Færsluflokkur: Ljóð
dauðans alvara kveður dyra
doðinn hrífur þjóð, dagar líða
komdu, taktu mig
þrælsótti þrýstir, samningar bíða
ná senn þjóðarinnar eyra
í uppgjöf, taktu mig
við skelfingar skuldaklafa mátt mig reyra
særðan og nauðugan níða
alvarlega, taktu mig
því framtíðarinnar fjöregg er okkar að smíða
heppninnar forsjá neitum að tilheyra
frjálsan, taktu mig
í vegferð frá veikum málstað feyra
víkjum ei, minnug úrslitum þorskastríða
Icesave samþykkt í næstu viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt 12.2.2011 kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2010
Ertu óttalegur desember?
Nú er desember hræddur
fólkið er mætt með ljósin sín
fælir myrkrið
það skælir, myrkrið
og púkarnir sem í því búa
meira að segja
óttinn verður óttalega óttasleginn
Ljóð | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2010
Lífsins haustdagar
haustið er komið
óvissunnar nagandi tíð
smýgur inn fyrir lífsins garð
næring hugarangurs
biðin helvíti er
í upphafi leiðangurs
stóridómur strangur er
æðruleysinu, vopni þíns lífs
beitir nú að afli
hlaðin lífsins reynslu
fagnar vissu, glímuna tekur
full af reisn
virðing af þér skín
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2009
Missir vina
Þau hjón, vinir mínir, eiga þetta ekki skilið, en samt! En samt! Öfugsnúið sem það kann að hljóma. Það liggur við að ég hlægi yfir þessum tíðindum, en það er væntanlega ekki í boði, ekki svona opinberlega - þætti ekki við hæfi; yrði líkast til túlkað sem dónaskapur og algjört virðingarleysi við fólk í vondri stöðu.
En samt segi ég samt!
Besta fólkið á ekkert að vera að stússast fyrir villumenn.
En samt, samt verður þeirra sárt saknað.
Missir vina:
Stakkurinn of þröngur
vansniðinn að auki
spennitreyja í reynd
hvar er ykkar missir?
þið vitið hvað þið eigið
ætt og vini
ykkur sjálf
þarna er ykkar auður
Frjáls undan oki auðjöfra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2008
Milljarður fyrir bílnúmeraplötu!
Heimsins dýrasta bílnúmeraplata var seld á uppboð um helgina og fór á hvorki meira né minna en 14,4M USD. Númeraplatan dýra er, eða öllu heldur var bara venjuleg álræma, alls ekki úr einhverjum eðalmálmi eða skreyt smarögðum eða þvíumlíku. Málið er að á henni stendur "1" og hún er gefin út hjá Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum.
Þarna niður frá er það víst lítið spennandi að eiga rándýra bíla ef þeir eru ekki með sómasamlegu númeri. Það er hlutverk okkar hjá Emirates Auction að gera dýra bíla verðlausa ef þeir eru ekki með töff númer, segir yfirmaður uppboðsfyrirtækisins, Abdulla al Mannaie (sjá mynd) við ABC og bætir við Menn skipta um bíla, en þeir nota númerin það sem þeir eiga eftir ólifað.
Þess má geta að dýrasta platan fram að þessu var með "5" og var keypt á uppboði fyrir ári síðan á 6,8MUSD. Ágóðinn af sölu þessara númera rennur til góðgerðamála.
Ljóð | Breytt 18.2.2008 kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2007
Gott nafn og réttur maður
í viðskiptana furðuveröld
jöfrar spor sína marka
í eigin nafni risinn tekur völd
veit að þetta er aðeins fyrir þjarka
-oOo-
Aggi er risi af manni og það hæfir honum vel að starfa undir slíku merki. Rétt eins og það hæfir merkinu að hafa hann.
Titan menn til hamingu með þetta.
Agnar Már Jónsson ráðinn framkvæmdastjóri Titan Invest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk