Það vakti athygli mína í fyrradag þegar ég sá í yfirliti innlendrafrétta á mbl.is að Hæstiréttur hefði kveðið upp þrá dóma yfir kynferðisafbrotamönnum sama daginn. Mín fyrsta hugsun var sú að það væri jafnvægi í þessu hjá dómnum: einn dómur léttur, einn staðfestur og sjá þriðji þyngdur.
Á þessum tímapunkti hafði ég enga ástæðu til þess að efast um að Hæstiréttur væri ekki samkvæmur sjálfum sér í dómum sínum.
Hef ég ástæðu til þess að efast núna?
Ég er ekki viss!
Ég hata og fyrirlít menn, fólk, sem misnotar börn sama í hverju sú misnotkun felst. Fyrirlitning mín og viðbjóður fer síðan eftir málavöxtum. En er þessi viðbjóður minn línulegur? Finnst mér tvöfalt viðbjóðslegra þegar brot beinist að 4 ára en þegar samskonar brot er gegn 8 ára barni? Eða er það verknaðurinn sjálfur, það er hvort um "fullnaðar nauðgun" hafi verið að ræða eða eitthvert "hálfkák" sem ræður ógeði mínu? Er það kannski hvernig atburðinum er lýst? Er nákvæmi lýsingarinnar ráðandi þáttur í viðbrögðum mínum? Skiptir það máli hver fremur brotið? Aldur og "fyrri störf"!
Ég kann ekki að svara þessu með neinni nákvæmni, en gef mér að blanda af þessu öllu og ýmsu öðru ráði viðbrögðum mínum. Fyrstu viðbrögð mín eru ósjálfráð - að baki þeirra liggur ekki einhver djúp greining á málinu.
Einfaldur sem ég er.
Þannig held ég að við séum flest. Einföld.
Í þessum efnum.
Það má vel vera að þrautþjálfaðir fagmenn sem koma reglulega að slíkum málum með einum eða öðrum hætti s.s. dómarar, lögmenn, sálfræðingar og blaðamenn bregðist við með öðrum hætti. Að þeir fari strax í kalda greiningu á málinu - geri samanburð á málsatvikum og dómum. Komist að útreiknaðri niðurstöðu.
Blá kalt.
Eðlilega má búast við því að fórnarlömb og aðstandendur þeirra bregðist við með öðrum hætti en við hin sem ekki þekkjum þessi mál "á eigin skynni".
Í hugum þeirra loga eldar.
Dómur götunnar er spontant og sem slíkur einfaldur - ekki alltaf fyrirséður, en oftast. Í þessum dómi eru dómendur stöðugt að störfum, dagsdaglega eru atkvæðin talin á kaffistofum og í saumbaklúbbum. En atkvæðin eru sjaldnast lögð saman og því engrar niðurstaðna að vænta.
Þótt dómur götunnar sé spontant, þá eru forsendur dómsins langt frá því að vera einfaldar. Þær byggja á ótal þáttum, sögu okkar og tíðaranda - fréttum gærdagsins frekar en óhlutlægu mati og rökhugsun þjálfaðra manna.
Nú í seinni tíð virðast það vera ýmis samfélög á Netinu (blogg, spjall) sem hvað mest áhrif virðast hafa á störf dómsins - þar á sér stað öflug umræða og þar eru skipulagðar og framkvæmdar talningar. Netið hefur valdið byltingu í allri umræðu og þá ekki síst samfélagsumræðu. Boðleiðir hafa styðst, viðbörgð við atburðum má merkja strax, þau er nánast hægt að mæla í rauntíma. Allir geta tekið þátt og fjölgar stöðugt í hópi þeirra sem það gera. Ég nota ekki orðið "bylting" oft til þess að lýsa breytingu, en hér á það við. Með Netinu hefur verið lagður grunnur að nýrri samfélagsgerð. Þekkingarsamfélagið er í burðarliðunum og með því ný birtingarmynd lýðræðisins.
Ég hef einu sinni átt beinna hagsmuna að gæta í máli sem fór fyrir Hæstarétt það mál tapaðist, mér fannst sá dómur vera algerlega glórulaus. Hefði svo sannarlega viljað fá tækifæri til þess að rökræða þessa heimskulegu niðurstöðu við dómarana, manna sem greinilega vissu ekkert hvað þeir voru að gera. Þó svo að þetta hafi verið bitur reynsla þá þýðir það ekki að ég beri ekki virðingu fyrir Hæstarétti. En virðing mín er ekki skilyrðislaus langt því frá. Að grunni til liggja rætur hennar í stofnun og skipulagi lýðveldisins og síðan í sögunni. En þessari virðingu verður aðeins viðhaldið af Hæstarétti sjálfum með störfum sínum. Almenningur, þjóðin mun fyrst og fremst meta störf Hæstaréttar með tilliti til þess samhljóms sem gætir með dómum réttarins og þjóðarsálarinnar.
Ég er EKKI að segja að Hæstiréttur eigi að "poppa" sig upp, en þeir verða að taka kúrsinn í humátt á eftir þjóðinni og sama gildir um löggjafann þar á bæ verða menn að skýra lög og leggja fínni línur.
Á sama hátt og dómarar vilja ekki (geta ekki) taka þátt í rökræðum við aðila sem hafa tapað máli fyrir réttinum um niðurstöður sínar þá verða þeir að þola gagnrýni á störf sín í þegjandi hljóði, þó þeim finnist að sér vegið með óréttlátum hætti og já jafnvel þó sú gagnrýni komi frá Morgunblaðinu.
Einmitt þá, þegar gagnrýni kemur úr þeirri átt virðist sem dómarar leggi við hlustir. Í morgun er birt í Mbl. athugasemd frá Dómarafélagi Íslands þar sem ritstjórar Morgunblaðsins eru krafnir skýringa á forsíðufrétt blaðsins í gær. Ég veit ekki hvort að það sé algengt að félagið bregðist við gagnrýni á störf dómara á opinberum vettvangi, en óháð því þá finnst mér innihald þessa bréfs vera undarlegt.
Þar segir m.a. "Fréttaflutningur af dómsmáli með þessum hætti á sér enga hliðstæðu og fer langt út fyrir eðlileg mörk ..." Hver eru þessi mörk sem talað er um? Hverjir drógu þá línu sem þau marka?
Bréfið heldur áfram "... og með engu móti verður skilið hvers vegna dómendur eru persónulega dregnir fram með myndbirtingum vegna umfjöllunar um dóminn." Hvers vegna ekki? Blaðið telur að þessir menn hafi gert alvarleg mistök, þeir eru ábyrgir fyrir störfum sínum. Dómur götunar verður að ná til Hæstaréttar eða öllu heldur þeirra einstaklinga sem hann fylla.
Meira úr bréfinu "Það voru fleiri dómar kveðnir upp í kynferðisbrotamálum í Hæstarétti þennan sama dag. Í öðru máli var refsing þyngd og skilorð tekið af. Ekki var minnst á það." Ég get svo sem tekið undir þetta sjónarmið, Mbl. hefði vel mátt geta þessa í nokkrum orðum. En annars finnst mér þessi athugasemd vera gjörsamlega út í hött. Hvað hefur þetta með efnistök Mbl. að gera á því mál sem þeir kusu að fjalla um? Máli þar sem þeir telja að þjóðinni sé misboðið.
Hvað eru menn eiginlega að fara; vegna þess að við þyngdum einn dóm þá er það bara í góðu lagi að við léttum annan. Hverskonar eiginlega andskotans rugl er þetta. Þessi þrjú mál hafa ekkert með hvert annað að gera og það á ekki að tala um þau í sömu andránni - dómarar vita það manna best.
Þessi athugasemd er í besta falli óheppilegt, í versta falli ber hún vitni um að í réttinum styðjist menn við vafasama mælikvarða vægast sagt.
Á ég sem borgari þessa lands kröfu á skýringu frá dómarafélaginu á þessu atriði? Eins og þeir telja sig eiga skýlausa kröfu á skýringu frá ritstjórn Mbl.
Það vita dómarar líka vel að dómur götunar dæmir sjaldan þegar verk er unnið með eðlilegum hætti, jafnvel ekki þegar óvenju vel er gert. Hann er hins vegar fljótur til þegar fólki er misboðið. Hvað er óeðlilegt við það að Mbl. spegli skoðun almennings? Ég get ekki séð að blaðið hafi verið ómálefnalegt í frétt sinni, en því er haldið fram í bréfinu.
Þvert á mót.
Forsíða og myndir! Já sennilega er það myndbirtingin á forsíðu sem fer fyrir brjóstið á dómurunum en ekki efni fréttarinnar.
Ritstjórn morgunblaðsins tekur þetta mál fyrir í leiðara blaðsins í dag. Þar nota þeir hugtakið réttarvitund. Að mér læðist sá grunur að "réttarvitund" sé ekki rétta orð í þessari umræðu. Réttlætiskennd
held ég að eigi betur við.
Einfeldningurinn ég ber lítið skynbragð á refsiramma íslenskra laga eða sögulega nýtingu hans. Ég hef því litla réttarvitund í þessum skilningi. Ég er sannfærður um að ef fólk yrði spurt nokkurra spurninga um refsingar við hinum og þessum afbrotum að þá fengjum við ansi skrautlega niðurstöðu. Það sem ég er að segja er að í réttarvitund fólks er ekki innifalin góð tilfinning fyrir refsirammanum. Ætli það liggi ekki nærri að þessi vitund lúti fyrst og fremst að því hvað sé rétt og hvað sé rangt. Perraskapur við börn er einfaldlega alvarlegt brot og þegar brotið er ítrekað og svo ekki sé talað um ef það beinist gegn mjög ungum börnum þá á einfaldlega að dæma til þyngstu refsingar.
Mildun dómsins var því röng í hugum almennings.
Einfalt sem fólk getur verið.
Hæstiréttur styttir dóm yfir kynferðisglæpamanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.