(... og hvað eru mörg ká í því?)
Í lok klámvikunnar "góðu" vildi ég skemmta skrattanum og póstaði þá þessum pistli: Sætar stelpur í sundfötum eða vort daglegt klám? Hugmyndin hjá mér var að kalla fram viðbrögð fólks við allt um liggjandi klámi, fá fólk til þess að ræða vort daglegt klám.
Mig langaði að fá viðbrögð þeirra sem sjá klám í allt og öllu, fólks sem sem ekkert verður vart við klám yfirhöfuð og þeirra sem þarna eru á milli.
Einhver viðbrögð fékk ég en þau voru langt frá því að vera eins kröftug og af þeim "gæðum" sem ég hafði vonast eftir. Ég viðurkenni að ég varð, já og er, svolítið súr yfir því.
Í sundfata póstinum vísaði ég fólki á nýja útgáfu af Sports Illustrated Swimsuit, en eins og margir væntanlega þekkja þá hefur SI áratugum saman gefið út sérstakt sundfatablað (undanfarin ár vefur líka) sem oft hefur valdið nokkrum deilum.
Eins og áður sagði þá vildi ég gera þetta til þess að vekja upp fólk og þá sérstaklega harðkjarna femínista (hkf), var að bjóða þeim upp í dans. Ég vil meina að hfk séu fyrir löngu búnir að mál sig út í horn í klámumræðunni (eins og í mörgu öðru) en samkvæmt þeirra skilgreiningu eru myndirnar í SI klám.
Því get ég svo vel verið sammála enda styður það hugmyndir mínar um að hugtakið klám sé ekki endilega neikvætt, að klám komi í mörgum myndum, tónum og litum - að klám sé ekki klám, nema að klám sé. Myndirnar í SI eru bara fínt klám og með þeim skilningi mínum skilur á milli mín og hkf, þær segja þessar myndir bannvöru - enda er klám lögbrot og munið klám er klám, þ.e. það er ekki til mismunandi klám hjá þeim.
Þegar ég var að skrifa um sætu stelpurnar í sundfötunum, kíkti ég á nokkra algenga vefi þar sem sund- og undirföt eru seld, klippti þar út myndir til þess að hafa með póstinum mínum - gert til þess að leggja áherslu á óljós mörk á milli velsæmis og siðleysis. Skv. skilgreiningu hkf eru allar þessar síður að miðla klámi og þar með að brjóta lög -- nú væri gott að hafa Netlögguna hans SJS til taks, láta banna þessar síður, promto.
Síðasta tilvitnun mín í baðfata texta mínum hafði að geyma sprengiefni., ég var með það á hreinu. Til þess að tryggja að það færi ekki fram hjá neinum þá benti ég sérstaklega á það með þessum orðum "og Debenhams (sem keyra á sakleysinu!!!)". Satt best að segja átti ég von á því að einhverjir myndu svara mér og benda á voðaverk Debenhams, segja fólk þar nota velþekktar táknmyndir klámvæðingarinnar til þess að selja - þá hefði orðið kátt í höllinni.
Því miður; ekki stök stuna.
En ég var algjörlega sannfærður um að sprenging lægi í loftinu, spenann á milli fylkinga var orðin svo svæsin að eitthvað varð að láta undan og þá kom að því; Smáralindarklámið tendraði þráðinn og búmm, það sem á eftir fylgdi var svo í þeim takti sem ég hafði vonast til að skrif mín myndu koma af stað.
Eitt er víst að við mannfólkið upplifun klámið og afleiðingar þess á mjög mismunandi hátt, sbr. þessi fræg viðbrögð Dr. Guðbjargar Kolbeins við myndinni á forsíðu Smáralindarblaðsins, en ég skrifað aðeins um þau í pósti sem ég kalla Táknmynd ofskynjunar.
Nú má helst ekki ræða það mál frekar, það er víst búið að ræða það og það á réttum stöðum sbr. blogg Katrínar Önnu talsmanns femínista:
Annars finnst mér þessi umræða öll gífurlega erfið og viðkvæm. Langar eiginlega ekki til að taka þátt í henni, satt best að segja. Á umræðupóstlista okkar í Femínistafélaginu hefur málið verið rætt - og það er eiginlega lykilatriði - það hefur verið rætt.
... og síðar
Bloggarar hafa farið offari - og á meðan GHK hefur fjarlægt ummælin af sinni bloggsíðu (sem ég geri fastlega ráð fyrir að sé stúlkunnar vegna), þá láta aðrir þau standa og lýsa í heilagri réttlætingu hvað þeim finnst lágkúrulegt að segja svona...
-- sjá blogg Katrínar Önnu
Þetta er úr mínu bloggi um þetta mál:
Hver ert þú Guðbjörg? Hvað gengur þér til? Eða er réttara að spyrja hvað gengur að þér?
Hvers á stúlkan á myndinni að gjalda, hverskonar virðingarleysi er þetta við unga manneskju og þá sem henni standa næstir? Heldur Guðbjörg virkilega að fagfólkið sem vann þessa mynd og fólkið sem ber ábyrgð á auglýsingablaðinu hafi haft þær hugmyndir sem hún gefur í skyn?
Það skal tekið fram að ég hafði ekki hugmynd (og hef það svo sem ekki enn) um hver þessi kona er sem skrifaði, ég vissi ekkert af skrifum Fréttablaðsins eða annarra. Ég ætlaði reyndar aðeins að svara henni á hennar eigin athugasemdarkerfi en það var ekki hægt, því póstaði ég á bloggið mitt, enda var ég furðulostin og reiður.
Nú kemur talsmaður femínista (Anna Katrín) með tilraun til réttlætingar og þá erum það við sem gerðum athugasemdir við skrif Dr. Guðbjargar sem eru vondir menn! Vegna þess að við fjarlægjum ekki tilvitnanir okkar í orð Dr. G, þar sem hún er hún er búin að gera það! Æi stelpur takið ykkur takk.
Ég veit af hverju mín sprengja sprakk ekki, ég er ekki nógu róttækur, ég nota ekki orð eins og "láta taka sig aftan frá", "setja skaufa sína upp í sig", "saklausa hóra".
Gallaður sem ég er.
Ég kíkti vef Debenhams í gærkvöldi og sá að þau hafa skipt um módel, en stúlkna sem var í auglýsingu um daginn leit ekki út fyrir að vera eldri en 13 - 15 ára. Engu að síður er enn keyrt á sömu ímyndinni:
Af hverju er ég að benda á þetta? Ekki það að ég sé að ærast yfir "klámsjúku" markaðsfólki Debenhams, eða yfir þeirri staðreynd að þetta fólk skuli fá að starfa undir verndarvæng siðprúðra íslenskra eigenda sinna. Nei alls ekki, mér einfaldlega finnst svona sexý unglingsstelpu sölumennska ofboðslega döpur, hún fer í taugarnar mér. Ég er bara ekki fyrir ungstelpu hugmyndina, takk.
Tepran ég.
Það er yfirgengislega hallærislegt þegar hálfberar stelpur eru að nudda sér utan í ofursportbíla í þeim tilgangi að selja bílabón, rúðuþurrkublöð eða loftsíur. Svo er það hálfu verra þegar ámóta uppstillingar eiga að selja íslenskar kjötvörur.
"Face it, sex sells!".
Ég held reyndar að strákar, menn, að karlar séu flestir í námunda við mig í skynjun sinni á þessa hluti og þykkja hlutir eins og ég lýsi hér að ofan kjánalegir. Þegar síðan ímyndirnar fara að nálgast ungdóminn, þegar farið er að gæla við ósýnilegar línur sakleysis, varnarlausa gleði æskunnar þá segi ég stopp. Hallærislegt, kjánalegt, allur hálfkæringur hverfur og reiði belgir sig út.
Þá tilfinningu framkallar Smáralindarblaðið ekki hjá mér og ekki Debenhams "sakleysis línan" heldur, þó hún fer þar nærri og á sess vísan í kjánalegudeildinni.
Þessi umræða á að eiga sér stað og það er rétt hjá Dr. Guðbjörgu að vekja fólk til umhugsunar um þetta, en það verður að velja rétt tilefni, gæta hófs og stillingar, það þarf sumsé að vanda sig. Í sjálfu sér má vel hugsa sér að Dr. G. hefði notað Smáralindarblaðið til þess að hefja þessa umræðu en nálgun hennar hefði þá þurft að vera einhver allt önnur, t.d. að spyrja spurninga; "er þetta dæmi um?", "er þetta í áttina að?", "hvað finnst fólki?" og fyrir alla muni að sleppa öllu tali um aftan-í-tökur.
En sá er einmitt gallinn við aðferðir og nálgun hkf að þeir (þær) fá nánast undantekningarlaust klikkuðu kerlingar stimpilinn á sig.
Geta sjálfum sér um kennt.
Að lokum læt ég fylgja hér með mynd af auglýsingu sem er (var) partur af nýlegu markaðsátaki Dolce og Gabbana. Ég skoðaði vef D&G þegar ég var að leita fanga með myndir í bloggið mitt, ég man ekki eftir þessari mynd sérstaklega en almennt get ég sagt um myndir í þessari herferð að ég var ekki að tengja. Olli þessi auglýsingin verulegu fjarðafoki t.a.m. á Spáni og hafa D&G nú ákveðið að nota hana ekki frekar.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða þetta mál frekar þá er "vondum" auglýsingum safnað saman t.d. á þessum vef loveyourbody.
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Ég er sammála þér og þessi höggmynd þarna efst er bara snilld. Ætli það sé ekki hægt að fá hana keypta? hún myndi nefnilega sóma sér vel utan á Alþingishúsinu.
Glanni (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 19:53
Tek það fram að ég er mikill jafnréttissinni og svíður það virkilega hvað þessir öfgafeminstar, sem nánast allir eru tengdir Vg eru eyðileggja málstað okkar jafnréttissinna. Það eru allir að fá upp í kokið af þessum kerlingum.
Sóley, Katrín Anna, Dr. Guðbjörg og co. eru kilkkaðar kellingar, sem fólk ætti að hætta að hlusta á og leiða algjörlega hjá sér. Þær eru eins og púkinn í fjósinu, nærast á athyglinni og virðast eflast í sínum brenglaða málfultningi, því meiri sem athyglin er. Hættum að ergja okkur á þeim, leyfum þeim að einangrast í forheimsku sinni.
Bjarni Magnús (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 01:00
Flottur pistill.
D&G myndin er hrikalega flott, þó megi eflaust lesa ýmislegt út úr henni.
Solveig Pálmadóttir, 10.3.2007 kl. 09:48
Alveg magnaður pistill.
Það hefur bara sýnt sig núna undanfarið að þessum "öfgafeministum" er ekki viðbjargandi.
Að doktor Guðbjörg hafi ekki beðist opinberlega afsökunar á þessu nú eða hreinlega látið sig hverfa *( í meðferð ) það er mér óskiljanlegt. Svo koma feministar henni til varnar. Óskiljanlegt.
Þetta mál hefur vakið mikla reiði og undrun í samfélaginu. Þessi "háværu öfl" í samfélaginu sem telja sig öðrum æðri og sérstaka siðapostula samfélagsins hafa farið svo mikið offari undanfarið að fólki er farið að blöskra.
* manneskja sem lætur svona út úr sér og sér álíka klám út úr þessari mynd ætti að fara í meðferð að mínu mati. Þetta er sjúkt og ekkert annað.
Örvar Þór Kristjánsson, 12.3.2007 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.