Er einlægur, falslaus, trúr, öruggur, sannur, öfgalaus, kurteis, staðfastur, auðmjúkur, hugrakkur, tignarlegur - þetta eru orð sem eru höfuð um Bjarna Benediktsson eftir viðtalið við hann í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi; það eru gjarnan andsæðingar hans (innan sem utan flokks) sem skrifa eða tala.
Ég hef kosið Bjarna fjórum sinnum sem formann flokksins, ég hef gert það vegna þess að ég hef séð hann í því ljósi sem fyrir mörgum virðist nú vera opinberun. Ég hef fylgst með ófrægingarherferðinni á hendur honum, herferð sem á sér ekki hliðstæðu, velt fyrir mér því sem þar hefur komið fram - ekkert séð sem dregið hefur úr trausti mínu til mannsins. Bjarni er fjarri því fullkominn í mínum huga; ég er ósáttur við sumt í hans störfum - en hann er formaður í stærstu lýðræðishreyfingu þjóðarinnar sem þýðir að hann þarf á tíðum að gera nauðsynlegar málamiðlanir. Ég þekki hann ekki persónulega, hef aðeins átt við hann nokkur stutt samtöl, en ég hef hlustað og lesið - dregið ályktanir og komist að niðurstöðu - valið hann sem formann ... ítrekað.
Og ekkert hefur breyst. Ekkert. Nema hvað andstæðingar sjálfstæðistefnunnar hafa hert ófrægingaratlögur sínar og því miður hefur sumt sjálfstæðisfólk látið það hafa áhrif á sig. Aðrir úr þeim hópi hafa ætlað að gera sér mat úr óvissri stöðunni - heimskulegt sem það nú er.
Sjálfstæðismenn látum ekki andstæðinga okkar velja formann fyrir okkur, eða hafa áhrif á sýn okkar til manna og málefna yfirhöfuð. Ef við gerum það bíður okkur aðeins glundroði og upplausn; við yrðum eins og hin stjórnmálaöflin, sem vita vart hvort þau eru að koma eða fara - sem reyna að stagbæta seglin til þess að grípa næstu hviðu til vinsælda.
Ég hvet allt sjálfstæðisfólk til þess að sýna Bjarna einlægan stuðning. Þjóðin þarf á sjálfstæðistefnunni að halda og stefnan þarf góðan fóstra; við þurfum á sterkum Bjarna að halda. Styrkinn mun hann sækja til okkar almennra sjálfstæðismanna, hins eina sanna baklands í íslenskum stjórnmálum.
Áfram til sigurs.
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.