11.1.2007
Ofbeldi, tölvuleikir og Netið - tvö
2. kapítuli
Ég skrifaði í gær að mér finnist spilakassa umræðan í borgarstjórn sem getið er um frétt Mbl. frá 1979 vera fyndin. Ég stend svo sem við það, fréttin er bráðfyndin, en ég er ekkert viss hvað mér hefði fundist í rauntíma.
Allar athafnir okkar mannanna verður að skoða í samhengi tíma og rúms - umhverfið, tíðarandinn skipta öllu máli.
Mér finnst t.d. umræðan í dag um spilakassa HÍ eða hugmyndir um lög gegn spilavítum á Netinu ekkert vera fyndin - þetta er alvarlegt mál sem mér finnst að þurfi að ræða. Líf og heilsa fólks er í veði en það er líka frelsi einstaklings og lögaðila til athafna. Ég styð bæði.
Þetta er efni í aðra grein. En ég skýt því að hér að ég er þeirrar skoðunar að allar tilraunir til þess að banna kaup eða sölu þjónustu á Netinu - þjónustu sem er vel að merkja lögleg og veitt af löglegum fyrirtækjum - munu renna út í sandinn. Slík tilraun væri tímaskekkja.
Og ofbeldi?
Eftir áratug eða tvo verður flest ef ekki allt sem skrifað verður um það mál orðið broslegt - hvað voru menn eiginlega að hugsa, þarna 2007! Enda komin önnur viðhorf, aðrar ógnir. Eins og þessi: Þú leggur undir allt sem þú átt og við tvöföldum það þegar þú vinnur. Hjá okkur er vinningshlutfallið 49,5%. Settu kortið í raufina og ýtu á græna takkann. Bling.... Því miður þá ....
Heppinn!
Nýr tími, nýtt rúm.
Í den var mikið slegist (í den hjá mér er fyrir tíma ofbeldis í tölvuleikjum), ég slóst. Ég fór í slag, þá var selgist upp á eitthvað t.d. hilli stelpnanna - málin voru útkljáð. Eigum við að slást upp á það? eða sísona vilt þú koma í slag, gerðu það - já menn áttu það til að slást bara svona upp á fönnið.
Það hefur verið ráðist á mig algerlega af tilefnislausu, af manni sem ég vissi ekkert og veit enn ekkert hver er. Eitthvað rámar mig í það að menn hafi beit vopnum (barefli, hnúajárn) á Hallærisplani á þeim árum sem ég vandi komur mínar þangað, á bilinu '77 til '80. En það var örugglega ekki algengt.
Í þá tíð hefði almannarómur væntanlega dæmt að pungspark væri það allra versta sem nokkur maður gæti gert öðrum manni. Já engin spurning; hnitmiðað spark í hreðjarnar var hámarks hrottaskapur.
Og er.
Talað er um aukið ofbeldi (í víðum skilning, slagsmál, barsmíðar, misþyrmingar) í samfélaginu, en ég er samt ekkert viss um að meira sé slegist núna en gert hefur verið í gegnum tíðina. Jafnvel minna. Menn hafa verið kýldir kaldir út um allt land síðan ég fór að taka eftir fréttum. Kannast ég vel við að mér eldri menn segi sögur sem staðfesta að í þeirra tíð hafi handalögmál hverskonar verið tíð. Það mátti ekki koma bræla í nokkra daga þá loguðu heilu plássin frá fjöru til fjalls í slagsmálum. Þá var líka mikil harka - jafnvel nokkur pungspörk um hverja helgi.
Harka já. En ekki villimennska.
Læknar á slysamóttöku mæla aukna tíðni alvarlegra meiðsla eftir ofbeldi. Þeir kenna um aukinni neyslu sterkra/harðra vímuefna. Eiturefna. Sama segir lögreglan.
Enn er ég hér aðeins að vísa í tvær fréttir af mörgum tugum ef ekki hundruðum sem fjalla um þetta efni.
Nú vilja menn kenna tölvuleikjum og Netinu um.
Hlé...
PS. Af pungsparki
Ég sparkaði í það minnsta einu sinni í pung, það ég man. Man ég það nánast eins og það hefði gerst í fyrradag.
Ég var í hörku slag við strák sem var 2 árum eldri en ég og líkast til eitthvað sterkari. Ég hafði samt í fullu tré við hann og var að því að mér fannst að hafa hann undir. Þá sparkaði hann í mig, þarna á versta stað og við það steinlá ég. Þetta var góður vinur minn og alls enginn hrotti. Ég mótmælti fólskubragði og hlé var gert á bardaganum. Drengilegt? Já. Stjúpid? já.
Eftir smá hvíld þar sem ég fékk sanngjarnt tækifæri til þess að jafn mig af sárasta verknum eftir fólsku sparkið var flautað til leiks að nýju. Það þurfi að útkljá þetta mál.
Viðstaddir, all stór hópur krakka, sem höfðu verið blandaðir í því hverjum þau héldu með, höfðu nú öll sem eitt snúist gegn honum og á mitt band.
Þrátt fyrir aukin stuðning þá fann ég fljótlega að ég var að tapa slaginum, var að missa móðinn og gat vart meir, enda særður. Það var ekkert eftir nema að gefast upp, jú eitt grípa til örþrifaráðs.
Hné í pung.
Þessi slagur var búinn. Ég vann!
Ég var og er enginn hrotti.
Seinna þetta kvöld vorum við sem fyrr mestu mátar og djömmuðum saman langt inn í nóttina, slagurinn var að baki með verkjunum.
Hvað "málið" var sem útkljá þurfti er enn trúnaðarmál.
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 112661
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Þú ert ekkert nema snillingur Viggó minn. Frábær skrif.....
Bestu kveðjur
Ingi Rúnar
Ingi Rúnar (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.