Leita í fréttum mbl.is

Billý Gé afhverju í ands... ætti ég að kaupa þetta?

Microsoft mun í næstu viku hefja sölu til einstaklinga á Windows Vista, sem er hið besta mál. Þar á bæ ætla menn að vanda sig gríðarlega við markaðssetninguna á þessari vöru sem svo lengi hefur verið beðið eftir. Í þeim takti hefur frumsýningar partýið, sem verður í New York, verið "hannað" - þetta á að vera veisla sem munað verður eftir.

Markaðsfólk Microsoft er svo sannarlega á fullu - ekki bara þar heldur út um allar trissur. Sumt sem þau eru að gera er verulega smart. Einna flottasta giggið hjá þeim finnst mér smitmarkaðsleikur (dæmi um slíkan leik á Netinu hér heima er Heinekenleikurinn) sem þau eru búin að keyra frá því í desember fyrir lokaðan hóp en okkur öll hin frá því 8. janúar. Þessi leikur mun ná hámarki í næstu viku og ætla ég að segja ykkur frá "Hverfipunktsleiknum" á næstu dögum - þetta er alvöru dæmi.

Það er sumsé búið að vera gríðarlegt álag á markaðsfólki Microsoft undanfarinn misseri. Eftirvænting og spenna er í hæstu hæðum - taugar þandar til hins ítrasta, ekkert má útaf bregða.

Adrenalínið flæðir og fólk er á háu nótunum. Visa ultimate-limited-edition

Það er við slíkar aðstæður sem fólk fær svona hugmyndir; "... búum til afbrigði af vörunni með undirskrift frá Bill Gates, við köllum svo vöruna, náttúrulega: Microsoft Windows Vista Ultimate Limited Numbered Signature Edition" - VÁ og úbbs, eða eiginlega bara æi!

Pakkan er hægt að panta á Amazon á USD259.

Hver sá sem er svag fyrir þessari hugmynd hlýtur að vera algjörlega að missa sig í Microsoft Vista áhuga. Ef þú lesandi góður finnur hjá þér löngun í að kaupa þessa vöru, hvers nafn er ekki hægt að nefna, vil ég gefa þér góð ráð - leitaðu aðstoðar

Í dag, helst. 

ES. Þetta er ekki einu sinni "alvöru" undirskrift heldur bara prentuð eftirmynd - c'mon.


mbl.is 22% Windows stýrikerfa illa fengin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viggó H. Viggósson

Drasl!? Vista er mjög flott vara og get ég engan veginn verið þér sammála. Ég er nokkuð vongóður um að Vista eigi eftir að auðvelda þeim sem taka það í notkun lífið mikið. En það er líka skoðun mín að engin ástæða sé til að stökkva upp til handa og fóta og uppfæra. Ráðlegg fólki að leyfa Vista að þroskast í 6 mánuði eða svo og taka þá stöðuna.

Viggó H. Viggósson, 25.1.2007 kl. 17:26

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Get ekki sagt að ég sé spenntur fyrir Windows Vista. Var að kaupa mér nýja tölvu nýlega eftir að hin hrundi og með henni fylgdi Windows XP. Notaði áður Mandriva Linux og hugsaði með mér að kannski ætti ég að gefa Windows aftur séns.

Innan nokkurra klukkutíma var það fokið út í veður og vind og Linux sett upp aftur án eftirsjá. Hvers vegna? Einfaldlega vegna þess að ég drukkna ekki í skilaboðum sem ég þarf ekki t.d. Vírusvörn, ruslapóstur, afrit af tölvu og fleira og fleira.

Nei held mig við Mandriva Linux og fæ minnsta kosti frið til að sinna mínum verkum í tölvunni. 

Rúnar Már Bragason, 25.1.2007 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband