13.4.2013
Viðsnúningur.
Bjarni gerir rétt. Hann er formaður Sjálfstæðisflokksins með sterkt umboð frá landsfundi og nú hefur það verið staðfest að baklandið stendur fast að baki honum.
Vonandi verða ekki önnur eftirmál en þau að flokkurinn nái vopnum sínum og endurheimti það fylgi sem hann hefur misst uppá síðkastið. Það er nauðsynlegt fyrir Íslendinga að Sjálfstæðisflokkurinn komi sterkur til leiks þegar næsta ríkisstjórn verður mótuð. Þjóðin þolir ekki aðra vinstristjórn.
Fróðlegt verður að fylgjast með næstu skerfum andstæðinga Bjarna og Sjálfstæðisflokksins (innan sem utan). Líkast til munu innanbúðarmenn sem með virkum hætti hafa farið og talað gegn formanninum draga sig inní skugga þagnarinnar, sumir með þá von heitasta að heimskupör þeirra gleymist - sem fyrst, aðrir munu sleikja þar sárin og safna kröftum í næstu atlögu. Þeir sjálfstæðismenn sem hafa talað gegn Bjarna og tilheyra hópi fólks sem er á móti honum "af því bara", munu reyna að komast uppúr forarslóðinni með sem minnstan skít á skónum; í afneitun mun flest þetta fólki ekki vilja kannast við að það hafi verið í þessum hópi.
Aðrir andstæðingar sjálfstæðisflokksins, þá meina ég pólitískir andstæðingar, þurfa nú að finna uppá einhverju nýju til þess að bulla um. Hvað það verður er erfitt um að spá; þó er víst að það mun ekki vera málefnalegt - ekki frekar en fyrri daginn.
Bjarni heldur áfram sem formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.