Færsluflokkur: Vísindi og fræði
22.10.2008
Græn orka II
Áætlun innanríkisráðuneytis BNA (DOI) til þess að auka nýtingu á jarðvarma er risavaxin, ætli hún jafnist ekki á við um 18 - 20 Hellisheiða virkjanir og það fyrir 2015. Á næstu 10 árum þar á eftir á áætlunin skapa 6.600MWe tilviðbótar.
Mig grunar að á næstu árum eigi eftir að verða tækninýjungar á þessu sviði sem mun auka afköst jarðvarmavirkjana og gera mögulegt að nýta jarðvarma á stöðum þar sem menn töldu slíkt ómögulegt áður. Annað er að þessi áætlun DOI gerir ekki endilega ráð fyrir því að nýta þessi orkuvirki til húshitunar.
Við Íslendingar hljótum að geta stokkið á þennan vagn, ég neita að trúa öðru. Ég fjallaði um þetta í innleggi: Græn orka
Hér er hægt að lesa fréttatilkynninguna frá DOI og hér er hægt að skoða Google síðuna um jarðvarma.
Það væri reyndar djö... kúl að fá aurana hans Pútíns setja mikið af þeim í rannsóknir og nýsköpun á sviði jarðvarmaorkuvinnslu og flytja svo þessa þekkingu til BNA. Meik'ða big time. Sem aftur þýddi að á fáum árum yrði BNA minna háð olíu en búast hefði mátt við.
Nettur snúningur það!
Aukin jarðvarmanotkun í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2008
Break a leg...
Það lá við að manni langaði að brjóta á sér, tja í það minnsta annan fótinn eftir að hafa horft á þessa auglýsingu frá Össuri. En ekki ber á öðru að það sé nánast lúxus að ökklabrotna efir að þeir komu með þennan loftfyllta ökklasmokk á markaðinn. Þetta er ódýrt, veitir góðan stuðning, mög meðfærilegt, stillanlegt og sona, heldur góðum ill, hægt að taka af og setja á onn ðe flæ og svo eru læknar um allar trissur alveg ólmir í að fá að smella þessu á mann. Jamm jamm voða gaman.
En svo, þá fer maður að hugsa og svo hugsar maður aðeins meir og ah, tja, æji nei.
Nýjung leysir gifsið af hólmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2008
Vísindamenn - tómir nördar
Hvað er eiginlega málið með þetta fólk? Það sem menn geta eytt peningum í! Ég fann hann nú blessaðan blettinn skal ég segja ykkur í símaskráni.
Leitað að G-blettinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2007
Sagði ég ekki!
Sagði ég ekki, get ég sagt en ég hef haft þá einföldu skoðun að nánast allt pilluát sé vont. Hvað fjörefni varðar þá eigum við einfaldlega að fá þau úr fæðunni. Ég reyni nú samt að taka lýsi reglulega og þar sem ég er óttaleg tepra þá kýs ég að taka það í pilluformi. Er eiginlega af-því-bara handviss um að það gildi eitthvað allt annað um blessað lýsið en aðrar vítamínpillur svo ekki sé talað um alskonar önnur bætiefni, jamm lýsið á að taka sérstaklega - það er einstakt.
Nú er bara að vona að þeim hjá Lýsi hf. takist sem allra fyrst að sanna að þessi af-því-bara kenning mín sé í raun vísindalega sönnuð staðreynd (ef það hefur ekki þegar gert).
Annars mun ég hætta að taka lýsi.
Fjörefnin banvæn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1965 lýsti einn af stofnendum Intel, Gordon Moore framtíðarsýn sinni þar sem hann spáði því að afl örgjörva myndi tvöfaldast á u.þ.b. 2 ára fresti (í gegnum fjölgun transistora á hverjum kubb). Þessi kenning hefur síðan verið kölluð Moore lögmálið. Myndin hérna til hliðar er af upprunnalegu uppkasti Moores.
Hjá Intel hafa menn alla tíð síðan lagt sig fram til þess að viðhalda þessari kenningu. En á sama tíma hefur fjöldi manna keppst við að sína fram á að tími Moore lögmálsins sé liðinn. Prófið að gúggla "end of Moore's Law".
Intel menn hafa hengt sig á lögmálið, þar á bæ ætla menn sér að sanna að það standist. Hvar sem ég hef farið og hlustað á fulltrúa Intel (m.a. Andy Grove og Craig Barret) tala um vörur sínar og framtíðar horfur í þróun þeirra er minnst á Moore lögmálið og sýnt að Intel hafi staðið sýna vakt. Þeir eru sannfærðir um að lögmálið haldi, það er hluti af framtíðarsýn fyrirtækisins. Má í raun halda því fram að kenningin sem slík hafi átt nokkurn þátt í því að þrýsta á um framfarir í þróun örgjörva.
Ætli Moore lögmálið sé ekki fyrsta flokks dæmi um hvernig skýr og yfirlýst stefna getur hjálpað fyrirtækjum (og vitaskuld einstaklingum) við að ná markmiðum sínum.
Hér (slóð) er hægt að skoða kynningarefni Intel í tengslum við þessa frétt. Myndin hér að ofan sýnir hvernig örgjörvar frá Intel raðast í góðum takti við lögmál Moores, ég fann ekki uppfært graf m.v. 45nm kubb - smelli henni inn þegar ég finn hana.
En það hafa ekki allir forkólfar í tölvugeiranum reynst jafn sann spáir og Moore. Er ekki rétt að rifja upp nokkur vel þekkt dæmi:
Everything that can be invented has been invented.
- Charles H. Duell, Commissioner, U.S. Office of Patents, 1899 (ekki beint í bransanum en fær að fljóta með)
"I think there is a world market for maybe five computers."
- IBM Chairman Thomas Watson, 1943
Computers in the future may have only 1,000 vacuum tubes and perhaps only weigh 1 1/2 tons.
- Popular Mechanics, 1949
"There is no reason anyone would want a computer in their home."
- Ken Olson President of Digital Equipment Corporation, 1977
"640k ought to be enough for anybody."
- Microsoft Chairman Bill Gates, 1981
"I wouldnt put my company on the Internet.
- Ken Olson Chairman Modular Comuter System, 1996
Og þessu tengt:
The Internet is a great way to get on the net.
- Senator Bob Dole
How could this be a problem in a country where we have Intel and Microsoft?
- Al Gore on Y2K (aldarmótavandinn)
During my service in the United States Congress, I took the initiative in creating the Internet.
- Al Gore describing his 1986 legislation to interconnect five supercomputer centers (17 years after the first Internet servers hooked up)
If Gore invented the Internet, I invented spell-check.
- Former Vice President J. Danforth Quayle
The day I made that statement, I was tired because I'd been up all night inventing the Camcorder.
- Al Gore attempting damage control
Hraðvirkari tölvuörgjörvar væntanlegir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk