Leita í fréttum mbl.is

Minn don á jörðu

 

walking with grandffatherDonald Crowdis er 93 ára Kanadamaður, fæddur á aðfangadaga 1913, hann er talinn einn af elstu bloggurum í heiminum.  Ég hef áður skrifað nokkrar línur um Don sem sjá má hér.

 

Ég "þekki" Don í gegnum blogg hans sem ég hef lesið reglulega í nokkra mánuði, upplifun mín af þeim lestri, af þessum kynnum mínum við öldunginn er mögnuð. Hann kemur sífellt á óvart í  efnisvali og eru efnistök hans slík að aðdáun vekur. Ég sveiflast með honum, tek dýfur, á stundum sveigir hann mig af leið, minni leið -- ég hef ríka tilhneigingu til þess að vera honum sammála. Í þessu samhengi eiga þessi orð hans vel við: "So who are you? Who I am depends on where I am, and with whom I am. All right -- like the rest of us, I'm not sure."

 

Í "návist" hans er ég stundum -- oft, allur annar en ég er!

 

Nú er ég hræddur um Don, óttast um heilsu hans, hann hefur ekkert skrifað síðan 14. febrúar  -- svo langur tími hefur ekki liðið á milli skrifa hans á 7 mánaða "löngum" bloggferli hans. Ég sé að hreinsað hefur verið til í athugasemda færslum við síðusta blogg hans, tekin út einstaklega ógeðfeld orð sem greinilega voru skrifuð af hættulega sjúkum aðila.

 

Don vill ekki fara, hann hefur komið inn á dauðan í skrifum sínum, þetta skrifaði hann í ágúst s.l.; "I do not know who said it -- it might have been myself -- but I hate to die; I want to see how it all turns out!"

 

Nú Í janúar bloggaði hann um að stundin, stóra, endanlega, væri í nánd og sagði m.a. þetta:

 

I've floated on the remark "Been there, done that" for some time now, but the notion that the moment is approaching when I can no longer say this bothers me. The truth is, I don't want to go. 

 

Mér finnst viðeigandi að birta hér mánaðar gamlar hugleiðingar Dons um blogg, þessar hugrenningar hans og framsetning þeirra eru gott dæmi um skarpan og hnyttinn hug hans og stíl:

 

Thursday, February 01, 2007

Blogs: Servant, Master, Or Free Mouthpiece? 

gjallarhorn I am now a veteran of fifty or so blog posts, but like all the rest of you, I have cogitated for years, which for me is generations. I have thought and written about my various opinions, and about all the wisdom which must have been repeatedly worked out and then lost again throughout the millennia. In light of this, I am impressed beyond words (well, almost) by the arrival of this form of communication called the blog, which, at the very least, equals the invention of the printing press. Read that, and remember that it is coming from one (me) who is regarded (by me and others) as glum and difficult where words are concerned, and generally not inclined to be effusive.

Blogs are wonderful. Vanity is served at once. If you don't listen, it is your fault. Also, by the very nature of the medium, your audience sorts itself out. Readers don't pay anything, so they really can't complain. Anyone can join in, rebut, whatever -- surely this is democracy, whatever that is, at its most lively and pushy. In the realm of human communication, blogs seem to me to be the atomic units that transistors are in the world of digital devices that surround us.

Having said all this, I am careful, questioning, and a little frightened about the future. I do not think that we, with our unique facility of language, are to be trusted with much. But at the same time, I don't want to stop the momentum of whatever it is that will emerge from the tunnel. Stay tuned.
posted by Donald Crowdis @ 8:44 PM

 

Don ég er hér -- stilltur á þig!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Heyrðu kalinn, þetta er keðjuverkandi, þessi pistill þinn hér gerir það að verkum að maður finnur til samkendar og virðingar. Kíkti aðeins á síðuna hanns og stautaði mig fram úr nokkrum hendingum, og þetta er rétt hjá þér. manni jafnvel finnst maður aðeins fara inní hanns heim, ætli hann virki svona á alla?

Kv. SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 1.3.2007 kl. 18:50

2 Smámynd: Viggó H. Viggósson

Góð spurning, ég hefði gaman að því að heyra skoðanir þeirra sem hafa lesið þann níræður. Aðrir ættu að gefa sér smá tíma til að kíkja á blogginn hans.

Viggó H. Viggósson, 2.3.2007 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband