Leita í fréttum mbl.is

Eðlilegt óeðli?

Edward-Munch-The-ScreamÞarna á ströndinni, þar sem barnaskipið strandaði

 

tekur grýtt fjaran á móti okkur

köld og blaut

 

þar brotna öldur tára og skola að landi

svörtum sandi synda, löðrandi í lygum

 

undir hverjum steini liggur saga, leyndarmál skipbrotsmanns

þessum steinum þorir vart nokkur að velta

 

undir einum er að finna skeyti frá angistinni,  sem segir:

 

vandalaus um lífið ráfa

á velferð valdsins treysti

barnsins böl


traust á skeri steytir

í skjóli stjórnar sadistar fýsnum svala

sálarinnar kvöl

 

verð að sofa, sofa

þá dauðans draumur kveður

endar dvöl

 

hvar er líflína vonar

þjóðfélagsins strengir sterkir

upprisan svöl

 

--- # ---

 

 

Getur það verið að það óeðli sem okkur hefur verið kynnt undanfarið sé eitthvað sem viðgengst á umönnunarstofnunum hverskonar, að þetta óeðli sé í raun eðlilegt á sumum stöðum?

 

Breiðavík, Byrgið, skýrslan um heyrnleysingjaskólann auk fjölda stakra mála, undanfarinn áratug eða svo hafa okkur borist fréttir af svona málum frá útlöndum: prestar á Írlandi, á Englandi og í Bandaríkjunum, trúboðum og starfsmönnum SÞ í Afiríku - ég er bara að telja upp eitthvað sem ég minnist í þessari andrá.

 

Vill einhver segja mér að þetta sé ekki að gerast í dag - segja mér það þannig að ég trúi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband