Leita í fréttum mbl.is

Í heimsókn til Vista

vista_logo ballMenn (Mbl.is) ættu að hafa það í huga hvaða heimildir þeir eru að nota, þó svo að rækilega sé getið heimilda í þessari frétt þá get ég ekki ímyndað mér að margir þekki til IT-Enquirer eða Pfeiffer Consulting. Hvað þá að fólk átti sig á því hverskonar "fréttastofa" IT-Enquirer er, en ég treysti mér til þess að fullyrða að úr þeirri átt hefur sjaldan komið gott orð um vörur Microsoft eða fyrirtækið sjálft, en tel líklegt að þessu sé öfugt farið þegar fjallað er um Apple.

 

Hvað Pfeiffer Consulting áhrærir þá finnst mér líklegt að þeir séu beint eða óbeint á  mála hjá Apple.

 

Um skilvirkni. Það að ég geti yfir höfuð dottið inn í annað umhverfi en það sem ég þekki, stigið þar upp í bíl og komist leiðar minnar byggist á því að mannskepnan hefur í árþúsundir þróað leiðakerfi og vegvísa.

 

Samt er það svo að mér gengur ekkert voðalega vel að aka um í erlendum borgum þar sem ég þekki mig ekki, það getur tekið hrottalega á taugarnar. Sem betur fer hafa allar slíkar æfingar hjá mér reddast og það stórslysalaust. Eftir að leiðsöguforrit tengt GPS fóru að vera fáanleg þá hefur stór stressþáttur verið feldur út úr jöfnunni og hefur stressstigið lækkað talsvert, ánægjan hefur hækkað í sama hlutfalli.

 

Ég er þrælvanur PC notandi en gerði mér samt grein (hum, kannski þess vegna) fyrir því þegar ég setti Vista upp á tvær vélar heima að ég ætti eftir að hnjóta um eitthvað. Ég var undir það búinn, rétt eins og ég er undir það búinn þegar ég ræsi bílaleigubílinn í Köben. Vista er en útlent í mínum huga, ég kannast vel við umhverfið, það tilheyrir mínum menningarheimi, en ég veit ekki alveg hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í þessu landi.

 

Ég fagna því að svo sé, þetta þýðir að gerðar hafa verið breytingar - ég hef trölla trú á breytingum.


Dæmi (það helsta) um hluti í Vista sem ég næ ekki alveg sambandi við er Vista Explorer, nánast allt annað er beint (beinna) af augum. Á þessari stundu ætla ég ekki að fullyrða um ástæðuna fyrir því að ég er ekki að tengja við Explorer; er það vegna þess að ég orðinn gamall hundur, vegna þess að þetta er vond hönnun eða vegna þess að ég er ekki að átta mig á breytum tilgangi - nýju samhengi hlutana. En það læðist að mér sá grunur að eftir að ég næ að skipt yfir í Vista að þá muni ég nota Explorer með öðrum hætti en ég er vanur (rétt er að taka það fram að tölvan mín er enn á XP).

 

Heilt yfir er Vista flott kerfi með fullt af nýjum og gagnlegum hlutum og það er þægilegt í notkun. Ég get talið upp fjölda hluta sem mér finnst blasa við að sé mikil framför; grafíkin, litir, leturgerðir, leit ávalt til staðar, skjá-gadgetin á hliðarstikunni, stjórnforrit eru öll auðveldari í notkun og sama gildir um ýmis fylgi forrit (move maker, photo gallery, mail, contacts, calenda, o.s.frv.).

 

Ég hef áður tjáð mig um Vista sjá hér og stend við að fólk ætti að láta nokkra mánuði líða áður en það uppfærir stýrikerfi á eldri tölvum (tja. hún má ekkert vera of gömul). En tel að fólk ætti ekki að kaupa nýjar tölvur nema með Vista (þetta á við um einstaklinga, annað getur átt við um stór notendur).


mbl.is Vista sagt hamla skilvirkni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Með eindæmum flottar samlíkingar og skemmtilega útskýrt, þakka fyrir mig.

Kv. SigfúsSig. 

Sigfús Sigurþórsson., 1.3.2007 kl. 00:52

2 identicon

Ert þú nokkuð á mála hjá Microsoft?

Siggi G (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 01:20

3 Smámynd: Viggó H. Viggósson

Siggi G, ég er ekki á mála hjá Microsoft, en ég er á mála hjá heimssamtökum bílaleiga CARUS, hélt að þú hefðir fattað plöggið.

SigfúsSig. - þakka þér.

Viggó H. Viggósson, 1.3.2007 kl. 08:34

4 identicon

Windows Vista er í grófum dráttum alveg eins og XP, hannað til að gera gömlu 3rd party hlutina þína úrelda. Setja upp alveg nýtt kerfi sem þarf alveg nýtt sett af drivers, sem að leiðir til þess að neytandinn þarf að kaupa nýjan prentara, nýtt gps tæki, nýtt allt. Ég er að reyna að finna viðlíkingu við eitthvað annað til að frekar skýra mál mitt, en mér dettur ekkert í hug. Held að það finnist ekki neinstaðar annarstaðar að fólk láti plata sig svona.

Tommi (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 09:34

5 identicon

Sammála síðasta ræðumanni. Ég var ekki tilbúinn að kaupa mér nýjan scanner og svo var ég að lenda í miklum vandræðum með grafíkina ... leikir og forrit voru að frjósa þótt ég væri með nýjustu drivera (gerða fyrir Vista). Ég uninstallaði því Vista og setti aftur upp gamla góða Windows XP og ætla ekki að líta á Vista aftur fyrr en eftir ár eða svo.

Agnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband