11.1.2007
Ofbeldi, tölvuleikir og Netið - eitt
1. kapítuli.
Það er vont að lesa um og heyra og sjá allt þetta ofbeldi sem á sér stað í okkar litla og annars samhuga samfélagi, það nálgast að vera daglegt brauð að einhver hryllingur berist manni í fjölmiðlum.
Mikið er talað um aukna tíðni líkamsárása og að vísbendingar séu um aukna hörku. Það er ráðist á ókunnugt fólk án nokkurrar ástæðu og það barið - af því bara. Vopnum er beitt, hnífar og kylfur eru á lofti.
Sjálfur er ég viss um að í sögulegu samhengi lifum við á tímum lítils ofbeldis og kem örugglega inn á það síðar í þessum skrifum mínun.
Fólk, lært sem og leikmenn, ræða þetta mikla vandamál og leita skýringa. Logandi ljósum.
Um sumt eru allir sammála: ástandið er slæmt, talað er um firringu í samfélaginu, aukna firringu þá. Dóp er stórhluti vandans, það telja flestir. En lengi hefur verið og í auknu mæli er bent á tölvuleiki og um tíma hefur Netið setið á sakabekknum líka.
Nýleg dæmi um innlegg í þessa umræðu er t.d. að finna í prédikun biskups frá því á nýársdag, en þar kemur fram að sú skoðun biskups að tölvuleikir séu stór hluti vandans. Annað dæmi er að ungur maður í hagsmunaráði framhaldsskólanna er viss um hvar sökina er að finna -Ofbeldisvæðingin sem kemur í gegnum Netið er orðin augljós ... segir hann. Dæmi í þessa veru eru mikið fleiri en ég gef mér ekki tíma í að elta þau uppi til þess að hlekkja þau hér við.
Það að benda á samband milli aukins ofbeldis (eins og slagsmála, líkamsárása), ýmissar annarrar afbrigðilegrar hegðunar og tölvuleikja hefur fylgt okkur í um tvo áratugi. Áður en tölvuleikir voru dregnir inni í umræðuna var talað um ljótar kvikmyndir og illt efni í sjónvarpinu og einhvern tíma litlu fyrr þótti rokkið líklegt til þess að afvegleiða ungar sálir. Firring sem það nú var.
Það er margt sem getur spilt unglingum og komið þeim í vanda. Kíkið endilega á þessa grein sem birt var í Mbl. 8. marz 1979 - drep fyndið, nánast súrrealískt. Hér er verið að mála skrattann á vegginn, alla leið upp og niður. Í þetta sinn er verið að tala um spilatækjasal af gömlu sortinni á borgarstjórnarfundi.
Það hvarflar að mér að mótamæla þessum aðdróttunum um að tölvuleikir, bíó, sjónvarp og Netið eigi þátt í auknu ofbeldi í þjóðfélaginu. Þetta er eins og hver önnur kredda. Bull.
Og vitleysa.
En ég er fyrir rök og umræðu byggða á rökum. Ég er leikmaður í umræðu um ofbeldi og það er langt því frá að ég hafi kynnt mér málið eins ýtarlega og skildi, ég kýs því að taka mildari stöðu. Segi því; að vel megi vera að þessar tegundir nútíma afþreyingar eigi einhvern þátt í að ýta undir ofbeldishegðun en ég stend fast á því að þar er ekki orsakanna að leita. Því fer fjarri.
Víðsfjarri.
Þessi skrif mín eru til varnar blessarðri tækninni. Vona að sú verði raunin.
Áður en ég held áfram þá vil ég segja að mér finnst orðið ofbeldi vera ofnotað - svona nánast eins og það sé beitt ofbeldi.
Ofnotkun fylgir deyfð. Deyfð er slæm.
Hjarn er snjór og mjöll er snjór, en mjöll er ekki hjarn og hjarn ekki fönn. Ég vil hvetja þá sem fjalla um þessi mál sérílagi á opinberum vettvangi að einfalda ekki um of mál sitt. Ofbeldi er ekki bara ofbeldi og er jafnvel stundum ekkert ofbeldi.
Í grein um ofbeldi í læknablaðinu er að finna skilgreiningu á ofbeldi, mér finnst hún góð:
Ofbeldi er vísvitandi beiting líkamlegra yfirburða eða valds, með hótunum eða beinni valdbeitingu, gegn sjálfum sér, annarri manneskju eða gegn hópi eða samfélagi, sem annaðhvort leiðir til eða er líklegt að leiði til slysa, dauða, sálræns skaða, þroskaskerðingar eða annars missis."
Time out! Þótt fyrr hefði verið...
Læt þetta duga í bili, klára þessa hugsun á morgun eða hinn.
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.