Ástæða þess að ég skrifa við þessa frétt er ekki sú staðreynd að farsímasjónvarp hefur orðið til, heldur vegna þess að ég má til með að "hrauna" yfir Pétur Reynisson hjá Gáttinni, en Pétur gengur fram af mér í bloggi sínu um þessa sömu frétt.
Fyrst eilítið um farsímasjónvarp. Sjónvarp í farsíma er í sjálfu sér ekki nýjung, þetta er tækni sem er búin að vera á leiðinni í nokkur ár. Ætli þetta sé ekki þriðja eða fjórða árið sem farsímasjónvarp er á dagskránni á 3GSM WC, en þunginn er vissulega meiri í ár enda hillir nú LOKSINS undir að tæknin verði sett í almenna notkun í Evrópu. Reyndar er farsímasjónvarp búið að vera í notkun í nokkrum löndum Asíu í nokkur ár t.d. í Suður-Kóreu (á CDMA en ekki GSM).
Því miður á þessi tækni eftir að vera á leiðinni til okkar Íslendinga í einhver ár í viðbót. Forsenda þess að koma sjónvarpi í símann er aukin bandbreidd (þ.e. er fyrir streymt efni) og þar stendur hnífurinn í kúnni, við Íslendingar erum svo fjári aftarlega á merinni þegar kemur að almennri nýtingu framsækinnar tækni (þvert á það sem flestir telja) og því er einmitt þannig farið með 3G (þriðju kynslóð farsíma) - ástandið er svo slæmt að það heyrist vart minnst á þessa tækni. Eins eru þráðlausar (DVB-T / DVB-H) stafrænar sjónvarpsútsendingar ekki til hér (mig minnir þó að einhverjir hafi gert tilraunir í þeim efnum). Koma svo Björgólfur Thór...
Sennilega er það fáránleg hugmynd, sem byggð er á pólitískumrétttrúnaði, um þekju 3G netsins sem er helsta fyrirstaðan fyrir því að við Íslendingar njótum ekki þessar þjónustu í bráð. Í lögum um þriðju kynslóð farsíma (ég velti því fyrir mér hvers vegna það séu til lög um 3G, má ekki leysa svona nokkuð með reglugerð) er sett skilyrði um að netið nái til 60% íbúa á hverju fjögurra skilgreindra svæða. Þessi krafa (ásamt því að greiða þarf einhverjar 200 milljónir fyrir tíðnina) þýðir að rekstraraðilar meta það svo að ekki sé hagkvæmt að reka slíka þjónustu. Hafa þarf í huga að 3G sendar draga mun skemur en GSM sendar sem þýðir að fleiri senda þarf til þess að byggja upp dreifikerfið, það eitt leiðir til verulega aukins kostnaðar.
Rekstraraðilar horfa á kostnað við uppsetningu og rekstur á annari vogarskálinni og takmörkuð viðskiptatækifæri á hinni og sjá í hendi sér að það hallar verulega á arðsemina - dæmið hefur hingað til ekki gengið upp.
Farsímasjónvarp er gott dæmi um virðisaukandiþjónustu sem mun hjálpa til við að jafna í skálunum.
Í bloggi Péturs hæðir hann að krafti þá tækni sem farsímasjónvarpið er, telur hana vera eitthvert ónauðsynlegt glingur fyrir fólk með dellu, að enginn sæmilega gefinn maður hafi minnstu þörf fyrir svona lagað. Hérna fyrir neðan eru nokkur andmæli við fullyrðingum eða spurningum í bloggi Péturs:
- Hvers vegna er þetta léleg lausn? Er það vegna þess að Pétur sér engin skynsamleg not fyrir tæknina? Eða vegna þess að tæknin er ekki nægilega góð til þess að leysa skynsamleg not?
- Já svona nokkuð gerum við í nafni framfara og tækni og einmitt það að fjöldi fólks er tilbúið til þess að "gleypa við" svona nokkru gerir frumkvöðlum mögulegt að halda áfram að vera frumkvöðlar - sem er jú gott fyrir tækniframfarir.
- Já fólk ætti að "váa" eins og tilfinningar þess bjóða, oft og hátt - vá-hrif eru nákvæmlega það sem hönnuðir þessarar tækni og framleiðendur tólana vilja ná fram.
- Nei farsímasjónvarp er ekki dæmi um eitthvað sem ekki ætti að finna upp, heldur er þetta gott dæmi um snilli okkar mannanna, mátt hugans.
- Það gera sér væntanlega allir grein fyrir því að greiða þarf fyrir þessi tæki og síðan fyrir þá þjónustu sem nýtt er.
- Ég skil bara ekki þetta sex sinnum dæmi. Nei við ætlum ekki að lesa bók sem er með sex sinnum minna letur enn í venjulegri kilju (ca. 11 punkta letur) - einfaldlega vegna þess að við getum það ekki, í það minnsta ekki með berum augum. En öðru máli gegnir um óvenjulegar kiljur sem eru prentaðar með 48 punkta letri. Jamm jamm það hefði ég nú haldið.
- Varðandi tækniblinduna þá vil ég aðeins segja SEM BETUR FER það eru ansi margir hlutir, gagnlegir, skemmtilegir, undarlegir o.s.frv. sem ekki hefðu borið fyrir augu okkar ef allir hugsuðu eins og Pétur.
- Ef hugmynd Péturs um að nota símann aðeins til þess að hringja með og sjónvarpið aðeins til að horfa á [myndir í] má jafna við að við værum með eina tölvu til þess að möndla með t-póst, aðra til þess að skrifa bréf, enn aðra til þess reikna með o.s.frv. Samrunatæki eru af hinu góða, hugsið ykkur bara; tölva, sími, myndavél, hljómflutningstæki og sjónvarp allt í sama tækinu - jafnvel tæki sem kemst fyrir í partýbuddu konunnar! Myndbandið hér að neðan er á stærð við skjá í hefðbundnum farsíma (m.v. 1024p upplausn), ekki farsíma sem er sniðinn að þessari notkun.
- Ef menn greindu viðskiptatækifæri í því að koma kaffivél fyrir í fartölvum eða öðrum tölvum þá myndu menn gera það.
- Já maðurinn á myndinni er örugglega að segja fólki eitthvað í þá veru að þetta sé eitthvað sem fólk á eftir að geta notað og já ætti að kaupa og það sem allra fyrst - ENN EKKI HVAÐ. Ég ætla hins vegar ekki að leggja honum orð í munn. Það hefði verið hrikalega flott ef ég hefði getað flett fyrirlestri hans upp í símanum mínum og horft á hann t.d. á klóinu. Nú enn flottara hefði verið ef ég hefði átt þess kost að horfa á kynninguna hans "live" í farsímanum mínum.
Ef Pétur væri þekktur sem argasta afturhald, t.d. ef hann væri kröftugur þátttakandi í starfi Vinstri-Grænna, þá tækist mér að setja meiningar hans í eitthvert samhengi. Ekki það að ég teldi þær réttar í einu eða neinu, en ég mundi átta mig á því hvaðan hann væri að koma, sem hefði aukið á umburðalyndi mitt. En engu væri ég nærri um hvert hann væri að fara.
Pétur starfar við að stýra þróun á Netþjónustu sem kölluð er Gáttin (skv. hans eigin lýsingu), sú hugmynd er líkast til engin bylting en er örugglega um margt sniðug. Alveg er gáttaður á því og það veldur mér umtalsverðum heilabrotum að maður sem fæst við slíka hluti skuli síðan hafa slíkar skoðanir sem hann setur fram í bloggi sínu.
Finnst Pétri það húmbúkk að geta horft á myndefni með MP3/4 spilaranum sínum? Hvað sýnist honum um að ég geti tekið dagskráliði af Gáttinni hans og streymt í símann minn (on eða off line) - er það alveg út í hött? Er "podcast" ekki bara hégómi og tóm vitleysa.
Kannski að Pétur kveiki á perunni þegar hann sér myndbandið hér að neðan - tja nema ef honum finnist fótbolti líka vera tóm vitleysa.
Ég er ekki að halda því fram að öllum muni finnast farsímasjónvarp vera "vá", alls ekki - fólk hefur eflaust mismunandi skoðanir á því. En því ætla ég að halda fram að innan ekki alltof margra ára verður farsímasjónvarp hluti af daglegu lífi okkar ALLRA.
PS. Ég er nokkuð viss um að Pétur er þeirarr skoðunar að tæknilegar æfingar af þessu tagi eru nauðsynlegar og skipti verulegu máli á leið okkar fram á við, en ég á auðvitað ekki að vera gera honum upp skoðanir. Það læðist að mér sá grunur að hann hafi bara gleymt sér eitt augnablik, misst sig eins og það heitir - farið að hneykslast bara til þess að hneykslast.Farsímasjónvarp virðist vera að ná fótfestu - og þó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkar: Bloggar, Sjónvarp | Breytt 15.2.2007 kl. 01:08 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Mér finnst hraun gott . Ef þú myndir lesa flest bloggin mín, þá sérðu að ég er að reyna að finna skoplegar hliðar á málum, eins og ég reyndar var að gera í þessu tilfelli. Þannig að töpum nú okkur ekki alveg hér. Ég er þér sammála um mjög marga hluti sem þú nefnir og ætla reyna að útskýra mig betur í stuttri setningu: Farsímar eiga að vera litlir og nettir og sjónvörpin stór. Myndir þú vilja horfa á Lord of the Rings í farsímanum þínum?. það var nú bara þetta sem ég vildi hafa sagt. Mér finnst þetta ekki góður kokteill, sorry.
Brosveitan - Pétur Reynisson, 15.2.2007 kl. 11:49
"Eins eru þráðlausar (DVB-T / DVB-H) stafrænar sjónvarpsútsendingar ekki til hér" þetta er ekki alveg rétt hjá þér þar sem að sjónvarpsútsendingar Digital Íslands eru í DVB-T formatinu og DVB-H er bara önnur útfærsla á því merki
Pétur H. Sigurjónsson (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 12:32
Jú jú ég sé vel að þú ert á léttu nótunum, enda tók ég þessu þannig. Ég reikna svo með því að þú sjáir að ég er það líka. Það sem fékk mig til að skrifa þetta var tvennt; áhugi minn á málinu og svo sú þversögn sem mér fannst vera í því sem þú ert að fást við (tölvur, tækni, vefur, sjónvarp) og þess sem þú varst að segja - mér fannst það skoplegt.
Almennt séð er ég sammála hugmyndum þínum um stærð farsíma og sjónvarpa. En kjörform þessara tækja ræðst af þeim notum sem tækið er hugsað í. Persónulega stafræna ráðgjöfin (PDA) mín þarf t.a.m. að vera með stærri skjá en gemsinn minn. Vídeótökuvél finnst mér þurfa að vera með stærri skjá en tækifærismyndavél. Vegna plássleysis getur sjónvarpið á gestaklóinu heima ekki verið stærra en 27" o.s.frv.
Myndi ég horfa á LoR á t.d. 2,5 til 3,5 tommu skjá? Já, ekki spurning. Er það kjörumhverfi, nei alls ekki. Myndi ég horfa á Silfur Egils í farsímanum mínum? Já. Er það kjörumhverfi? Já, algjörlega.
Viggó H. Viggósson, 15.2.2007 kl. 12:33
Rétt hjá þér Pétur, yfirsjón að minni hálfu. Ég er enginn sérfræðingur um þessi mál, en gef mér að það að koma útsendingu á rétta merkið sé ekki stóra málið, heldur liggi kostnaðurinn í réttu dreifikerfi (magnarar, sendar, möstur, réttinda/áskriftarkerfi o.s.frv.) og hann myndi standa í mönnum. Ég hef því dregið þá ályktun að "one to one" (VoD) yfir 3G/HSDPA væri sú leið sem farinn yrði hér (en ekki broadcast DVB-T/H).
Væri hægt að nota núverandi kerfi DÍ til þess að dreifa merkjum í handtæki (jafnvel tækjum á hreyfingu)?
Viggó H. Viggósson, 15.2.2007 kl. 13:25
Ég er nú ekki sérfræðingur í þessu en mér skilst að það þyrfti að gera smávægilegar breytingar á útsendingarkóðuninni en sendarnir ættu að geta sent merkið eins og þeir eru í dag
Pétur H. Sigurjónsson (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 13:51
Það þarf algjörlega nýtt dreifikerfi fyrir HSDPA tækni, en það má þó auðvitað nýta möstur og slíkt. Ef til væri UMTS kerfi fyrir væri þó nokkuð einfalt að bæta HSDPA ofan á það. Annars finnst mér miklir fordómar að halda að Vinstri Grænir séu afturhaldssamir í fjarskiptamálum..ja eða hverju sem er. Við viljum framfarir á öllum sviðum! Og ég sem fjarskiptaverkfræðingur ber framfarir á mínu sviði sérstaklega fyrir brjósti :).
KJR (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.