

En þetta hefur í sjálfu sér ekkert með gildi að gera; snýst um viðmið, óljósar línur. Hvaðan kem ég þá, hvað hefur mótað mín viðmið? Hver eru viðmið mín: launin mín, ímyndaður efnahagsreikningur fjölskyldu minnar, þeirra sem ég umgengst? Ég er ekki viss. Það liggur fyrir að framboð kosta (mis mikið eftir aðstæðum vissulega); þau þarf að fjármagna? Er rétt að frambjóðendur greiði þann kostnað úr eigin vasa? Auðvitað er það algjörlega fráleitt.

Enda hefur það komið í ljós að þorri þingmanna (ef þeir eru þá einhverjir) eru ekki líklegir til þess að kasta fleiri steinum vegna þessa máls.

En Guðlaugur Þór hefur verið settur í erfiða stöðu vegna þessa, hann hefur verið gerður að krossberanum; það hefur orðið hans hlutskipti að ber syndir stjórnmálamannanna og stjórnmálaflokkanna!

Ég átta mig á því að þetta orðalag mitt er hættulegt; af yfirlæti verð ég væntanlega sakaður um að líkja Guðlaugi Þór við Jesús Krist. Tja líklega ekki! Eftirá að hyggja verður Guðlaugur Þór væntanlega sakaður um að vera með Jesúskomplexa á hæstastigi, enda sé það svo að kosningarmaskína hans fari um allar trissur og líki honum við sjálfan frelsarann; svona eins og Davíð gerði! (Hvað er þetta með flokkinn, forystuna og frelsarann?)

Á þessum vanda er til einföld lausn sem (vonandi/nánast) mun koma í veg fyrir spillingu; ég er að tala um opið gegnsæt bókhald frambjóðenda (og flokka).

Áfram veginn ... þennan óspillta!

---o0o---
Blogghöfundur er ekki sérstakur stuðningsmaður Guðlaugs Þórs. En er svo sannarlega hægrimaður sem finnur sig eiga mesta samlegð með Sjálfstæðisflokknum af þeim flokkum sem starfa á Íslandi. Þannig hefur það alltaf verið! Ég trúi ekki á lauslætið sem felst í kosningarbandalögum, sem verða til vegna einstakra atburða eða aðstæðna; gjarnan 15 mínútum fyrir kosningar. Ekki trúi ég á persónukjör, en tel að skoða mætti einmenningskjördæmi - eða aðrar leiðir til jöfnunar á vægi atkvæða. Vildi sjá flokkinn minn færa sig til hægri - standa þar fast í fæturna. Er eindreginn stuðningsmaður þess að við sækjum um aðild að EU. Hef ekki tekið afstöðu til upptöku evru; tel það ekki koma að sök þar sem evran hefur ekkert með okkur að gera í það minnsta næsta kjörtímabilið. Ég geri kröfu um réttlátt uppgjör á "hruninu", mér dugir ekki að fólki verði gert mögulegt að tóra. Tryggja verður gegnsæi í stjórnsýslunni, gefa þannig gott fordæmi út í þjóðfélagið. Ákvarðanir og athafnir sem teknar eru eða framkvæmdar eru í nafni fjöldans eiga að vera fjöldanum kunnar. Hef fulla trú á krónunni og edrú hagstjórn. Verðtrygging verður að hverfa út úr íslensku efnahagslífi (afturvirkt). Skynsamlegt nýting auðlinda er forsenda velmegunar. Velmegun er forsenda velferðar þjóðarinnar.
---o0o---


mbl.is Segir 40 aðila hafa styrkt sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viggó! Get ekki annað en tekið heilshugar undir með þér!

Læt fljóta með afrit af frétt af mbl.is frá því í gærkvöldi og ég bið þig og aðra lesendur að lesa með athygli það sem fjölmiðlafulltrúi VG sendi frá sér, sérstaklega það sem er innan gæsalappa, því það er yfirlýsingin sjálf, og síðan það er kemur neðanmáls, sennilega ritað af penna MBL;

VG menn þáðu ekki styrki

Enginn þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs né aðrir sem tóku þátt í prófkjörum hlutu styrki til að kosta prófkjörsbaráttu fyrir Alþinigskosningar árið 2007, skv. yfirlýsingu sem fjölmiðlafulltrúi flokksins sendi frá sér í kvöld.Í yfirlýsingunni segir:„Enginn þingmaður VG né aðrir sem tóku þátt í prófkjörinu hlutu styrki til að kosta prófkjörsbaráttuna enda stríðir það gegn reglum flokksins. Eini útlagði kostnaður þeirra sem háðu prófkjörið var vegna heimasíðuuppsetningar, kökubaksturs og fleira í þeim dúr þannig að um óverulegar fjárhæðir er að ræða. Einstaklingum í prófkjöri fyrir VG er ekki heimilt að auglýsa út á við og prófkjörið er háð innan flokksins. Kynning á frambjóðendum fór fram á sameiginlegum fundum og í sameiginlegum bæklingum sem var gefinn út af flokknum.Í fréttinni var sagt fá því að enginn þingmaður sem svaraði spurningum fréttakonunnar, Telmu Tómasson, hefði svarað því hvort hann hafi þegið styrk hærri en hálfa milljón fyrir prófkjörið. Það á því ekki við í tilfelli þingmanna VG.“  Og spyrji svo hver fyrir sig!Þannig að þingmenn VG þögðu þunnu hljóði og svöruðu ekki spurningu Telmu um hvort einhver þeirra hefði þegið styrk hærri en 500 þúsund? En það á samt ekki við í tilfelli þingmanna VG?Þingmenn VG hafa semsagt hugsanlega þegið styrki hærri en 500 þúsund !  

Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 00:19

2 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Það liggur mikið við - mikil eljusemi hér í gangi - sumt fellur mér í geð og annað alls ekki!  Það sem mér fellur alls ekki eru tilberarnir í Sjálfstæðisflokknum - þ.e. framvarðarlínunni. Móðirin væri þá Vald - til þess að öðlast það er kallað til fjármagn - ofurfjármagn (Minnst af því komið fram) - ofurjármagnið kemur frá nánast öllum samborgurunum.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 23.4.2009 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband