16.4.2011
Amboð
Ekki festast í þröngu slíðri daglegs amsturs eða viðjum vanans! Sama hversu vel það er gert sem alltaf er gert. Farðu í ferðalög án vana þíns með sjálfum þér.
Nú segir af konu nokkurri sem kunni betur að rækta garð sinn í eiginlegri merkingu en í óeiginlegri merkingu.
Gömul amboð gisna
geispar rifa hvur.
Vænu blómin visna
vökvalaus og þur.
Allt eins fer hin unga mær
ef að það sem eðlið kaus
ekki í tíma fær.
Höfundur:
Ólafur Ólafsson prestur Fagranesi Skag. f.1806 - d.1883
Amboð
Alla tíð, eða frá því hún varð gjafvaxta, þótti hún sæt og sallafín og nokkrum árum síðar þegar lendar hennar, þrýstinn barmur, fallegir andlitsdrættir og líðandi limaburður, kölluðu á athygli karlana var hún talin fríðust og fínust. Líkast til er óþarft að taka það fram að þessu kalli var svarað af köllum og það í ríku mæli. Þrátt fyrir þetta og að vonbiðlarnir væru álíka margir og mýin á mykjuskáninni þarna í götunni, sem þræðir brekkuna niður á vellina, á heitum og lygnum sumardegi, þá var hún ólofuð; raunar var hún aldrei við karlmann kennd, það vitað var. Virtist hún verða fráhverfari samskiptum við fólk og sérílagi karlpening, eftir því sem atlot augna urðu ágengari.
Ástríðu sýndi hún engu öðru en matjurtargarðinum í rjóðrinu í brekkunni sunnan við húsið; þar gat hún rótað, rutt og rifið daglangt, dögum saman, sumarlangt. Þar til að ekki var eitt lauf eftir á birkitrjánum sem höfðu veitt henni skjól frá norðan næðingnum og alls ekki fyrr en jarðhýsið var nánast úttroðið af rófum, radísum, rauðkáli, rauðrófum og rabbabara og vitaskuld jarðeplum, næpum, gullrótum, hvítkáli og svo reiðinnar býsn af blómkáli; ekki fyrr en að sumarið var dautt og haustið líka að hún hætti að bogra og bisa. Og brosa.
Lítt er vitað um venjur hennar að vetri, stöku sinnum mátti sjá henni bregða fyrir, þá helst er hún skaust frá húsinu að jarðhýsinu eða baðhúsinu eða öfugt og auðvitað á tyllidögum í kirkju.
Frá því að hún vakti garðinn sinn af værum blundi snemma vors, þar til hún sjálf sofnaði síðla hausts, var hún með amboð sitt; meira að segja er hún gekk til kirkju á þjóðhátíðardaginn sjálfan bar hún það við belti. Amboð þetta var lítil skófla úr járni með handfangi úr tré, látlaus en vel gerður gripur að sjá; tréverkið orðið ofurslétt af stöðugum núningi við mjúkt og rakt hold hinnar fögru freyju.
Svo var það eitt kvöld síðla sumars, árið sem læknastúdentarnir höfuð atast signt og heilagt í henni og voru sýnum ágengari en árið áður; sáttu oft þar sem vel sá til garðana og hennar, þarna ofar í brekkunni eða á garðinum framan við húsið að sumbli og klæmdust í sögum og vísum; yrkisefnið var að líkum hún; vel mátti geta sér til um hvað það var sem hvatti garpana ungu, en texti þeirra fjallaði um munaðarfullar hreyfingar, íturvaxna barma, svita sem lak niður vanga meyjar, niður háls og hvarf undir skyrtu, skyrtu sem í hennar tilfelli var opinn þannig að vel mátti greina rætur hnjúka; hún naumast virti þá viðlits, hamaðist í garðinum, opanaði glufur og rak í þær ... endurtekið; öðru hvor mátti heyra stunur frá henni og svo hamaðist hún áfram; að þeir gerðu í óvenju klúrri vísu að því skóna að hún notaði báða enda tólsins til þess að yrkja garða sína, einn fyrir þennan og öfugan fyrir hinn; að hún stóð upp, hvessti á þá sjónum og hvæsti "óhræsin ykkar", skildi skófluna eftir á grindverkinu og gekk til hús. Og aðeins var um nónbil.
Tilviljun ein réði því að skóflan skorðaðist þannig að hún féll að grindverkinu og svo kyrfilega að meira að segja sterkasti vindur gat ekki hreyft við henni. Og getur ekki enn.
Morguninn eftir sást til hennar í garðinum; íklædd náttkjól ráfaði hún um, beð úr beði, upp stíginn að húsinu og til baka, beð úr beði og svo að því er virtist í reiðileysi um næsta nágreni. Ekki fann hún skófluna; þegar nætur húmið brá sér yfir birtu kvöldsólarinnar mátti greina að örvinglan hennar var orðin algjör, fólkið í húsinu fór og sótti hana niður í þorp þar sem hún gargaði á nokkra unga menn, vændi þá um þjófnað og ýmislegt annað sem ekki verður nefnt hér, sama gildir um ýmsa líkamstilburði sem hún sýndi, þeir verða ekki skráðir af þeim sem þetta ritar. Með afli og átaki tókst fólkinu úr húsinu að draga hana heim í húsið; þar loguðu ljós alla þá nótt og margar nætur þar á eftir.
Segir ekkert frekar af fljóðinu fagra, eitthvað var jú pískrað, frekar en talað, um að hún hefði farið til höfuðstaðarins, sumir gengu lengra, til að mynda læknisfrúin, sem vildi senda hana um enn lengri veg eða alla leið til Kaupmannahafnar - þar ku vera vist fyrir þá sem týna vitinu. Ekkert er hægt að segja um þetta, alls ekki með nokkurri vissu; enda engin til frásagnar; allt hennar fólk farið, fór að týnast burt þarna um veturinn á eftir og á fardögum eftir þriðja uppskerubrestinn voru allir farnir. Eitt leiddi af öðru: amboðið týnt, ástríðan týnd, vitið týnt, garðurinn dáinn, jarðhúsið tóma, húsið tómt.
Amboðið er enn á girðingunni og garðurinn er enn í órækt, ......
-- // --
Lengra erum við ekki komin í sögunni af Amboðinu á grindverkinu, það sem sagt hefur verið kann að verða ósagt og annað sagt í þess stað, eða ekki og svo verður meira sagt, tja eða ekki ... standið still!
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.