Færsluflokkur: Bloggar
30.10.2008
Hæft vanhæfi
Ég hef oft sagt það og segi það enn: Almennt verðum við Íslendingar að vera hæfari í því að vera óvanhæfir - nú eða óhæfari í vanhæfi, en aðrir menn.
Það er ekki nokkur leið fyrir okkur Íslendinga að nota sömu viðmið og aðrar (stærri) þjóðir í þessum efnum. Þetta gerir vissulega ríkari kröfur til þeirra sem ætla sér að dansa á línunni, gerir ríkari kröfur til þeirra sem eiga eða ætla sér að veit línudönsurunum aðhald.
Ég treysti því að þessir menn og ekki síður það fólk sem vinnur með þeim krossi ekki línur siðleysis eða óskynsemi - að þær línur verði séu dregnar skýrt og þær verði hvorki beygðar né sveigðar.
Að skrælingjaháttur verði ekki þeirra máti.
Áfram veginn...
Tvær hvítbækur í smíðum um starfsemi bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2008
Hverjum degi nægir sín þjáning
Þessu: "Lilja Mósesdóttir hagfræðingur var einn frummælenda á fundinum í kvöld. Hún lýsti yfir verulegum áhyggjum yfir þeim skilyrðum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni setja fyrir því láni sem íslensk stjórnvöld hafa óskað eftir. Hún segir að þau skilyrði hvíli þungt á sér."
Má svara með þessu: Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning. (Matt. 6:34)
Og bæta svo þessu við: Það að láta áhyggjur af hugsanlegum skilyrðum IMF hvíla þungt á sér, án þess að vita hver þau skilyrði eru ef þau eru þá einhver, er auðvita algjörlega ga ga.
Húsfyllir í Iðnó - hiti í fundargestum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.10.2008
Myndasaga
Þetta eru erfiðir tímar fyrir marga, stressið á markaðsgólfinu tekur verulega á, hér er: bloggið um verðbréfamiðlara með andlitið í gaupnum sér.
Segir þar hver mynd sína sögu.
Áframhaldandi hlutabréfahrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2008
Kreppuráð #1 - Hvernig ull verður gull!
Forðast ber að eyða dýrmætum gjaldeyri í óþarfa. Nú ríður á að nýta landsins gæði og það gríðarlega hug- og verkvit sem býr með þjóðinni. Um þetta geta allir verið sammála.
Pappírsiðnaður sem heitið getur er ekki til í landinu, sem þýðir að við þurfum að flytja inn flestar pappírsvörur, það gildir m.a. um þá vöru sem kölluð er: klósett-, salernis- eða skeinipappír. Auðvelt er að spara gjaldeyri sem fer í þessa og skildar vörur. Myndin hér að neðan segir allt um þessa hugmynd.
Auðvita er prjónagagnið dæmi um einstakt hugvit, þar sem markmiðunum hér að ofan er náð eins vel og hægt er; notað er innlent hráefni og vinnuafl. Fólk skyldi athuga það að fyrir utan að fara einkarvel með bossa, vegna náttúrulegar mýktar sinnar, er helsti kostur "gagnsins" að það er endurnýtanlegt. Um mýktna er þaðað segja að hún fer nokkuð eftir vinnsluaðferðum ullarinnar og prjónatökum og svo því hvort gagnið er brúkað rakt eða þurt.
Prjónauppskriftina er að finna hér. Vitaskuld má síðan þenja þessa uppskrift út og verður þá til ný vara, jafngagnleg þ.e. eldhúspappír eða húsbréf eins og sumir kalla þurrkurnar.
Áfram veginn....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2008
Ástandið: óráðsía
Það er sorglegt að sveitarfélög í landinu skuli standa svo illa sem raunin er. En þetta ástand er ekkert nýtt, er gamalt viðlag við íslenskan raunveruleika.
Það er hins vegar rugl að stóru sveitafélögin á suðvesturhorninu skuli ekki getað ræktað land sitt nema að steypa sér í stórkostlegar skuldir. Það var allt einhvernvegin komið í yfirspennu í þjóðfélaginu - bara það að skipuleggja eitt nett hverfi, rigga upp nauðsynlegum infrastrúktur o.þ.h. var farið að kost óheyrilegar fjárhæðir. Allt átti að vera tipp topp og klárt í gær, mit ales...
Sem betur fer fyrir sveitastjórnirnar var ekkert mál að fá hagstæð lán og það mátti vel leggja vel í, jafnvel bruðla smá; verð lóðana var bara hækkað - sem aftur var ekkert mál, enda ekkert mál fyrir kaupendur að fá - tja en ekki hvað, hagstæð lán.
Milljarða bakreikningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2008
Hertu upp huga þinn, hnýttu allt í hnút
Leggur ekkert inn, tekur bara út | |
Syndir þínar sem þú aldrei drýgðir sitja í þankanum | |
Óútleystur tékki í Gleðibankanum Áfram Ísland! Áfram veginn... |
Auðvitað vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2008
Hálfkveðið
Mér segir svo hugur að af flestum veðri litið á þennan stúf sem hálfkveðna vísu.
Nákvæmlega hálfa þá.
Vissulega hreyfing í rétta átt, en slær mig með flötum lófa - ekki mikill þungavigtar bragur á þessari aðgerð.
Áfram veginn...
Stýrivextir lækkaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2008
Eins gott...
Fyrri mig er það nokkur léttir að hlutabréf bankanna skulu vera einskins virði; enda ég búinn að gera ráðstafanir með mín bréf fyrir nokkru - og þær óafturkræfar.
Sem má lesa hér:Raunarleg raunsaga raunmænds ruslakarls
Gengi bréfa bankanna 0 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008
Hægan, hægan, kjaftæði er þetta
Hvaða bölmóðs bull er þetta? Hvað eru menn að vaða um þjóðargjaldþrot, eða það sem verra er að segja ástandið verra en þjóðargjaldþrot" - hverslags eiginlega öreigasuð er þetta.
Eignir gömlu bankana og verðmæti þeirra nýju í nánustu framtíð eru (eiga að vera) miklu meiri en svo að menn þurfi að tala á þessum nótum.
Rétt er að þessa dagana erum við sjáanlega aðeins að safna tjónum, nýjustu tölur eru komnar frá Hollandi og Englandi, dæmið lítur vissulega ekki vel út. En í framhaldinu förum við að safna upp í þessar holur og loka þeim að mestu - flestum.
Gott væri að fá frá stjórnvöldum útgönguspá á því hvert tjónið verður. Mér segir svo hugur að þjóðin hefði gott að því að sjá tjónatöluna minnka dag frá degi. Það mætti kannski skortselja þetta, ha?
Ástandið verra en þjóðargjaldþrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.10.2008
Egill og útrásarvíkingurinn
Egill var reiður, æstur, sót svartur á köflum. Hann vissi sem var að hann var að höndla einstakt tækifæri. Vissi að hann bar þjóðarsálina í brjósti sér, tækifærið var núna, sennilega kemur það ekki aftur.
Í bráð.
Vegna æsings náði hann kannski ekki að fylgja spurningum (fullyrðingum) sínum efitr, fór úr í einu í annað. En þetta er skiljanlegt, það brenna margar spurningar - hitt er að ekki má vinna þetta mál í reiði æsing.
Ég virði það við Jón Ásgeir að koma í þetta viðtal, að hætta sér í brimgarðinn. Hann er vel þjálfaður í að halda ró sinni. En vörn hans var einföld, fólst í því að gefa ekki færi á sér, axla enga ábyrgð, benda á aðra eða annað. Ekki benda á mig...
"Það hafa allir tapað", sagði maðurinn! Hvað á það að gera fyrir okkur öll?
Egill ver reiður, mátti það, átti það, enda endurspegla þessar tilfinningar hans, tilfinningar þjóðar.
Egill ætlaði að fara á Mama Mia og vonaði að það væri Sing-a-long sýning. Enda fann hann ekki samsöng frá þeim sem stefnt hafa þjóðinni í voða.
Jón Ásgeir: Fær ekkert út úr sölunni á Baugsfyrirtækjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk