31.1.2007
Forsetinn, Bill Gates og framtíðin
Ég var að lesa yfir ræðu Ólafs Ragnars sem hann flutti á Microsoft Government Leaders Forum í gær (30.jan) í Edinburgh, nokkuð góð ræða svona heilt yfir.
Það eru að vísu slæmir kaflar þarna innan um, svona rétt eins "strákarnir okkar" hefðu verið á ferð, einnig er hann ekki alveg að nota það "lingó" sem menn nota í bransanum. En það er svo sem ekki við því að búast enda maðurinn alls ekki í bransanum. Eins og menn vita þá er hann í: Forseta (og stundum ekki) bransanum.
Það er víst topp jobb.
Ég er að velta því fyrir mér hvort að Ólafur Ragnar ætlaði sér virkilega að vera "kúl" eða hvort það var "bara óvart" þegar hann segir:
"It is a paradox of our times that although the economies of France, Germany, Great Britain and the other G8 countries form an exclusive club, ..."
Nei bara svona í ljósi þess að Bill Gates og Microsoft eru frá BNA er þá ekki svolítið undarlegt að hann skuli skella því ágæta stórveldi í flokki með öðrum.
Sísona.
Ólafur Ragnar hefði líka vel mátt slá meira um sig þegar hann telur upp kosti Íslands sem kjörlendis fyrir þróunar- og prófunarstarf. Hann hefi getað tilgrein hátt menntunarstig og tví- eða fjöltyngi þjóðarinnar - hann hefði getað sagt okkur vera þarna í hæðstu hæðum (satt eða logið), flengja því svo fram að hér væri kaupgeta Jóns með því allra mesta á byggðu bóli (svo ekki sé nú talað um hann séra Jón). Ég held að strjálbýli og landfræðileg einangrun sé líka eitthvað til að hamra á - en einmitt þeir þættir gera okkur Íslendinga sérstaka. Það er slatti af fámennum smáríkjum í þessum heimi, en fá eru þau sem byggja jafn stórt land og við (ORG snertir reyndar aðeins á dreifbýlinu í máli sýnu) og engir sem gera það eins vel og við.
Vel hefði farið á því ef Ólafur Ragnar hefði tekið nokkur raundæmi um hversu langt við Íslendingar erum komnir í hagnýtinu okkar á Netinu þegar ríkið á í hlut. Til að mynda hefði mátt segja frá því að 90%+ allra skattskýrsla sé skilað rafrænt og að næstum öll tollafgreiðsla sé það líka. Fjármálamönnum (sem vafalaust hafa verið margir í hópi hlustenda) hefði þótt fróðlegt að heyra að nánast allir einstaklingar og fyrirtæki geri bankaviðskipti sín á Netinu.
Á menningarlegum nótum hefði það svo verið töff að dengja fram fullyrðingu um að hægt sé að lesa nánast öll dagblöð og tímarit sem út komu á s.l. öld á Netinu - "free for all". Nokkuð impressíft söff.
Reyndar verðum við að drífa í því að koma handritunum okkar á stafrænt form þ.e. sem er nothæft almenningi. Í þessu samhengi má til gamans geta þess að The British Library hefur gefið út nýja útgáfu af "Turning the Pages" sem er sérstaklega þróuð fyrir Windows Vista. Á vef BL er hægt að skoða fjölda meistaraverka m.a. vinnubækur Leonardo da Vinci þar á meðal s.k. Codex Leicester sem einmitt Bill Gates á. Hann keypti þær á uppboði 1994 fyrir 30.8M USD. Súper díll, býst ég við. Reyndar segir sagan að frúin hún Melinda hafi ekkert verið alltof glöð þegar hann mætti heim og tjáði henni að hann hefði keypt eldgamla rissbók fyrir þessa upphæð.
Í áratugi hafa menn í upplýsingatæknigeiranum flutt sama mál og Ólafur Ragnar talar nú um í ræðu sinni. Þessi hugmynd lítur að því að Ísland séu öðrum löndum betur fallið til þess að þróa og prófa tækni og tól framtíðarinnar á.
Persónulega hef ég rætt þessi mál við fulltrúa nokkurra tæknifyrirtækja í gegnum tíðina, þar á meðal menn hjá Microsoft - oftast hafa þetta nú bara verið einhverjir Jónar, stöku meðal Jón hef ég þó nælt í og í það minnsta einn séra Jón. Mér hefur líka alltaf fundist það meika sens að fá hingað fyrirtæki eins og Intel eða AMD, en framleiðsla örgjörva og minnisrása krefst talsverðar orku.
Ísland er best!
Við höfum svo sem séð nokkur smá skref í þá átt að útlend tæknifyrirtæki vilji gera eitthvað hér og þó svo að okkur hafi ekki enn tekist að laða til okkar stór dæmi þá er það einungis spurning um tíma. Framlag Ólafs Ragnars mun án nokkurs vafa hjálpa til.
En hvers vegna hefur ekki tekist að laða hingað fyrirtæki úr UT geiranum? Fyrir því eru margar ástæður og er nauðsynlegt fyrir okkur að kafa vel ofan í þessa þætti sem fyrst. Akkúrat núna dettur mér þetta í hug:
- Þvert á viðtekna skoðun þá er hér skortur á hæfu vinnuafli
- Netsamband okkar við umheiminn, algjört lykil atriði í þessari umræðu, er fjarri því að standast skoðun
- Markaðurinn er lítill og einsleitur
Nú svo má spyrja, hvers vegna íslensk stjórnvöld (hum og atvinnulífið) hafa ekki rutt þessa braut betur? Höfum við ekki haft nægilega sterka trú á hugmyndinni?
Ég ætla að enda þetta hjá mér á niðurlagi úr ræðu Ólafs Ragnars en það hljómar svo:
"Those who realise early on that the 21st century will be a renaissance era for democratic and technologically advanced small states will gain a competitive advantage in the years to come."
Það verður bara að segjast eins og er að ég skil ekki alveg hvað hann er að segja, því gerði ég tilraun til þess að þýða textann:
Þeir sem átta sig snemma á því að þessi öld mun vera endurreisnartími fyrir lýðræðislega og tæknilega langt komin smáríki munu öðlast samkeppnislega yfirburði til framtíðar.
Einmitt það já!
Bill Gates tók vel í boð um að koma til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:34 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.