Á næstunni munum við fá nóg af fólki sem verður að rífast og rausa, tuldra tuða og tauta um kosti og aðallega galla Windows Vista.
Þegar heyrist mikið talað um að Vista sé þungt í keyrslu og minnki þar með afköst tölva og því er líka haldið fram að endingartími rafhlaðna í fartölvum styttist verulega eftir uppsetningu. Sjálfur tel ég of snemmt að alhæfa um áhrif Vista á þessa þætti. Framleiðendur eru í óða önn við að stilla sín kerfi af og er rétt að bíða og sjá hvaða árangri menn ná - taka stöðuna eftir hálft ár eða svo.
Hvað um það; við eigum eftir að heyra að Vista sé handónýtt drasl, míglekur hrærigrautur, leðja og annað í þeim dúr.
Þótt það sé sennilega ekki rétt að hvetja fólk - almennt - að stökkva til og uppfæra tölvuna sína þá er það nú samt með það eins og annað að aðstæður eru mismunandi og sýn og þarfir fólks eftir því. Fyrir þau ykkar sem eruð í tölvukaupa hugleiðingum þá er um að gera að drífa sig og kaupa tölvu með Windows Vista.
Eitt atriði sem er nýtt í Windows Vista og tengist mjög þeirri umræðu sem hefur verið í gangi undanfarið um öryggi barna á Netinu gæti verið ástæða til þess að uppfæra. Hér er um að ræða innbyggða "foreldra stjórnun" (e. parental control) Vista. Sem fer fram í gegnum aðgangskerfi stýrikerfisins. Með því er hægt að setja reglur um notkun hvers og eins notanda. Mælt er með því að allir sem nota tölvuna séu skráðir notendur og hver og einn noti sitt notenda auðkenni. Sem þýðir að notandi með stjórnendaréttindi (e. administrator) er ekki notaður dags daglega, en sá notandi getur stýrt eiginleikum annara notenda. Barnið eða börnin eru svo skráð sem sér notendur á kerfið og er þannig að hægt er að skilgreina ýmsa eiginleika í Vista fyrir barnið.
Eftirfarandi er listi yfir þau atriði sem foreldrar geta stillt og tengjast foreldrastjórnun Vista:
- hægt að láta Vista skrá notkun valinna notenda
- það er hægt að setja síu á þær síður sem barnið má skoða
- hægt er að banna niðurhal skráa
- hægt er að skilgreina þá tíma sem barnið má ekki nota tölvuna
- þegar leikir eru ræstir þá getur Vista skoðað hvort að leikurinn henti notandanum
- hægt er að leyfa eða banna keyrslu ákveðinna forrita
Þessi innbyggða foreldrastjórnun er alls ekki hin eina sanna lausn, en er svo sannarlega stórt skref til framfarar.
Munið að foreldrar hafa að geyma lykilinn að öryggi barna sinna á Netinu, rétt eins og annarsstaðar í daglegu lífi þeirra.
Ég mæli með því að allir foreldrar/forráðamenn að kynni sér "Öryggi heima fyrir" síðu Microsoft sem er að finna hér: http://www.microsoft.com/athome/security/default.mspx og þar undir: http://www.microsoft.com/mscorp/safety/technologies/familysafety/default.mspx
Eins er Childnet International kjörinn staður til þess að kynna sér öryggismál barna og unglinga.
Microsoft bendir sérstaklega á þrjá vefi sem uppsprettu góðra upplýsinga um þetta efni:
iKeepSafe.org
Svo er hægt að finna fjölda tengla á vef SAFT: http://www.saft.is/tenglar/
Síðan má benda á tvö vel þekkt Netsíuforrit:
PS. Áfram Ísland, við tökum þá 33 - 30
Windows Vista í verslanir í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:51 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Takk fyrir þessa greinargóðu, og umframt allt hlutslausu umfjöllun um tölvuöryggi.
Svo má auðvitað ekki gleyma hinni gullnu reglu tölvuöryggis: Upplýsingar eru aldrei traustari en þeir einstaklingar sem meðhöndla þær óvarðar. Það á að sjálfsögðu líka við einstaklingana sem vinna hjá þeim fyrirtækjum sem við treystum fyrir öryggi tölvukerfanna.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2007 kl. 21:17
Þetta er fín grein . Ég verslaði mér Vista í gær og er með 11 og 14 ára unglinga á heimilinu og þessi hluti Vista gerir það að verkum að mér finnst þessi uppfærsla nauðsynleg. Þetta er þægilegt í notkun og nokkuð "idiotproof" að setja þetta upp. Og maður fær miklar upplýsingar t.d. með að skoða activity report...msn notkun, email notkun ofl ofl. Mæli með þessu fyrir alla foreldra.
Kjartan Einarsson (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.