26.2.2007
Ekki vildi ég þessa Lilju kveðið hafa
Steingrímur Joð fór hreinlega hamförum í Silfrinu í gær - hann kom með kjálkafalls yfirlýsingu af dýpstu gerð. Það var hins vegar óheppilegt að þáttastjórnandinn virtist hafa misst af þessu. Ótrúlegt sem það er.
SJS metur það greinilega svo að stórkostlegur sigur hjarðarinnar yfir blessuðu "klámfólkinu" hafi skapað aðstæður, kjörlendi, til þess að sá heilum helvítis helling af forræðishyggjufræjum í gróðurlausa slóð hjarðarinnar. Hann er svo viss um að mat hans á aðstæðum sé svo afdráttarlaust rétt, að hann fór á harða "hlaupum út í búð" á eftir fræjum. Vissan og kappið var svo mikið að hann taldi sig geta sagt hlutina eins og hann hugsaði þá, umbúðarlaust, skýrt og klárt - NETLÖGGA er málið.
Með þessu afhjúpar hann ótrúlega forneskjulega hugsun sína sem sýnir að hann er svo djúpt sokkinn í forræðisforað að ekki verður séð að manninum sé við bjargandi.
Eftirfarandi er endurritun úr viðtali Egils við SJS. Úr umræðu um femínisma þar sem Steing. Joð á greinilega erfitt uppdráttar, dettur umræðan inn í þetta:
Egill spyr "Finnst þér koma til greina eftir þessa klámumræðu að fara lengra með það að stöðva klám?" SJS svarar "Jú, ég vil gera það. Hef alla tíð verið á móti því að þetta væri leyft hér í landinu og hver var nú framsýnastur allra þegar þetta var að hefja hérna göngu sína, það var Hjörleifur Guttormsson sem einn stóð upp á Alþingi og sagði: "ætla menn að leyfa þetta" og það var hlegið af honum! En svona hefur nú tíðarandinn breystst, að nú vildu margir Lilju kveðið hafa."
Egill spyr þá "Mundir þú vilja t.d. að það væri gripið til ráðstafanna til að takmarka klám á Netinu?" og SJS svarar "Já alveg absalút, ég vil stofna Netlögreglu sem m.a. hefur það hlutverk og ekki síst að reyna að koma í veg fyrir klámdreifingu ....
SJS er reyndar að vísa þarna til atvika sem menn auðvitað muna ekkert eftir og lýsa einhverjum tíðaranda sem áhorfendur kannast ekki við og vekur upp spurningar; Að hvað væri leyft? Í hverju fólst framsýni HG? Hverjir fóru að hlægja - allir? Hvað segirðu hvernig hefur tíðarandinn breyst? Er einhver einhverju nær?
Nei, Steingervingur Joð þessa Lilju mátt þú eiga alveg einn og sjálfur.
Ég ítreka að mér fannst það ótrúlegt að sjá Egill láta þennan bolta rúlla hjá sér og það í slómó. Egill, menn láta ekki svona tækifæri renna sér úr greipum.
Ég fullyrði að SJS á eftir að eyða umtalsverðum tíma og verulegri orku í að verja þessi ummæli sín í komandi kosningabaráttu.
Heilt yfir sýnist mér að um landsfund VG megi segja að þar hafi fólk tapað sér í frumskógi eigin hugmynda. Heyrði ég einhvern segja eitthvað um korter í kosningar?
ES. Hérna er myndband frá því 1993 (frá Canada) - þið vitið árið sem kjúklinga- og svínakjöt var 40 - 50% dýrar en það er nú, á raunvirði sko. Mér sýnist við fyrstu skoðun að SJS sé á svipuðu stigi og fólk var vestan polls á þessum árum. Þannig að kannski er von.
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Ég er enn stíf af skelfingu eftir að heyra þessi viðhorf VG. Kínverjar get ábyggilega deild reynslu sinni í að lifa í þjóðfélagi þar sem "stóri bróðir" les allt yfir öxlina á þér. Hvernig á svo að framfylgja þessu? Frá hvaða málefnaflokki á að taka fé til að kosta eftirlitið? Sammála um að hér er forræðishyggjan í algleymingi.
Ester Sveinbjarnardóttir, 26.2.2007 kl. 23:36
Þú veldur mér ekki vonbrigðum Viggó. Egill var óvenjuslappur að henda þetta með netlögguna ekki á lofti og eins að fylgja því ekki eftir hvers vegna hann hefði ekki lesið Stelpuna frá Stokkseyri, sem er þó ábyggilega að segja alveg satt. Hann varð ögn vandræðalegur fyrir vikið. En það besta við uppsveifluna hjá honum var það, að hann er greinilega í huga sínum kominn með annan fótinn í ríkisstjórn - en með hverjum?
Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.