23.2.2007
Hjarðfullnæging
Hjörðin fékk það í gær. Fullnæging þessi er svo sterk að undir tekur um hjarðlendur allar.
Það er því nú sem hjörðin fagnar, syngur söngva samda til handa sjálfumgleðinni, stígur sigurdans í takt við hjartslátt drambsins. Stór er sigurinn, mikil er stundin. Allir saman nú.
Vegna sigursins vex hjörðin nú ört, hraðar en jökulvatnið í stórhlaupi.
Hjarðhjalið undirtekur í hljóðakletti lýðskrumsins:
"Þetta var nú alltaf mín skoðun"
"Áfram við!"
"Sagði ég ekki"
"Viðbrögð sumra eru með ólíkindum"
"Takk allir..."
"Til hamingju við!!!"
"Fólk er svo litríkt og fyndið."
"Það er svo gott að vita af fólki sem stendur með okkur. Erum að æla á liðið..."
"Húrra, okkur tókst það"
"Til hamingju Ísland"
"Sigur!"
"Takk kæra samfélag fyrir samstöðuna, stoltið og hugrekkið!"
"Hvað var fólk að hugsa sem ekki áttaði sig á þessu"
"Ótrúleg skilaboð frá lítilli höfuðborg - með stórt hjarta og mikinn metnað"
"Til hamingju öll, þetta er merk stund"
" Er þessi þjóð og þjóðarsál ekki meiriháttar!!"
Næsta skref hjarðarinnar er að finna mig, þig og öll hin sem ekki náðu saman við hana, halda okkur aðskildum, einum, benda á okkur og issa. Iss, iss þú ert ekki eins og þú átt að vera. Þú ert ekki eins og við. Þú ert veikt eintak, komdu og leyfðu okkur að svæfa sjálfið þitt.
Það er svo miklu betra. Sofðu, sofðu elsku eintakið mitt, vaknaðu svo sem samtak í okkur - hjörðinni miklu. Hjörðinni einu.
Það er svo miklu betra.
Loftmyndir sýna reyndar að hjarðirnnar eru margar og að hver hjörð er samlit, einsleit, að hún hreyfir sig í samátt, sem er einátt. Þessar myndir sýna líka að í humátt fylgja einstaklingar úr hinátt, sogast að hjörðinni sem svarthol væri. Sem hún er.
Á myndunum blasir við sviðin jörð þar sem hjarðirnar hafa farið um, líkast til verður þarna örfoka eyðimörk mannsandans - gróðurvin forræðishyggjunnar.
En ég veit að þegar betur er að gáð, ef hægt er að komast í návígi við hjörð, blasa við einstaklingar, ólíkir, mis lyktandi, örðuvísi þenkjandi.
Ef þeim er náð frá hjörðinni koma í ljós einstaklingar sem virða rétt þinn, rétt minn og rétt okkar. Ef tekst að tryggja að þeir virða líka sinn eigin rétt, rétt einstaklingsins - að þeim lærist að sá réttur er allra rétta réttastur. Þá vinnum við orrustur. Virðing fyrir rétti annarra án virðingar fyrir sínum eigin rétti breytir einstaklingum í hjarðfífl.
Dansinn mun senn dvína, þá þegar höfgi sígur á sigurvökuna sundrast hjarðirnar, dreifast um sviðnar lendur fjölhyggjunnar, þá róast samstaklingarnir. Kannski að þá sé lag?
Annars bíða þau öll eftir næsta kalli, það kemur, fyrr en haldið er.
Sjáumst þá kæru vinir, tökum slaginn aftur, en munið að líkast til munum við lúta í lægra haldi, þá sem nú.
Um sinn.
Kveðja,
Viggó
Hætt við klámráðstefnu hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:42 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Þótt Viggó sé spældur yfir óförum klámþingsins, er það engin réttlæting fyrir hann að vera með dónaskap við fjölda manns, bæði með fyrirsögn sinni og lítillækkandi orðbragði eins og "hjarðfífl".
Jón Valur Jensson, 23.2.2007 kl. 16:12
Stundum þarf að kalla hátt til þess að vekja fólk af værum blundi. Og það gerir Viggó. Lyktir þessa einkennilega "klámþingsmáls" eru á alla mælikvarða furðuleg. Það hefur aldrei þótt góð latína að skjóta fyrst og spyrja svo, en femí-fasistarnir láta sér það í léttu rúmi liggja. Tilgangurinn helgar meðalið, eins og hjá öllu ofstækisfólki. Á slíkt fólk bíta engin rök. Grundvallarmannréttindi eins og þau að fólk skuli saklaust þar til sekt sannast, er bara píp og smáborgaralegt kvabb, þegar femí-fasisminn er annars vegar. Aðferðafræðin er gamalkunn. Stjórnmálamenn og lögregluyfirvöld eru tekin í gíslingu og síðan er samið um lausn gíslanna með friðkaupum, annars skulið þig hafa verra af. Skyldu femí-fasistarnir ekki leggja nú ennmeiri áherslu á ritskoðun af alls konar tagi, eða er þjóðfélagið kannski farið að ritskoða sig sjálft svo losna megi undan ofstækisholskeflunni. Að minnsta kosti mun Hótel Saga vanda sig vel í framtíðinni, að fenginni reynslu.
Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 18:13
Mér fannst þetta nú bara góður og lýsandi pistill á hvað er hvað um þessar mundir. Og hvað í röðinni er alvöru lýðræði á meðal þeirra sem hæst hrópa núna? Sigur hinna litlu sem öskra hæst og yfirgnæfa þannig röddina sem spyr spurninga um hvað sé enn í gildi?Hverjar reglurnar séu og eftir hverju sé eiginlega farið?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.2.2007 kl. 20:56
Þvílík dramtík. Semdu leikrit.
Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2007 kl. 00:21
freehhlsi ... freeeehhhlsi ... meeeehhh
eeehhhki skeeherða eeeiiiinstaklingsfreeehlsið ...
meeeeehhhh ...
Bjarni Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 01:03
Byrjun aftan frá.
Greta BÚ - finnst þér ekki? Þetta hafa mínir nánustu einmitt verið að segja við mig í gegnum tíðina - "... drífa sig svo í dramað". Ekki alls fyrir löngu ákvað ég að gera alvöru úr þessu og nú er ég að gera það bara helv. gott í drama bransanum. Elskan mín mér finnst það hreint aldeilis frábært að þú skulir sjá þér fært að vera með. En ég er samt svolítið sár að þú skulir ekki hafa áttað þig á þessu leikriti mínu. Takk samt. Viggó
Viggó H. Viggósson, 24.2.2007 kl. 01:20
Ææ ég misti af þér Bjarni! Sem þýðir að ég byrjaði ekki aftan frá, eins og ég hafði vonað. En reyndar átta ég mig ekkert á því hvað þú ert að fara. Ætli það sé lesblindunni að kenna?
Viggó H. Viggósson, 24.2.2007 kl. 01:33
Kartín, takk fyrir að skilja mig! Ég geng ekki að slíku sem vísu nú á þessum síðustu og verstu tímum.
Viggó H. Viggósson, 24.2.2007 kl. 01:46
Gú.Ní. Ég hélt reyndar að ég hefði verið að hvísla en ekki kalla! Sé það nú að fólk hefur verið að gjóa svolítið á kallinn, var kominn með hálft tonn af hittum (innlitum á síðuna) - kannski vegna hávaðans? Stoltur sem ég er.
Geng út frá því sem vísu að við séum skoðana bræður að mestu en er samt ekkert hrifinn af þessari fasista útgerð þinni. Ég ef verið að nota hk.f. sem skammstöfunn fyrir liðið sem er að tapa sér (hk = harðkjarna, f = feminismi), fasismi er kannski tú möds, eða hvað?
Viggó H. Viggósson, 24.2.2007 kl. 02:07
Góður! (Ingólf.l)
Viggó H. Viggósson, 24.2.2007 kl. 02:09
Blessaður Jón V. ég vona að þú sért ekkert sár yfir því að ég skuli tækla þig aftan frá! úbbs ég er reyndar að átta mig á því núna að það eru komnir fimm míní mý hér fyrir ofan.
Elsku karlinn minn ég er ekkert spældur (tja nema hvað ég hef verið svolítið fúll útí lottóið). Mér er flatt sama um þessa blessuðu ráðstefnu klámgerðar fólksins, þau varða mig engu. Það varðar mig hins vegar talsverðu að mín þjóð komi eðlilega fram við mann og annann, aftan frá, framan frá, alstaðar frá. Mér finnst eins og það varði mig miklu þegar mitt fólk hreinlega tapar sér í ruglinu. Ef þú sérð sök mína ekki digurri en þá sem þú nefnir tja þá er ég spældur.
Viggó H. Viggósson, 24.2.2007 kl. 02:40
Góður
Ester Sveinbjarnardóttir, 24.2.2007 kl. 03:00
Góður og skemmtilegur pistill Viggó.
En það er greinilega mikið af einstaklingum sem skilja ekki hvað þú ert að fara, eins og t.d. hann Jón Valur, sem tekur það greinilega til sín að vera hjarðarfífl. Ekki veit ég af hverju hann gerir það, þar sem ég þekki ekki til mannsins. En ég skildi það alla vega þannig að þú værir almennt að lýsa hjarðarhegðun, þar sem hjarðarfíflið kom til sögunnar.
Annars finnst mér þetta ekkert "tú möds" hjá Gústafi Níelssyni að vísa til "fasista-feminista". Þeir sem virða ekki grundvallar mannréttindi, eru reiðubúnir að "taka fólk af lífi" á upplognum forsendum og virða ekki grunn gildi lýðræðis, eiga þennan titil alveg skilið.
Sigurður J. (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 04:25
Siggi Joð, þú verður að fyrirgefa mér. Ég er svolítið smitaður af þessari bévítans kurteisi - hún hefur verið að hrá mig lengi vel. Ætli ég sé ekki að reyna að sigla á milli skersins þarna og bárunnar marg frægu. Legg af stað með þá hugmynd að ætla mér að vera rosalega töff og harður, en er svo eitthvað feiminn við það þegar á reynir. Útkoman er svo þessi fagri svanasöngur sem þú hefur orið viti af hér. Líkast til er það bara alveg rétt hjá þér, sumt af þessu fólki, liði, á það skilið að flokkast sem fasistar. Takk fyrir að sparka í mig - kannski að pestinn renni af mér.
Viggó H. Viggósson, 24.2.2007 kl. 09:12
Orð í tíma töluð.
Hópsálin Ísland þarf ekki endilega að innihalda marga meðlimi (ef limi skyldi kalla).
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.2.2007 kl. 11:57
Þetta er snilldarpistill hjá þér. keep going
Glanni (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 12:45
Það má segja með sanni að pistill þinn um "Hjarðfullnæginguna" hafi vakið nokkra athygli og upphrópanirnar sem þú dregur fram eru mjög lýsandi fyrir "femí-fasistana", eða harðkjarna (hard core?) femímistana, eða eigum við að kalla þetta dólgafemínisma? Skiptir ekki höfuð máli, en góðar skilgreiningar og markvissar hafa þýðingu. Eftir þennan farsa, sem nú í augnablikinu er yfirstaðinn, (nýr mun hefjast þegar færi gefst) er ágætt að stjórnmálamenn íhugi á hvaða braut er búið að leiða þá og ekki síður lögregluyfirvöldin. Hugmyndin um réttarríkið er ekki delluhugmynd, en hún hefur verið gjaldfelld. Að vísu má segja að afleiðingarnar séu ekki stórbrotnar að sinni, en samfélag okkar er farið að feta braut sem bara getur endað í ógöngum. Er einhver með hugmynd um hvernig hið "feminíska" þjóðfélag muni líta út? Ég giska á að dægurlagatextar eins og "Harðsnúna Hanna", "Lóa litla á Brú" og "Bella símamær" verði bannaðir og margt annað mun fylgja í kjölfarið.
Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 17:14
glæsilegt
Habbri (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.