Leita í fréttum mbl.is

Wikiseek opnuð

Wikiseek mun opna á morgun skv. fréttatilkynningu frá searchme, en opnaði raunar um miðjan dag í dag.

Wikiseek er leitarvél sem takmarkar leit sína við Wikipedia frjálsa alfræðiritið og þær síður sem Wikiseek_logovísað er á úr wikipedia (hum AÐEINS). Viðskiptahugmyndin á bak við Wikiseek er í ætt við t.d. módelið hjá Google þ.e. að selja auglýsingar í tengslum við skoðunarefni þess sem er að leita. Nema hvað "stór" hluti af væntum hagnaði Wikiseek mun verða gefinn til Wikipedia Foundation sem sjálfeignarstofnun er rekur Wikipedia.

Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort að Wikiseek muni fljúga. Ég hef notað Wikipedia lengi við öflun hverslags upplýsinga og er í mínum huga ekki nokkur vafi á því að Wiki er sú lind á Netinu sem dugir mér hvað best við slíka iðju. Ég þekki ekki annað tól þarna úti sem hefur aukið afköst mín jafn mikið, já og gleði. 

 

 

En til hvers wikiseek? Wikipedia sjálf er með ágætis leitarvél innbyggða og er ekki nóg af þessum leitarvélum? Getur nokkur gert þetta betur en google?

 

 

Ætli menn hafi einfaldlega ekki séð tækifærið. Það er þarna ég lofa því, tækifærið er best mælt í fjölda þeirra sem sækja í wikipedia. En google er þarna líka og hjá google nýtur wikipedia forgangs sem þýðir að google skilar vísunum í wikipedia framarlega. Þetta er einfalt að sýna með lítilli tilraun.

 

Leitum eftir 10 orðum og sjáum hver niðurstaðan verður:

 

Leitar orð / skilar Wiki nr. X í leitarniðurstöðu google

  1. olive / 1
  2. lunar lander / 6 (nr. endilega skoðið þennan leik sem ég rakst á í 3 sæti APOLLO LUNAR LANDER SIMULATOR)
  3. hekla / 2
  4. brúarfoss / 48
  5. alþingi / 3
  6. football / 6
  7. handball / 21
  8. google / 44 (þau hjá google gæta þess vel að google síður allra þjóða komi fyrstar)
  9. wikipedia / 1 (is.wikipedia.org ef ísl. gúgl, en.wikipedia.org ef enskt gúgl)
  10. brennivín / 1

Þessi tilraun sýnir að google er þegar tjúnað inn á wikipedia og því eðlilegt að spyrja sig hvor að wikiseek geti nokkurn tíman flogið!

Ég sakna þess að sjá ekki vísanir í íslensku wikipedia dúkka meira upp þegar leitað er með íslenskum orðum (ath. á þessu virðist vera munur eftir því hvort að leitað er í gegnum enska gúglið eða það íslenska).

Ég tók wikiseek til kostanna áðan. Fyrir utan nokkra bögga (t.d. ganga ekki séríslenskir stafir í leitarstrengnum), en hafa þarf í huga að wikiseek er en í beta, þá er engin spurning að wikiseek leitin er talsvert betri en leitin í wikipedia sjálfri, bæði eru niðurstöðurnar betri og fást hraðar.

Niðurstöðurnar eru betri vegna þess að það fæst önnur og hentugri fyrsta sýn á viðfangsefnið. Það er líka flott að sjá hvernig wikiseek notar efnisflokka, sem eru ríkur hluti af uppbyggingu alfræðiritsins. Kannski er það svo það allra besta við niðurstöður úr wikiseek að þær eru hreinni en úr öðrum leitarvélum (vegna þess að wikiseek birtir ekki allt og ekkert, heldur takmarkar sig við wikipedia og tengdar síður). Sem þýðir minna rusl.

Það vekur svo upp spurningu um hvort að þessi staðreynd kunni ekki að ógna wikipedia! Mun þetta virka sem hvati á spammara og aðra Netþorpara til að auka bull síður og bull á góðum síðum inn á wikipedia?

Ekki meira um þetta hér, en ég hvet fólk til þess að prófa.

 

Eftir stendur spurningin hvort wikiseek eigi möguleika í google. Fólk er ekkert að flögra á milli leitarvéla og á með undirmeðvitundin dæmir að google sé best þá gúggla menn. Svo einfalt er það, ekki satt? Eða hvað?

Nú er bara að vona að undirmeðvitund mín nái að temja sér að stýra mér á milli gúgglsins og wikísins.

Mitt næsta verk verður að skipta út wikipedia flýtikrækjunni á tækjaborðanum hjá mér og setja wikiseek í staðinn. Framvegis verður wikiseek mín leið inn á wikipedia.

Leitavélar dagsins í dag eru frumstæðar, sett í samhengi við tölvur þá eru þær svona álíka og gataspjaldavélar frá sjöundaáratugnum í samanburði við fartölvur dagsins í dag. Við munum sjá miklar framfarir á allra næstu misserum og er wikiseek dæmi um spor í þá átt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband