Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Gleði og gaman

FÁ'ingar voru með sína árlegu Árdaga í vikunni, sem ég ætla ekkert að segja neitt frá hér heldur því að á Árdögum í fyrra var gert intró-myndband fyrir söngvakeppnina sem var og er hápunktur Árdaga.

Reyndar var þetta myndband svo sem ekkert til að kynna söngvakeppnina heldur til þess að kynna kynna hennar - eða þannig. Viggó, sonur minn, var annar kynnana og af ástæðu sem mér er ekki kunn hefur hann kosið að halda þessu myndbandi leyndu fyrir mér í þetta rúma ár sem um er liðið. Nú þegar myndbandið er orðið að jútjúbi þá gat hann ekki annað en flaggað þessu við karlinn.

Sem kítki.

Strax. 

Ekki skil ég þessa leynd, þennan feluleik; mér finnst þetta gasalega sniðugt og sætt - hum og glatt - hjá strákunum.

Tjekkið á þessu og bakfæðið (e. feedback) mig með skilaboðakerfinu. Takk.

Upptaka: Tómas Þórsson / Klipping: Tómas Þórsson, Daníel Sigurður
Stjörnur: Björn Ingi og Viggó Helgi 

ATH. Það skal tekið fram að akstursáhættuatriði í þessu jútjúbi eru unnin undir leiðsögn og ströngu eftirliti sérfræðinga, auk þess að vera að mestu gerð í myndveri.

 


Óþolandi verðsamráð

Price sameÉg þurfi að versla smá inn fyrir helgina og ákvað bregða út af vananum; fara í aðra búð en ég er vanur. Þrátt fyrir að búðin væri mikið minni en sú sem ég er vanur að eiga viðskipti við; í öðru sveitarfélagi og öll eitthvað tíkarlegri; þá gat ég ekki betur séð en að verð á þeim vöruliðum sem ég taldi mig muna verð á væri uppá krónu það sama og í „minni” búð. Þetta fannst mér merkilegt; kannski tilviljun? Uppá krónu á fjórum vöruliðum?

Tæplega.

Verðsamráð fannst mér vera miklu líklegri skýring. Þarna sem sem ég gekk út úr búðinni ákvað ég með sjálfum mér að gera mína eigin verðkönnum. Fara og kaupa þessa sömu „körfu” í nokkrum verslunum. Sem ég og gerði, fór í þrjár aðrar verslanir sem höndla með sambærilegar vörur á mismunandi stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan var æpandi eins og taflan hér að neðan ber með sér: 

 Vara R
Vara UVara G
Vara L
Verslun A2.1901.3901.3501.422
Verslun B2.1901.3901.3501.422
Verslun C2.1901.3901.3501.422
Verslun D2.1901.3901.3501.422

Tilviljun, ha! Verðsamráð! Þarf eitthvað að ræða það?

Hvar eru þingmenn núna? Og hvar er Samkeppniseftirlitið? Ég verð að lýsa furðu minni á því hvernig stendur á því að samkeppnisyfirvöld hafa ekki brugðist við þessu öskrandi lögbroti; af fullri hörku.

Ég hef tekið saman rapport um glæpinn, þar sem ég styð mál mitt m.a. með gögnum: kassakvittunum, ljósmyndum, hljóðupptökum og lífsýnum; ásamt vitnisburði vitna. Rapportið mun ég senda Samkeppniseftirlitinu síðar í dag og vænti skjótra viðbragða.

I'll keep you posted.

ES. Vörurnar sem um ræðir eru:
R: Rosemount GSM
U: Norton Cabernet Sauvignon Reserve
G: Heineken, 500ml * 6
L: Víking, 500ml * 6


Heilalaus (næturblogg; ekki fyrir viðkvæma og börn/unglinga)

Ég þarf svo sem ekkert að segja nett með þessu myndbandi, það skýrir sig svo sem sjálft. En samt; til upplýsingar þá er hér um að ræða forvarnarauglýsing frá Nýja Sjálandi - hér er verið að segja fólki frá því hverslags fádæma heimska það er að sjúga kók (þetta hvíta) - það þarf ekkert að brjóta heilan yfir því.

It's a no brainer.

 

(ES. Má annars ekki setja nánast hvaða viðbjóð sem er í loftið svona að nóttu til? Ég meina ég hlýt að mega ef ráðherrann má!) 


Axjón gegn danska bankamanninum

shouting manHvernig væri nú að Samtök fjármálafyrirtækja á Íslandi hysjuðu upp um sig buxurnar og færu í einhverja axjón gegn dönsku bankabloggurunum (sjá síðasta innlegg mitt). Það þarf að troða einhverju í lúðurinn á þeim.

Strax. 

Ég er með hugmynd um hvernig við getum slegið þá útaf laginu; lætt mér detta í hug að SFF gæti ráði til sín teiknara (er Kurt Westergaard ekki á lausu?) sem myndi gösla upp nokkrum myndum af hinum dæmigerða „danska fjármálamanni". Listamanninum yrðu ekki sett flókin skilyrði, aðeins að dönskum fjármálaspekúlant skyldi rétt lýst; þ.e. frekar óheppinn í andlitinu og annarri líkamsbyggingu yfirhöfuð og með sýru í heila stað. 

Kannski væri áhrifaríkara að halda samkeppni um bestu myndirnar og jafnvel myndaseríur. Vegleg verðlaun væru í boði.

Vinningstillögurnar væru svo birtar í heimspressunni. 

Þegar Danir færu að brenna allt sem íslenskt er s.s.: fána, brennivín, landsliðsbúninga, lopapeysur og krónur þá væri sigurinn okkar.

14-1 myndi ég segja.

Hvernig þá? Jú jú, kaup baunana á eldfimum íslenskum vörum hefði dúndur góð skammtíma áhrif á vöruskiptajöfnuð okkar og myndi styrkja krónuna umtalsvert. En við værum auðvita fyrst og fremst að setja gogginn í meðaumkun alþjóðasamfélagsins já og reiði þess í garð Dana - altso danskra bankamanna þá!


mbl.is Verið að skrúfa fyrir súrefnið til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagfræðingar á bloggstandard

Vondar fréttir hafa heldur betur dunið á fjármálafyrirtækjunum „okkar”; erlendir greiningaraðilar keppast við að skrifa bankana, fjárfestingafyrirtæki og jafnvel einstaklinga niður. 

Svo hart er að kveðið að okkar farsælustu bísnessmenn virðast vera farnir að trúa sumu af því sem þessir greinarar láta frá sér; og fara sjálfir að tala niður íslenskan markað - jafnvel eigin félög. Rétt eins og ímyndarvandinn hafi ekki verið ærinn fyrir.

„Það er kreppa!” dynur á okkur úr öllum áttum, eins og það eigi að hamra það í hausinn á okkur - til hvers veit ég ekki. Það styður aðeins við og ýtir undir veika trú manna á markaðinum - flestir virðast reyndar hafa tapað trúnni.  

Ja enn lækkar allavega helvítis vísitalan. 

En svo koma sjóaðir menn og setjast í stjórnarformannsstól og lækka laun sín; fá að vísu klapp í staðinn. Hálf hjákátlegt. 

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort að hraðinn og einfaldleikinn við að koma efni út á markaðinn sé orðin það mikill að menn ráð ekki við sig lengur; gefa sér ekki tíma til þess að sannreynda  upplýsingar eða að fara undir yfirborðið eftir ítarefni. Stundum minna vinnubrögð þessara greiningadeilda á vinnubrögð bloggara - jafnvel næturbloggara.

Sem er vont; hrikalega!

Tja nema vitaskuld ef bloggarinn skildi vera ég. 

ES. Fyrir aðþrengda eða aðra áhugsama þá get ég tekið af mér verkefni í því að blogga-upp bísnessinn fyrir viðkomandi. Ég er með nokkuð fastan ramma á aurahliðinni á þessu: eitthvað smá í sænuppbónus, fastakúlu, slatta per hitt og svo auðvita nett kött af sökksessnum


mbl.is Karsbøl: Skoðun mín óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skálkaskjól

Ránum hverskonar hefur því miður fjölgað mikið hér heima, það líður varla sá dagur að ekki berist fréttir af einhverskonar ránum; jafnvel þar sem ofbeldi er beitt.

Helstu viðbrögð verslunareiganda og annarra er að auka gæslu með vídeóupptöku, slíkar ráðstafanir hafa tvíþættan tilgang; fælingu og sönnun. Lögreglan getur notað upptökur til þess að bera kennsl á "vini" sína eða tengja saman brot á mismunandi stöðum; þetta getur leit til þess að haft er uppá skúrkunum. 

Það er gott til þess að vita að tæknin hjálpar.

Vera er til þess að vita að auðvelt er að skáka henni. Nú hafa einhverjir snillingar hannað skálkaskjól; um er að ræða einfalda innrauða ljósdíóðu sem misindismenn geta borið á höfði sér og gerir það að verkum að myndflögurnar í myndavélunum tapa sér; það eins sem sést er skær ljósdepill í stað höfuðs. Til þess að kóróna snilldina þá er ljósið sem vídeóskálkaskjólið sendir frá sér er á tíðni sem mannsaugað greinir ekki.

Hugmynd hönnuðanna er vitaskuld ekki sú að hjálpa krimmum, heldur er þetta þeirra innlegg í umræðuna um eftirlitsþjóðfélagið ("Big Brother"). 

 


Vísindamenn - tómir nördar

Hvað er eiginlega málið með þetta fólk? Það sem menn geta eytt peningum í! Ég fann hann nú blessaðan blettinn skal ég segja ykkur í símaskráni.

 


mbl.is Leitað að G-blettinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nekt Lindsay Lohan selur ...

New York cover_lohan 080225Árvakursmenn geta lært ýmislegt af þessu gigi New York Magazine, þannig að ef þeir lenda í frekari vandræðum með lestrar „reytingið” eða áskriftarsöluna hjá sér þá vita þeir hvernig best er að bregðast við.

Þetta er fyrirmyndin: nektarmyndir af Lindsay Loahn

Á mánudagseftirmiðdaginn hrundi vefur tímaritsins New York undan gríðarlegu álagi. Samtals voru vefsíðu flettingar á mánudag og þriðjudag yfir 20 milljónir, sem er víst um 2.000% aukning frá venjulegri umferð. Aðeins um 10 - 15% þessar umferðar beindist að síðum sem ekki tengdust beru holdi Lindsay'ar.

Prentmiðillinn fær líka gott spark; áskriftarsala upp úr öllu valdi og blaðið rennur óvenjuhratt út af blaðstölustöðum.

Nú er bara spurningin hverja (tja ókei eða hvern) velja þeir sem módel? Einhverjar uppástungur?  


mbl.is Mamma ánægð með nektina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Madonna Sex - frumleg og flott bók

Madonna mynd úr SEX 01Hef lesið'ana, á'ana. Var staddur í Friskó á útgáfudaginn og keypti'ana þar og þá. Frumleg bók og ögrandi; kannski ekki ein af mínum uppáhalds - en samt.

Reikna með að þetta sé umrædd mynd.  


mbl.is Ekki Marylin heldur Madonna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við sleppum, svo þetta er ókey - sýnist mér

Samkvæmt útreikningum geimflaugasnillinga eigum við Íslendingar ekki að hafa minnstu áhyggjur af því að það rigni yfir okkur geimdrasli í nótt. Jútjúbið hér fyrir neðan sýnir þetta víst svart á hvítu - tja - eða á maður að segja: sýnir þetta eins og jútjúb á skjá?


mbl.is Njósnahnöttur skotinn niður í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband