Í ljósi umræðunnar sem spannst og spanaðist upp í kringum fyrirhugaða heimsókn hóp fólks (kallað klámliðið) hingað til lands er það kannski óðs manns æði að setja inn á bloggið mitt tilvísun inn á sundfatablað Sports Illustrated, en þeir voru víst að opna á 2007 útgáfuna.
Ástæðan fyrir því að ég fór inn á baðfatavef SI tengist á engan hátt "klámi" né heldur baðfötum ef út í það er farið. Heldur var ég að lesa um tæki og tól (hum, tölvutól) og fyrr en varði horfði ég á IPod yfir klofinu á henni Marisu Miller. Það var sumsé áhugi minn á IPod'um og skildum græjum en ekki á fögrum kroppum og bústnum börmum og hvað þá hálf huldum klofum sem leiddi mig inn á síðuna - bara svo að það sé á hreinu.
Þessi atburðarrás er auðvitað ákveðinn harmleikur; það að ég skuli hafa áhuga á tækni verður til þess að ég dett óvart inn á "skvísusíðu", sem ég svo finn mig tilneyddan til þess að deila með lesendum bloggsíðu minnar, sem svo endar kannski með því að ég á yfir höfði mér málsókn. Ef fólk áttar sig ekki á sakarefninu, þá væri það fyrir dreifingu kláms og til vara fyrir að ýta undir dreifingu kláms. Það er nú líkast til.
Hver hefur sinn kross að bera.
Hardcore-femínistar munu kalla þetta efni sem ég vísa á klám - geta í sjálfu sér ekki annað. Það mun sennilega engu breyta að ógrynni tímarita sem innihalda áþekkt efni eru gefin út í öllum löndum þessa heims þar sem frelsi er sæmilega virt. Engu mun heldur breyta að þessi blöð eru gefin út með konur í huga og að þetta efni er daglegt lesefni tugmilljóna manna. Vandræði HCF eru að þeirra eigin málflutningur hefur króað þau af, rétt eins og ætíð gerist með málflutning ofsa - og öfgamanna. Rök þeirra gera það að verkum að þau geta ekki dregið línu á milli tískusýninga, súludans, vaxtaræktar, gapandi afturenda, kássukynlífs, auglýsinga frá Blue Lagoon eða Icelandair; líkami konu skal aldrei vera notaður í atvinnuskyni. Ofbeldi ekki ofbeldi, nauðung ekki nauðung - það skiptir ekki máli.
Call me crazy.
Þið getið skoðað Sports Illustrated Swimsuit hér.
Til samanburðar (og mér til varnar) er flott að kíkja á nokkrar (af þúsundum dæma) vefsíður sem höndla með skyldan varning: Victorias Secret (eru einmitt að keyra á sundfötum þessa dagana), Ann Summers (já já já svolítið meira á kantinum en aðrar síður í þessu dæmi), figleaves.com (líka með sundföt á forsíðunni hjá sér) og Debenhams (sem keyra á sakleysinu!!!)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Já það hefði ég nú haldið líka, allt, allt annað (jafnvel þó svo viðkomandi hefði bara leikið í svona ljós blárri). En auðvita gæti það nú líka verið sama konan væri í tískunni og í kláminu -upptekin stelpa, hu.
Punkturinn hjá mér (sem þú greinilega misskildir) er sá að harðkjarna femínistar geta ekki skv. eigin orðræðu séð muninn á þessu tvennu.
Viggó H. Viggósson, 19.2.2007 kl. 21:18
Nekt, erótík og klám er eitthvað sem við notum sitthvert orðið yfir en í raun flokkast það undir sama hlutinn. Klám í miklu mæli dregur úr siðferðsivitund og ýtir undir allskonar perrahátt. Í frelsinu sem hér ríkir er grátbroslegt að sjá hversu illa klámiðnaðurinn á með að taka gagnrýni landsmanna hér. Við erum flest búin að sitja undir endalausum fréttaflutning af misbeitning ýmiskonar, sem og kynferðismisbeitingu. Kvöld eftir kvöld horfum við á fullorðna karlmenn gráta í viðtölum, en það er kanski meira en meðal manneskja hefur þol til að horfa á. Í ljósi þessa liðinna atburða hefur þjóðin ekki þolgæði til að taka þeygjandi á móti klámráðstefnu og í raun ekkert athugavert við það. Frelsið virkar jú jafnt á báðar hliðar er það ekki :)
Ester Sveinbjarnardóttir, 19.2.2007 kl. 23:30
Ég fór nú að hugsa um hvernig skilgreina ætti fyrirbærið Sylvíu Nótt sem vissulega er fyrirmynd margra ungar stúlkna á Íslandi.
Er hún klámdrottning Íslands, listrænt erótískt fyrirbæri eða bara kjaftfor hrækjandi götustelpa.
Grímur Kjartansson, 20.2.2007 kl. 09:04
ég tel mig hardcore femínista og þú gætir samt kannað málflutning minn endalaust og hann passar ekki við þína staðalímynd af hardcore femínista. Mér finnst fallegir líkamar flottir og það er heilbrigð og eðlilegt að vilja skoða blað með bikiníklæddum skvísum - en ég veit hinsvegar ekki með ipodinn..... skrifaðu fordóma mínum fyrir honum á það að ég fíla ekki tækni
það voru nú líka eftir allt sem á undan var gengið í sögunni, engir aðrir en rauðsokkur og HARDCORE femínistar í gamla daga sem sköpuðu fyrir okkur kynfrelsi. Kynfrelsi er eitthvað sem er ekki til fyrir konur í löndum þarsem eru mjög fáir eða engir femínistar.
Silvía Nótt er yndisleg, en hún er ágætisdæmi um "fjölmiðlaklám" ef slíkt er til.
halkatla, 20.2.2007 kl. 09:40
Ester: Þú talar eins og að klám sé hreint og klárt hugtak, ég sé það ekki þannig, skynja það í mörgum tónum á mörgum stigum. Klám er einfaldlega ekki klám, erótík getur alveg verið klám, klám getur verið klám og það getur nekt líka.
Það er á þér að skilja að svona smá klám (þitt klám þá) sé í lagi, ég geng út frá því að hk.f. geti ekki sagt slík - þ.e. opinberlega.
Ekki er ég hissa á því að þetta fólk eigi erfitt með að skilja þá umræðu sem hér hefur átt sér stað (þá á ég við hjá ráðamönnum), þessi viðbrögð eru broslegt í besta falli.
Ég hef engan áhuga á því að þetta fólk komi hingað, en á sama hátt hef ég engan áhuga á því að það komi ekki.
Frelsið er fyrir allar skoðanir (og þar með báðar hliðar) - það ER KJARNI málsins.
Ég vona að þjóðin þoli meira en þetta þegar á reynir :-)
Viggó H. Viggósson, 20.2.2007 kl. 22:03
Anna: Kannski að þú fallir einmitt ekki undir mína skilgreiningu á hk.f., en þú skalt ekkert vera að hafa sérstakar áhyggjur þess vegna.
Viggó H. Viggósson, 20.2.2007 kl. 22:11
Ekki misskilja mig kæri bloggvinur. Mín skilgreining er sú að Þar sem verið er að selja nekt og erótík flokkast undir klám. Aðgengi að þessum söluvarning er líka óháður aldri einstaklinga og birtist jafnt börnum sem fullorðnum. Þar er verið að misnota og misbjóða þeim kvötum sem öllu jafna er drifkraftur lífs. Þó svo skilgreining og mörk einstaklinga séu mismunandi þýðir ekki að viðkomandi geti ekki notið sýn sem kynvera.
Ester Sveinbjarnardóttir, 21.2.2007 kl. 05:19
viggó, ég er nú bara hálfmiður mín eftir þetta þó að "sigur" hafi náðst í gær. tepran í mér gladdist virkilega yfir framtaki bændanna, en núna eru að renna á mig tvær grímur... Ætli það sé hægt að stofna þriðju femínista samtökin á þessu landi? það getur varla verið markaður fyrir það, en ég er ekki viss um að ég vilji vera í liði sem er svona ofstækissinnað, þó að ég sé hk.
halkatla, 23.2.2007 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.