Leita í fréttum mbl.is

Græn stjórnsýsla

gænt spurningarmerkiÍ leiðara Morgunblaðsins í dag er fjallað um hugmyndadeyfð íslenskra stjórnmálaflokka. Ég er sammála því áliti sem þar kemur fram.

 

Sérstaklega hefur mér fundist sárt undanfarin, tja alltof mörg ár, að fylgjast með því hvað Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera staðnaður. Ekki umfram aðra flokka, alls ekki og eiginlega þvert á móti, en ég geri hins vegar kröfur til Sjálfstæðisflokksins umfram aðra flokka.

 

Í grunninn er hugmynd mín á hreinu, hún er langt því frá að vera ný af nálinni og rúmast algerlega innan gamals og góðs slagorðs sjálfstæðisflokksins Báknið burt” - slagorðið sem stundum virðist hafa gleymst. En alls ekki má gleymast. 

 

Hugmyndin er í stuttu máli um græna stjórnsýslu, þar sem lögð er áhersla á að minnka ríkið með skynsamlegri nýtingu hátækni. Þeorían er einföld: því grænna sem ríkið er, því minna.

 

Það lúmska við þessa grænu áætlun er að vinstri flokkarnir (Samfylking, Vinstri grænir og framsókn) geta engan veginn gert hana að sinni - þó allir sjái að ekkert vildu þeir frekar.  

 

Ég mun hér aðeins stikla á stórum í lýsingu minni á þessari hugmynd fyrir sjálfstæðisflokkinn.

 

Áætlunin gengur út á að hið opinbera beiti sér fyrir aukinni og bættri nýtingu upplýsingatækninnar til að auka skilvirkni og sjálfsafgreiðslu í viðskiptum einstaklinga og félaga við ríkið og líka á milli einkaaðila. Fækka með því störfum hjá ríkinu og minnka hreyfingu fólks á milli staða. Þetta mun leiða til þess að gríðarlegar fjárhæðir munu sparast í: starfsmannakostnaði, húsnæðiskostnaði, eldsneytiskostnaði, viðhaldskostnaði: húsnæðis, ökutækja og vegakerfis, minni sóun á tíma, minni notkun pappírs, færi villur og endurtekningar, og svo má lengi telja.

 

Þessi árangur gæfi okkur tækifæri til þess að lækka skatta og eftir atvikum fella niður eða lækka innflutningsgjöld. Sem aftur gefur okkur tækifæri til þess að einfalda skatta- og tollakerfi og þar með fækka enn frekar störfum hjá ríkinu og lækka skatta, minnka hreyfingu á fólki og … Það sjá allir til hvers þetta leiðir.

 

Niðurfelling/lækkun innflutningsgjalda myndi gera miklar kröfur til ýmissa kerfa í landinu. Til að mynda þyrftu bændur að bretta upp ermar. Ég hef satt best að segja engar áhyggjur af íslenskum bændum, á aðeins fáum árum væru við komin með einhvern besta rekna landbúnað á byggðu bóli. Dæmi um annað kerfi sem myndi leggjast af í núverandi mynd er lítið kerfi, en eitthvert það allra heimskasta, en það er eftirlit með því hvort ferðamenn komi með of mikið af (löglegu) dóti til landsins. Gjörsamlega glórulaus vinna. Á þessu kerfi hangir komuverslun Fríhafnarinnar. Í beinu framhaldi yrði verslunin í landinu, eins og bændurnir, að tálga sig til; keyra upp þjónustustigið, stækka einingar og lækka verð, nú eða sérhæfa sig (og jafnvel hækka verð).

 

Aftur að stóraukinni tölvu- og tæknivæðingu ríkisins, lítum á dæmi um bein hliðaráhrif hennar;GreenIT stórlega efldur hugbúnaðariðnaður, fleiri hálaunuð hátækni störf, aukin neysla, meiri skatttekjur - sem aftur þýðir nýtt tækifæri til þess að lækka skatta. Lækkaðir skattar og einfaldari og skilvirkari stjórnsýsla munu auka samkeppnishæfni íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja, gera þau sterkari og gera það áhugvert fyrir erlenda aðila að sinna slíkum rekstri á Íslandi. Allt þetta myndi auka tækifæri til nýsköpunar stórkostlega, sem aftur þýðir fleiri ný hálaunuð hátæknistörf og … aha þú hefur gripið rek mitt (e. you catch my drift).

 

Hafið í huga að þarna var ég að tala um bein, ekki óbein, hliðaráhrif. Óbeinu áhrifin eru svo auðvita fjölmörg. Má þar nefna dæmi um breyta og bætta nýtingu á tíma; vegna framleiðni- og afkastaaukningar myndi fólk minnka þann tíma sem það eyðir í vinnu. Vegna þess að fólk eyðir minni tíma í vinnu, notar það tíma sinn til þess að gera hitt og þetta fyrir sjálft sig og sína -eyðir honum í sjálft sig. Það yrði til þess að auka verulega ýmis viðskiptatækifæri á menningar og afþreyingarsviðum. Sem skapar ný störf og svo framvegis.

 

Vegna þess að leiðarahöfundur Morgunblaðsins hafði sérstakar áhyggjur af heilbrigðisráðuneytinu sem nú er loksins í höndum sjálfstæðismanna, þá skulum við líta snöggvast á hvernig stórlega aukin tæknivæðing í stjórnsýslunni og eins úti í mörkinni getur sparað fjármuni á sama tíma og við aukum öryggi og vellíðan fólksins í landinu til muna.

 

Það blasir við hvernig að ofan ritað og svo hugmyndir mínar hér að neðan ná þessum markmiðum.

 

Upplýsingatækni má nota til þess að bæta árangur, en samt lækka kostnað á öllum sviðum Heilbrigðisráðuneytisins, s.s.:

  • Lyfjamál 
  • Almannatryggingar
  • Heilbrigðisstofnanir (sjúkrahús, heilsugæsla, aðrar stofnanir)
  • Lýðheilsa (forvarnir, endurhæfing)
  • Málefni aldraðra

Byrjum á … (hum…)

 

Eftir á að hyggja þá held ég að það sé klókt af mér að stoppa hér, ég geri fastlega ráð fyrir því að Guðlaugur Þór vilji forvitnast um framhaldið - opinberun þess mun svo ráðist af þeirri þóknun sem mér verður boðið. Hún verður vitaskuld aldrei annað en hófleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill hjá þér Viggó og vona ég að hann nái sjónum þeirra sem fara fyrir Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn, sem allir hafa gerst sekir um að þenja báknið út ótrúlega í valdatíð sinni og svikið um leið mikilvæg gildi í grunnstefnu flokksins.

Að hreinsa til í ríkisbákninu og gera rekstur þess skilvirkari með upplýsingatækni býður upp á gríðarlegan ávinning, sennilega
ígildi nokkur hundruð þúsund tonna þorskkvóta.   Með þessu gætum við líka tekið forystu á heimsvísu í hagnýtingu upplýsingatækni í opinberum rekstri og á mörgum öðrum sviðum, sem gæti orðið mikilvæg útflutningsgrein.

Þarna er upplagt tækifæri til að byggja upp sprotafyrirtæki, halda samkeppni um bestu hugmyndir og byggja upp öflugan hugbúnaðariðnað, sem líka er jú eins grænn og það getur verið.  

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband