16.2.2011
Andstæðingar kjosum.is og lýðræðis!
Ljóst er að árangur (vinsældir) kjosum.is fer verulega fyrir brjóstið á fylgismönnum ríkisstjórnarinnar. Reynt er að gera kjosum.is tortryggilegt á allan hátt, auk þess sem gerðar hafa verið árásir á síðuna með það fyrir augum að gera hana óaðgengilega. Þetta er allt saman ákaflega dapurlegt og á plani sem ég kem ekki nálægt. Þeir sem fremstir fara í flokki árásar- og niðurrifsmannanna hafa hugsanlega ekki brotið lög, en eru lélegir pappírar eigi að síður.
Af mínu plani.
- Ég er ekki tengdur kjosum.is, þ.e. ég hef ekki komið að uppsetningu, né rekstri hans á nokkurn hátt.
- Ég er fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslum, en tel nauðsynlegt að setja lög um framkvæmd þeirra sem allra fyrst.
- Ég tel að ef meira en 5% kosningabærra manna óski eftir að kosið sé um mál þá skuli það gert, enda uppfylli málið að öðruleyti skilyrði.
- Ég tel að rafrænar kosningar séu eina vitið horft til framtíðar.
Varðandi kjosum.is þá spyr ég fyrst: í ljósi þess að nýleg könnun MMR sýnir að 62% þjóðarinnar vill setja Icesave 3 í þjóðaratkvæði hvers vegna fara þá þeir sem eru á móti því (og kjosum.is) af límingunum þó rúmlega 30.000 hafi skráð sig (þegar árásirnar og spuninn hófst fyrir alvöru)? Hvað getur verið tortryggilegt við þennan "árangur"?
Hvað er hægt að gera í söfnun sem þessari annað en að sannreyna kennitölur og loka á ýkta notkun frá sömu nettækjatölu (IP addr.) ... eitthvað fleira?
Ég fæ ekki séð hvað annað er hægt að gera, nema að nota sannreynd auðkenni - en slíku er ekki við komið í dag.
Það að hafa staðfestingu í gegnum tölvupóst hefur litla þýðingu enda auðvelt að svindla á því, þó svo vissulega geri það svindlurunum eitthvað erfiðara fyrir.
Nýlega hafa verið tvær stórar undirskriftasafnanir (sem ég man eftir), ég kannast ekki við að þar hafi verið beitt auknu öryggi. Það var í það minnsta ekki þannig í upphafi Indefence söfnunarinnar og ekkert öryggi var í söfnuninni á orkuaudlindir.is - þar var, og er allt opið, hægt að: nota rangar kennitölur, kennitölur barna, rugl nöfn og netföng, hægt að skrá sömu kennitöluna ítrekað ofl.
Aðstandendur kjosum.is hafa sagst ætla að gera sitt til þess að hreinsa skráningarnar. Eftir að kosið hefur verið á að kemba skrána með samkeyrslu við þjóðskrá, en auðvitað sannar það ekkert um hvort að viðkomandi hafi sjálfur og það af fúsum og frjálsum vilja skráð sig. Þá er ýtrasta ráðstöfun eftir, en sú er að taka slembiúrtak úr skráðum kennitölum og gera áreiðanleikakönnun. Fjöldi skráninga væri leiðréttur í samræmi við niðurstöðu könnunarinnar.
En gott fólk, í hvað undirskriftarsöfnun er hægt að koma í veg fyrir svindl? Það að nöfn þeirra sem síðast skráðu sig skuli vera sjáanleg er fölsk öryggisráðstöfun.
Það að hægt sé að athuga hvort að ákveðin kennitala sé skráð gengur ekki upp af augljósum ástæðum.
Óáreiðanlegast af öllum söfnun er götusöfnun, þar sem fólk á förnum vegi er boðið að skrá sig. Úrvinnsla úr slíkri söfnun er eðli máls samkvæmt mjög erfið.
Þeir sem halda því fram að aðrar undirskriftasafnanir hafi verið "betri" þurfa að sýna fram á það, ekki dugir að slengja því fram án stuðnings.
Varðandi orð Teits þar sem hann segir: "... dularfullri umferð þegar langstærstur hluti Íslendinga er stein-sofandi", ég veit ekkert um umferðina á kjosum.is en get upplýst að skráningar á 7 klukkustundum (frá ca. 01:00 til 08:00) s.l. 4 nætur voru sem hér segir:
Nótt Fjöldi
2. 349
3. 294
4. 301
5. 545
Mér sýnist fljótt á litið að næturnar hafi hingað til "gefið" um 5% "atkvæða". Er 5% á 29% tímans óeðlilegt? Ég held ekki.
Árásir á vefsíðu tilkynntar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Sæll og blessaður. Hér má sjá mynd af dreifingu undirskrifta frá því undirskriftasöfnunin hófst og þar til afrit var tekið af gagnagrunninum á fimmtudagsmorgni og sent til úrvinnslu og prentunar vegna afhendingar til forseta. Þegar þar var komið við sögu höfðu safnast 37.682 undirskriftir og mikið af greiningarvinnu farið fram til að leggja mat á gæði þeirra upplýsinga. Vefsíðan er ennþá opin og mun halda áfram að taka við undirskriftum þarf til forseti tilkynnir um ákvörðun sína, en frá því í gær hefur hægst verulega á undirskriftum eins og við mátti búast. Teljarinn stendur núna í rúmlega 42.000 og miðað við þær rannsóknir sem gerðar hafa verið teljum við óhætt að gera ráð fyrir innan við 10% ónákvæmni. Eins og sjá má hefur verið afskaplega lítill "draugagangur" á nóttunni, ef smellt er á myndina opnast tengill á vefsíðu kjósum.is þar sem nú er að finna ýmsar tölfræðiupplýsingar.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2011 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.