Leita í fréttum mbl.is

Betri mistök, já takk!

Betri mistök, já takk!Vitað er að stjórnvöld gera í sífellu mistök, þetta er daglegt brauð; gildir þegar allt leikur í lindi, sem og þegar harðnar á dalnum. Engum er því sérstaklega brugðið þegar stjórnvöld gera mistök undir þrýstingi áfalls eða áfalla; hægt er að vona að mistökin verið með minnsta móti ... jafnvel að þau verði afturkræf.

Stjórnvöld kunna ekki viðbrögð við áföllum, kunna ekki krísustjórnun og er því "eðlilegt" að gerð hafa verið mistök á mistök ofan, á öllum stigum frá því vikunum fyrir hrun til dagsins í dag.

Stjórnmálamönnum er um að kenna, í og með; en stjórnsýslan á sökin fyrst og fremst.

Ekkert bendir til þess að breyting til hins betra komi innanfrá, þ.e. að stjórnsýslan finni leiðir til þess að bæta vinnubrögð sín, auka gæði útkomunnar. Almennt séð er ekki líklegt að breytingar komi innanfrá þegar Báknið er annarsvegar. Hvatasöngur Báknsins fjallar um að krefjast aðeins meira af því sama og það strax; annars fari allt til andskotans. Báknið er stórt og báknið er gott við sjálft sig - og báknið vex.

Við blasir að mistök verða gerð á morgun; það besta sem við getum vonað er að þessi mistök verði ekki jafnslæm og þau mistökin sem þegar eru staðreynd.

Krafa okkar er auðvita um færri mistök og henni er best halið uppi með kröfunni um "Báknið burt".

En þangað til er hægt að biðja um betri mistök á morgun en gerð voru í dag.

Betri mistök, já takk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband