Leita í fréttum mbl.is

Vanhæfur Sigmundur Ernir ...

Fyrir tilviljun rakst ég á hugleiðingar Stefáns Einars guð- og siðfræðinema um vanhæfni Sigmundar Ernis Rúnarsson í svo kölluðu Byrgismáli. Hann er eitthvað að velta því fyrir sér hvort að einhver ótilgreindur meðlimur úr fjölskyldu SER hafi verið í meðferð í Byrginu. Þetta hafi víst verið "á sínum tíma". Niðurstaða hans er að ef svo hafi verið (sem hann innilega vonar að eigi ekki við rök að styðjast) þá sé SER "algjörlega vanhæfur til þess að fjalla um málefni Byrgisins" .

 

Ég var að velta því fyrir mér hvort það væri ekki eðlilegt að allir starfsmenn á öllum fréttastofum nær og fjær á skerinu geri tæmandi venslatré. Eðlilegt væri að nánustu vinir og absalút allir velgjörðamenn séu hafðir með á hríslunni. Með þessu móti ætti fólk að getað áttað sig á persónutengslahagsmunum fréttamanna og fylgiliðs.

 

Menn og konur vinni síðan í því að hengja við hvern einstakling í trénu lista yfir hvar viðkomandi hafi borið niður í samskiptum sínum við heilbrigðiskerfið, menntakerfið, dómskerfið, já barasta öll okkar kerfi. Þannig er hægt að fá flotta yfirsýn yfir kerfissamskiptahagsmunatengsl, sem oft eru afar varasöm. Á stundum jafnvel hættuleg óreyndum fréttamönnum. Þess eru víst ljót dæmi.

 

Nauðsynlegt er að hafa lista yfir helstu eigur alls þessa fólks. Enda alþekkt að ef menn eiga eitthvað þá myndast oft efnisleghagsmunatengsl. Slík tengsl eru afdráttalaust hættuleg, jafnvel reyndustu fréttasnápum eins og SER. Nær þessi hætta víst langt út fyrir raðir fréttamanna, hefur mér verið sagt.

 

Stefáni er nokkur vorkunn - vanhæfni á Íslandi er erfið umræða. Í fullri alvöru þá er þörf á því að við Íslendingar finnum okkar plan í þessum málum. Er ekki hugsanlegt að við þurfum að lifa við rýmri reglur en aðrar þjóðir í þessum efnum?

 

Stefán treysti sér ekki til þess "... að taka afstöðu til þeirra ásakana sem varpað hefur verið fram á hendur Guðmundi Jónssyni, ég tel að dómsstólar eigi að taka á ásökunum af þessu tæi ...", þetta er gott og blessað. 

 

Ég hins vegar treysti mér alveg til þess að taka afstöðu í málinu, en mín afstaða er ekki tekin með. Ástæðan; ég hef átt og á í "ástarsambandi" við Sigmund Erni, hefur þetta samband okkar staðið órofið í tæpa tvo áratugi. Það gerir mig augljóslega vanhæfann til þess að hafa skoðun á umfjöllun hans og hans fólks um nokkurn hlut.

 

Í ljósi þessara ástarhagsmunatengsla skulu öll orð mín hér að ofan dæmd dauð og ómerk. Til þess þarf enga dómstóla. Eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Mér fannst þessar efasemdir um hæfi Sigmundar Ernis dálítið vafasamar og ekki laust við að svipaðar hugsanir flytu í gegn um huga minn og ritaðar eru hér að ofan. Ætlar alveg að æra óstöðugan, að velta sér uppúr þeim hlutum.

Birna M, 28.12.2006 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband