Færsluflokkur: Dægurmál
2.5.2010
Vörðuvörðurinn og stóllinn hans.
Þögn varðar ekki leiðina að sögunni, sannleikanum, en er minnisvarði átaka sem ekki má herma. Hún er minnisvarði hans, varðan hans ... þögnin.
Í dag eru vörður ekki leiðarvísir, í þeim finnst engin leiðbeining eða leiðrétting. Þær eru minnisvarðar. Minnisvarða þarf að verja. Til þess þarf verði. Til þess þarf stóla.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2010
Í hugmynd er mynd af framtíð
Hugmynd er tært form frelsis; í sjálfu sér eru henni engin bönd sett. Eigi að síður er hugurinn, oftar en ekki, í fjötrum. Eins og í daglegu lífi okkar þá eru höft letjandi og lamandi. Höft eru andfresli.
Ég fæ hugmyndir; er ég frjáls?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2010
Ég heiti Ísbjörg ...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2009
Hárrétt viðbrögð stjórnmálamanns
Frétt af mbl.is
Hárrétt viðbrögð stjórnmálamanns
Innlent | mbl.is | 29.5.2009 | 15:43Rannsóknarnefnd efnahagsslysa segir, að rétt viðbrögð stjórnmálamanns, sem lenti þjóðarskútunni í öruggri vör fyrir tæpu ári þegar hreyfill hagkerfisins missti afl, hafi leitt til þess hve nauðlendingin tókst vel......
Hefði ekki verið gott að lesa þessa frétt í dag? Nei, nei, þess í stað heldur óstjórnarliðið áfram að grafa okkur gröf.
En ég vil óska flugmanninum (sem fréttin ber með sér að hafi ekki verið ýkja reyndur) til hamingju, það er ekki þægilegt að lenda í aðstöðu sem þessari og frábært er þegar menn klára sig á slíku.
Áfram veginn ... þjóðveginn!
Hárrétt viðbrögð flugmanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2009
Ég er hér, ég er Íslendingur ...
... og ég er gulldrengur! Sama gildir um vini mína og kunningja, allt gull af mönnum og konum - demantar jafnvel.
Sem betur fer hef ég engum vini týnt.
Ekki nýlega.
Hvar eru íslensku gulldrengirnir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2009
Hávaxnir og ...
... bráðum horaðir vegna hávaxta!
Íslendingar meðal hávöxnustu þjóða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2009
Á flótta undan vinstri vá ...
Ég lenti í verulegum vinstri vanda áðan, já í alvarlegum háska held ég að væri lýsing sönnust. Þannig var að ég og Zorró fórum út að hlaupa, völdum að vanda að brokka hérna niður hlíðina úr Sigurhæðum að Rauðavatni. Hringurinn að heiman um vatnið og heim að nýju er rétt um 4,5km. Í dag lá vel á okkur Zorró, vorum við sammála um að við værum léttari en oftast undanfarið. Okkur sóttist vel ferðin ofan brekkuna og út eftir vatninu, en þegar við höfuð lagt rétt um einn kílómeter að baki fannst okkur að þessi hringur væri einfaldlega of lítið fyrir okkur í dag. Samtaka breytum við um stefnuna, tókum kúrsinn uppá Hólmsheiði; vildum láta reyna á formið.
Hlaupið uppá heiðina er nokkuð erfitt og þegar á heiðina er komið tekur við hlaup ofan í og uppúr dalverpum, endalaust. Þegar við vorum búnir að puða talsvert og komnir dágóðan spotta inná heiðina fannst okkur eins og að eitthvað eða einhver væri á eftir okkur. Án þess að stoppa leit ég við - það var ekki um að villast að þarna fór eitthvað og það á talsverðum hraða. Hundurinn var greinilega hræddur við fyrirbrigði og jók hraðann. Mér varð aftur litið við og sá að fyrirbrigðið myndi draga mig uppi á næstu sekúndunum. Ætlaði ég að víkja úr slóðinni þannig að ég yrði ekki fyrir, hætti að hlaupa og snéri við. Þá áttaði ég mig hverkyns var; veran var hvorki meira né minna en sjálf vinstrigrýlan holdi klædd.
Í skelfingarofboði snérist ég í sporinu og tók á rás út hæðarkamb, öskrandi í skelfingu minni á hundinn að fylgja mér. Von bráðar skaust hundurinn framúr mér á ofboðslegum hraða og leit ég aftur, nú var óværan nánast búin að ná mér - var svo gott sem að naga á mér hælana. Í þessari nálægð greindi ég vel hvers kyns óskapnaður þetta skrímsli er og pestin - maður lifandi henni kann ég ekki að lýsa; ég kúgaðist um leið og ég herti hlaupið.
Zorró varð ljóst að ég var í verulega alvarlegri stöðu; vissi að ég var að verað skrýmslinu að bráð. Hann snérist mér til varnar; æddi á mót viðbjóðnum og stökk á hann, beit í það sem mér sýndist vera hali eða griparmur einhverskonar. Þetta dugði til að hægja á grýlunni og gaf mér tíma til að ná áttum. Skynugur hundur hann Zorró.
Það rifjaðist upp fyrir mér að fyrir langa löngu, í árdaga byggðar í hæðunum, að ég hafði heyrt frá gömlum og vitrum manni sögu um að vinstrivættir forðuðust Sigurhæðir, rétt eins og nátttröllin dagsljósið. Ég tók stefnuna í áttina að Sigurhæðum.
Í sögunni var von mín.
Ég hljóp eins og ég ætti lífið að leysa, sem líkast var raunin. Hef ég aldrei áður náð slíkum hraða á hlaupum; fannst á tíma að ég væri vindurinn sjálfur. Fann mig frjálsan, lausan við vinstri villur og vanda allan.
En þetta frelsi var of gott til þess að vera satt. Vinstrivofan hafði náð vopnum sínum og var á ný nánast búin að draga mig uppi! Með krumlunum klórandi og krafsandi, ætlaði hún mig að veiða. Var nú svo nærri mér að ég sá glita í sjálf skattpíningartólin, trúið mér það var ekki fögur sjón. Þarna undir rauðri skikkjunni viðrinisins greindi ég líka fullveldisafsalið, sá ekki betur en að það væri undirritað af miðstjórn Samfylkingarinnar. En ég sá þarna líka bregða fyrir haftastefnunni, hringlandahættinum og óstöðugleikanum og allskonar öðrum vinstri villum sem til þess eru fallnar að leiða þjóðina í helsi.
Við þessa sjón var sem úr mér væri allur þróttur dreginn, það varð mér til happs að þegar ég hné örmagna niður var ég kominn að rótum Sigurhæða. Skepnan uggði ekki að sér fyrr en um seinan; það var eins og vinstrigrýlan hefði hlaupið á vegg. Um leið og hún gaf frá sér ærandi hvæs sá ég form hennar umbreytast, verða að gufu, leysast upp og hverfa.
Sagan var þá sönn, sem betur fer! En við hana get ég nú bæt að vinstrivættir verða þó ekki að grjóti eins og nátttröllin, heldur leysast þessar óværur upp í erkiefni sitt ekkert. Þær eru innantómar eftir allt.
Áfram veginn ... frá vinsti villu og vá!
ÖSE vel tekið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 26.4.2009 kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.3.2009
2,1% í lagi!
Jóhanna fékk 97,9% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2009
Facebook er Facebook er Facebook!
Þannig er að "Facebook" er vörumerki og stendur fyrir eina ákveðna þjónustu sem aftur skipar sér í flokk með fjölda sambærilegra þjónusta á Netinu (samfélagsvefja). Það er því beinlínis rangt að ætla sér að búa til orð fyrir Facebook sem ekki vísar beint til Facebook, sbr. Coke og kók.
Það er vissulega gott hvað við Íslendingar erum duglegir við nýyrðasmíð; t.d. var það snjallt hjá okkur að finna orð fyrr Telephone á sínum tíma, sama gildir um flugvél og þota, svona mætti lengi telja. En þó kók sé drukkið stífar en flest annað sykurvatnið, þá drekkum við líka t.d. pepsí og spræt; með öðrum orðum kók er ekki samheiti fyrir gosdrykki.
Eins og við gúgglum (þetta er að vísu vont dæmi þar sem í hugum margra er það að gúggla að leita á Netinu óháð leitarvél), þá er fínt að við skellum þessu á fésið, en afleitt að birta eitthvað á snjáldru svo ekki sé nú talað um snjáldurskinnu. Best er auðvita að vinna með Facebook, eins og við vinnum með Toyota, Philips, DELL, Boeing, Boss, Karen Millen, Tag Heuer, Nike, Titleist, Asics o.s.frv.
Er twitter fésbók eða snjáldra? En hvað eru þá Myspace, LinkedIn, Hi5, bebo, tagged, fubar og allir hinir samfélagsvefirnir?
Á sama hátt þá hefur mér fundist vont þegar við tökum uppá því að þýða nöfn útlendinga (sbr. Játvarður) eða nöfn staða (Peking) og enn verra er þegar þýddar eru skammstafanir fyrir stofnanir sem heita erlendum nöfnum. Það er eins og að sumar skammstafanir liggi betur við höggi en aðrar; við þýðum: AGS/IMF, ESS/EEA, ESB/EU, SÞ/UN, BNA/USA o.s.frv. En ekki: NATO/NATO, EFTA/EFTA, BBC/BBC, UK/UK o.s.frv. Það að þýða skammstafanir sem þessar gerir auðvitað ekkert annað en að skapa vandræði.
Áfram veginn...
Biskupinn kominn á facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.1.2009
Misvísandi skilaboð valdstjórnarinnar
Fólk er hvatt til nýsköpunar og þá sérstaklega þeirrar gerðar sem hefur jákvæð áhrif á gjaldeyrisbúskap þjóðarinnar. Þessi hvatning hefur náð til fólks og hafa sumir greinilega náð á skömmum tíma að koma upp framleiðslulínum sem eru farnar að gefa af sér gjaldeyrissparandi vörur.
Nei, nei er þá ekki löggan mætt á svæðið og rífur niður það góða starf sem hefur verið unnið. Nú er það bruggverksmiðja, fyrr í vikunni var tveimur kannabisverksmiðjum lokkað - hvað næst? Hátækni amfetamínverksmiðju kannski?
Valdstjórnin verður að tala skýrar - það er skýr krafa.
Áfram veginn...
Lokuðu bruggverksmiðju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Ég hef aldrei séð vörðuvörðinn, en ég hef setið í stólnum hans og séð allar vörðurnar, séð það sem hann sér; vörðuvörðurinn úr vörðuvarðarvarðstólnum. Skil því hví hann segir fátt, virði þögn hans!