Það verður fróðlegt (og jafnvel gaman) að fylgjast með stríði Apple og Cisco um vörumerkið iPhone.
Mér fannst það skrýtið að horfa á Steve Jobs kynna nýjan farsíma Apple undir nafninu iPhone, í ljósi þess að yfirlýst var að Cisco ætlaði ekki að gefa Apple nokkurn grið.
Dótturfélag Cisco, Linksys hafði fyrir mögrum árum skráð vörumerkið iPhone og hafði Cisco ítrekað flaggað því undir lok s.l. árs að Apple kæmist ekki upp með að stela nafninu (ef ég man það rétt þá hafði Cisco þegar í nóvember hótað að fara í mál gegn Apple).
Ætli það sé ekki svo í hugum flestra að iPhone sé eitthvað tengt Apple, fæstir þekkja svo Linksys hvað þá einstakar vörur þeirra (ath. Linksys er einn stærsti framleiðandi á þráðlausum netbúnaði í heiminum). Þannig að á götunni hefur Apple vinninginn. Linksys hefur væntanlega betri stöðu þegar kemur að lagatæknilega þættinum.
En ég gef mér að hjá Apple hljóti fólk að hafa einhverja áætlun um vörn í málinu. Eða er kylfa látinn ráða kasti?
Þá spyr ég mig hvað ætli sé best fyrir Cisco og Apple í stöðunni? Óskir Apple blasa við, þeir vilja fá að nota nafnið og málið er dautt? En þeir vita vel að mun ekki gerast.
Staða Cisco er svolítið flóknari. Ef þeir vinna málið og Apple segir "fine then we just call it iSomethingelse" þá hefur Cisco ekkert gert nema að styrkja stoltið, á því lifa menn víst ekki. Þannig að það er ekki málið fyrir Cisco og hjá Apple gerir fólks sér grein fyrir því.
Óska staða Cisco er að þeir vinni málið og Apple komi á hnjánum til þeirra með "please" á vörunum.
Einhverstaðar las ég að það sem Cisco vildi væri að Apple myndi með einhverjum hætti tryggja virkni með iPhone (Wi-Fi) við einhverja Cisco tækni gegn því að Apple fengi að nota nafnið. Mér finnst þetta vera trúlegt.
En stríðið er í fullum gangi og gerðist þetta í s.l. viku.:
Í 31. janúar senda fyrirtækin frá sér sameiginlega fréttatilkynningu það sem sagt er frá því að Cisco hafi veit Apple frest til þess að svara ákærum og þann tími munu fyrirtækin nota til þess að ræða saman.
Daginn eftir er Cisco með auglýsingu í New York Times þar sem Linksys (og Cisco) kynnir iPhone .
iPhone vefur Apple er hér og síða Linksys fyrir iPhone er hér
Fréttatilkynning Apple og Cisco:
Joint Statement from Apple and Cisco Regarding iPhone
SAN FRANCISCO, Calif. January 31, 2007 - Apple and Cisco have agreed to extend the time for Apple to respond to the lawsuit to allow for discussions between the companies with the aim of reaching agreement on trademark rights and interoperability.
og auglýsingin í NYT.
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.