Leita í fréttum mbl.is

Árið er 1975 og snjall snáðinn

Þessi tveri duttu inn um luguna í gær.

Fimm sannanir fyrir því að nú er árið 1975:

1. Við erum í stríði við Breta
2. Það eru gjaldeyrishöft
3. Það ríkir óðaverðbólga
4. Vinsælustu lögin eru með Abba og Villa Vill
5. Forsætisráðherrann heitir Geir og er Sjálfstæðismaður

Og nýjasta pick-up línan er: "Sæl(l), ég er ríkisstarfsmaður".

Og svo er það þessi saga af snjall snáðanum.

Saga nemenda í 6. bekk

Nonni litli er í sjötta bekk grunnskóla.

Dag einn var samfélagsfræði og þá spurði kennarinn hvað feður þeirra störfuðu.

Börnin svöruðu eins og þeim er lagið: Pabbi minn er lögga, brunaliðsmaður, skrifstofumaður, vinnur í verslun og svo framvegis.

En kennarinn tók eftir því að Nonni litli var óvenju hljóður og lét lítið fara fyrir sér.

Hvað gerir svo pabbi þinn, spurði kennarinn Nonna litla.

Hann dansar nakinn fyrir framan karla á öllum aldri á veitingastað á kvöldin og á næturnar.

Svo græðir hann fullt á því að fara með þeim áhorfendum sem best bjóða út í portið á bak við veitingastaðinn þar sem hann dansar einkadans fyrir þá í nokkrar mínútur.

Kennarinn varð eðlilega mjög undrandi yfir svari Nonna litla og í miklu fáti skipaði hann hinum krökkunum að fara að lita, en Nonna litla tók hann afsíðis.

Er þetta alveg satt sem þú sagðir um hann pabba þinn … Dansinn og allt það?

Nei, nei, sagði Nonni litli feiminn.

Pabbi vinnur hjá Kaupþingi, en ég þorði sko alls ekki að segja það fyrir framan hina krakkana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband