24.1.2007
Apple á Íslandi til varnar
Þegar ég las þessa sömu frétt á útlendum vef snemma í morgun datt mér strax í hug að nú fengu þeir hjá Apple IMC að kenna á því - að dómur götunar, með dyggri hjálp Mbl., yrði sá að Apple búðin væri argasta okurbúlla. Í gær gagnrýndi ég frétt í Fréttablaðinu sem fjallaði um vöruverð og finnst eðlilegt að fylgja því eftir hér.
Mbl. fer, eðlilega, strax í það að setja Ísland inn á listann. Niðurstaðan er að iPod er næst dýrastur í heiminum hér á landi. Þetta er allt satt og rétt en mér finnst að Mbl. hefði átt að halda því til haga að ekki er við Apple IMC að sakast heldur fyrst og fremst íslensk stjórnvöld.
iPod ber 7,5% toll og 45% vörugjald, mér er til efs að jafn há gjöld séu lögð á þessi tæki í öðrum löndum - í það minnsta í engum löndum sem við berum lífsgæði okkur saman við.Reyndar er mér ekki kunnugt um nokkurt land (nema hugsanlega í Noregi) sem leggur eitthvað á svona vörur. Eins er vaskurinn á Íslandi hærri en víðast hvar og talandi um VSK þá er líklegt að verð í mörgum löndum (t.d. Kanada og Bandaríkjunum) sé án söluskatts.
Dæmi um útreikning á verði:
(Innkaupsverð + flutningsgöld) * tollur * vorugjöld * álagning * VSK. Ef þessi iPod kostar $115 frá Apple Inc, til Apple IMC þá leggst dæmið út svona: (115USD * 70 + 750) * 1,075 * 1,45 * 1,23 * 1,245. Niðurstaðan er að 115USD enda í circa 21.000 krónum.
(Ath. Ég er að gefa mér innkaupsverðið, flutningsgjöld og álagningu)
Ef tolli og vörugjaldi væri sleppt í samanburðinum þá stæði verðið í USD193 og ef við tökum vaskinn út úr jöfnunni þá væri verðið í USD155 sem setti Ísland í 4. til 5. sæti listans - réttu megin frá í stað þess að vera nr. 2 hinum megin frá!
Það er svo rétt að ekkert af þessu breytir því að iPod er dýrastur í heimi á Íslandi (eða næstum því) það er bara ekki við Apple né Apple IMC (Öflun) að sakast, heldur gjörsamlega úreltu tollakerfi þar sem neyslustýring er grunnhugtak. Árið er 2007 eftir Krist.
Hérna er listinn í heild sinni ásamt umfjöllun (ath. þeim hjá CommSec yfirsést að fjalla um tolla, minnsta aðeins á flutningskostnað - þeim skortir greinilega hugmyndaflug til þess, eðlilega):
Overall analysis
CommSec iPod nano index
2 gigabytes, US dollars
January 2007
Brazil $327.71
India $222.27
Sweden $213.03
Denmark $208.25
Belgium $205.81
France $205.80
Finland $205.80
Ireland $205.79
UK $195.04
Austria $192.86
Netherlands $192.86
Spain $192.86
Italy $192.86
Germany $192.46
China $179.84
Korea $176.17
Switzerland $175.59
NZ $172.53
Australia $172.36
Taiwan $164.88
Singapore $161.25
Mexico $154.46
US $149.00
Japan $147.63
Hong Kong $147.63
Canada $144.20
iPod-vísitala í stað Big Mac | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.