Paul Allen (hann stofnaði Microsoft með Bill Gates 1975) var að festa sér nýja snekkju. Hún ber nafnið Crystal Ball og er í smíðum í Hamborg hjá Blohm + Voss, en mér skilst að þar á bæ séu menn vanir því að föndra við svona nokkuð.
Með kaupunum á Crystall Ball ætti PA að hafa tryggt sér sæti við topp listans yfir þá sem eiga flottustu fljótandi hallirnar í þessum heimi.
PA er nefnilega í hörku keppni. Þetta er svona "minn er mikið stærri en þinn" keppni og á meðal þátttakenda er Arabískur kóngur, nokkrir prinsar og sjeikar úr sama heimshluta, ásamt Roman Abramovich (hann á m.a. Chelsea - fyrir þá sem ekki muna þá er það fótboltaklúbburinn sem Eiður Smári trimmaði með hérna um árið), Larry Ellison (hann er atvinnuglaumgosi sem stjórnar Oracle í hjáverkum) og svo eru held ég nokkrir Grikkir með í keppninni. Koma svo Björgólfur Thor....
Crystal Ball er 140m löng, á henni eru tveir þyrlupallar (menn verða að geta tekið á móti óvæntum gestum), þyrluskýli og 12m sundlaug. Fleyið er byggt fyrir 16 farþega í 8 herbergjum (einhver af þeim tilheyra séríbúð eigenda), nú síðan er gert ráð fyrir 40 starfsmönnum (það er jú í mörg horn að líta).
Hönnun Crystal Ball er sögð einstök tæknilega og útlitislega séð, en eitt það merkilegast er að klæðning þilfarshússins er að mestu úr gleri, þetta gler er þeirrar náttúru að hægt er að stjórna því hversu gegnsætt það er, rúðu fyrir rúðu.
Menn eru að skjóta á að PA þurfi slengja fram einhverjum rúmum 20 milljörðum fyrir kristalskúluna. Ég er svo að velta því fyrir mér hvort hann selji aðra af þeim ofursnekkjum sem hann á fyrir, en þær eru; Octopus (nr. 5, 127m), Tatoosh (nr. 19, 92m). Reyndar átti hann víst þrjár á tímabili en mér sýnist að hann sé búinn að selja Ithaka, enda ekkert orðið varið í hana þar sem hún rétt slapp inn á topp hundrað (nr. 99, 61m).
Hérna er hægt að sjá vídeó (QuickTime) af nýja dallinum og hér er hægt að hlaða niður myndum af Octopus (PowerPoint) sem segja meira en mörg orð. Vefur framleiðandans er hér.
Eins og ég sagði þá er þetta hörku keppni sem PA er í, keppni þar sem menn gefa ekkert eftir.
Þess má geta að Abró er með eina 168m langa í byggingu, þannig að PA er ekki að fara að vinna keppnina á lengdinni einni saman, það er ljóst. Reyndar koma 140m honum aðeins í 3 sætið (og svo fellur hann um eitt daginn sem Abró brýtur sjampóflöskuna á sinni lengju). Hann Abró á líka tvo dalla fyrir og má sækja myndir af þeim hér.
Er ekki rétt að hafa tengil á wikí líka, hér er listi yfir stöðuna í keppninni.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 20:02 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.