Leita í fréttum mbl.is

Sad man Saddam

 

Dauðadómur finnst mér réttur sem efsta stig dóms yfir ómennum. En ég veit ekki hvort ég sé fylgjandi fullnustu dómsins - næ ekki að klára þá hugsun.

 

Þegar ég horfi á bíómynd, eða les bók, þar sem ljóti kallinn er drepinn þá kemur svona "Yes! Hann átti það skilið" hugsun upp í hugann. Réttlætinu fullnægt - gleðin verður meiri í réttu hlutfalli við hversu kvikyndislegur ljóti kallinn var búinn að vera í aðdragandanum. Ætli þessi gleði sé ekki grunnhvöt grimmrar skepnu sem maðurinn er - má vera að hún teljist vera frumstæð, en hún er þarna.

 

Saddam Hussein var ógeðslega ljótur kall og hann átti það svo sannarlega skilið að vera líflátinn - en samt veit ég ekki hvað mér finnst um aftökuna. Í alvöru þá hef ég verið að rembast við það að komast að niðurstöðu frá því að ég sá fréttina á Sky í nótt.

 

Nú er ég ekkert að reyna að hugsa þetta út frá taktískum vinklum. Til dæmis; jú betra að láta kallinn lifa þannig að hann verði ekki gerður að píslarvotti og til þess að forðast þær róstur sem líklega munu fylgja í kjölfarið.  Í frétt Mbl.is er komið inn á þetta "Evrópusambandið fordæmdi í dag aftöku Saddams Husseins, fyrrum forseta Íraks, og sagði að hún gæti aukið á flokkadrætti í landinu." og þetta „Aftakan gæti einnig haft áhrif á framtíð Íraks, einkum vegna þess að framkvæmd réttarhaldanna yfir Saddam hefur sætt harðri gagnrýni".   

 

"Gæti haft áhrif...", dæmalaust rugl er þetta, auðvita mun hún hafa áhrif á framtíð landsins. En það að kvikyndið hefði verið látið lifa hefi líka haft áhrif á framtíð landsins - trúi ég. 

 

Og svo "... einkum vegna þess að framkvæmd réttarhaldanna ... sætti harðri gagnrýni", þvæla er þetta.  Réttarhöld yfir þessum manni hefðu undur engum kringumstæðum getað farið fram án gagnrýni, án ásakana um órétt. Aldrei.

 

Væntanlega skýrast "erfiðleikar" mínir, tilfinningalegur doði og getuleysi til þess að leiða þessa hugsun til enda með rökum, af fjarlægð minni við raunveruleika þessara atburða. Ég næ bara ekki að plögga mig inn í þetta rugl þarna niðurfrá.

 

Fulljóst er að sama gildir ekki um Sunní-músliman í Tikrit sem nú æðir um götur, skjótandi upp í loftið æsandi samferðamenn sína upp í hefnd, heilagt stríð. Hann er plöggaður. En trúið mér hann var og er ekkert á móti aftökum. Bara þessari aftöku, á þessum manni. Ljóta kallinum Sad man.

 

Sad man Saddam var heldur ekki á móti aftökum, aldeilis ekki. Hann og hans menn stunduðu þær stíft - án sektar fórnarlambsins, án raunverulegs dóms.

 

 Kill 'em all.


mbl.is Evrópusambandið fordæmir aftöku Saddams
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband