5.2.2007
Eðlilegt óeðli?
Þarna á ströndinni, þar sem barnaskipið strandaði
tekur grýtt fjaran á móti okkur
köld og blaut
þar brotna öldur tára og skola að landi
svörtum sandi synda, löðrandi í lygum
undir hverjum steini liggur saga, leyndarmál skipbrotsmanns
þessum steinum þorir vart nokkur að velta
undir einum er að finna skeyti frá angistinni, sem segir:
vandalaus um lífið ráfa
á velferð valdsins treysti
barnsins böl
traust á skeri steytir
í skjóli stjórnar sadistar fýsnum svala
sálarinnar kvöl
verð að sofa, sofa
þá dauðans draumur kveður
endar dvöl
hvar er líflína vonar
þjóðfélagsins strengir sterkir
upprisan svöl
--- # ---
Getur það verið að það óeðli sem okkur hefur verið kynnt undanfarið sé eitthvað sem viðgengst á umönnunarstofnunum hverskonar, að þetta óeðli sé í raun eðlilegt á sumum stöðum?
Breiðavík, Byrgið, skýrslan um heyrnleysingjaskólann auk fjölda stakra mála, undanfarinn áratug eða svo hafa okkur borist fréttir af svona málum frá útlöndum: prestar á Írlandi, á Englandi og í Bandaríkjunum, trúboðum og starfsmönnum SÞ í Afiríku - ég er bara að telja upp eitthvað sem ég minnist í þessari andrá.
Vill einhver segja mér að þetta sé ekki að gerast í dag - segja mér það þannig að ég trúi.
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 112662
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.