8.2.2007
Dómari er einstaklingur
Ég veit svo sem ekki mikið um lögfræði eða reglur og hefðir er lúta að dómskerfinu. En það á ekki að koma í veg fyrir að ég fjalli um málið, að ég segi frá minni skoðun ef það hugnast mér.
Mín skoðun er sú að bæði Dómarafélagið og Lögmannafélagið taki of djúpt í árinni í ályktunum sínum um frétt moggans á forsíðu blaðsins 2. feb. s.l.
Það þarf enginn að segja mér að lögmenn tali ekki sín á milli um gjörðir og skoðanir einstaka dómara, að ekki sé búið að analísera þá sundur og saman - sem einstaklinga. Og það þarf engin að segja mér það að dómarar viti ekki af þessu.
Ég hef skrifað um þetta efni áður (sjá hér). Þar segi ég m.a.
En virðing mín [fyrir Hæstarétti] er ekki skilyrðislaus langt því frá. Að grunni til liggja rætur hennar í stofnun og skipulagi lýðveldisins og síðan í sögunni. En þessari virðingu verður aðeins viðhaldið af Hæstarétti sjálfum með störfum sínum. Almenningur, þjóðin mun fyrst og fremst meta störf Hæstaréttar með tilliti til þess samhljóms sem gætir með dómum réttarins og þjóðarsálarinnar.
Ég er EKKI að segja að Hæstiréttur eigi að "poppa" sig upp, en þeir verða að taka kúrsinn í humátt á eftir þjóðinni og sama gildir um löggjafann þar á bæ verða menn að skýra lög og leggja fínni línur.
Á sama hátt og dómarar vilja ekki (geta ekki) taka þátt í rökræðum við aðila sem hafa tapað máli fyrir réttinum um niðurstöður sínar þá verða þeir að þola gagnrýni á störf sín í þegjandi hljóði, þó þeim finnist að sér vegið með óréttlátum hætti og já jafnvel þó sú gagnrýni komi frá Morgunblaðinu.
Ég skil "fílbeinsturnakenninguna" um að dómarar eiga að vera nánast ósnertannlegir/friðhelgir. Það verður jú að tryggja hlutleysi einstaka dómara og þar með Hæstaréttar. En dómarar eru bara menn þeir verða fyrir áhrifum sem móta skoðanir þeirra, afstöðu og svo athafnir. Það er því mjög mikilvægt að fjallað sé um gjörðir þeirra og þá sérstaklega fjölmiðlar, þeir vera einfaldlega að þola opinbera gagnrýni jafn vel þótt hún kunni að vera persónuleg.
Bent er á að dómarar skila t.d. sératkvæði í eigin nafni, það hlýtur óhjákvæmilega að draga persónu þeirra inn í umfjöllun um dóma.
Veltum upp mismunandi aðstæðum:
Dómari greiðir sératkvæði í máli, í rökum sínum storkar hann viðteknum gildum/skoðunum þjóðarinnar (segjum að það fari ekki á milli mála að þessar skoðanir fari gegn skoðunum mikils meirihluta fólks, hum að talið sé). Er þá ekki eðlilegt að fjölmiðlar fjalli um þá niðurstöðu? Að fólk velti því fyrir sér hvernig standi á því að viðkomandi dómari geti virkilega (jafnvel ítrekað) komist að svo undarlegri niðurstöðu. Hvernig getur slík umræða farið fram á þess að draga persónu dómarans að málinu? Það gerir svo sem ekkert fyrir umræðuna að birta mynd af þessum dómara, en ég sé heldur ekki hvers vegna ekki megi hafa mynd.
Sama dæmi aftur nema hvað nú eru það tveir dómarar (af 5/7 manna dómi) sem eru á annari skoðun en meirihluti dómsins, þeir rökstyðja mál sitt hvor með sinni greinagerð. Enn verður vart séð annað en að nöfn dómara verði dregin inn í umræðuna.
Sama dæmið og nr. 2 nema hvað nú skila þeir sem eru á móti sameiginlegum rökstuðningi. Nú er líklega farið að vera auðveldara að tala um minnihluta og meirihluta án þess að þeiri umræðu fylgi nöfn. Samt sem áður sé ég ekkert að t.d. "... enn og aftur er x með sératkvæði í svona máli.."
Ég legg til að við virðum dómara sem einstaklinga og fjöllum um þá sem slíka, sum sé með viðhlítandi virðingu.
Lögmannafélagið harmar myndbirtingu af hæstaréttardómurum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.