Leita í fréttum mbl.is

Dómarar partur af almenningi!

last judgementÉg heyrði í Bylgjunni svona útundan mér áðan, Reykjavík síðdegis var í gangi og þar var í viðtali Símon Sigvaldason formanns dómstólaráðs. Umræðuefnið (að ég held) minnkandi traust almennings til dómstóla.

Ég hjó eftir því að Símon þessi sagði eitthvað á þá leið að íslenska þjóðin væri lítil og einsleit, að dómarar væru auðvitað sprottnir uppúr þessu sama umhverfi og að þeir væru jú partur af almenningi. Ég efast ekki um að það sem hann sagði hafi verið í stórum dráttum rétt, en velti samt fyrir mér þessum spurningum:

Hvað þekkir þú marga dómara?
Hversu oft hefur þú talað við dómara, svona á förnum vegi?
Hversu oft hefur þú talað við dómara, að störfum?
Hversu oft hefur sú umræða snúist um dómstóla?
Hversu margir dómarar skrifa hér á blogginu?
Og að lokum hvort eru dómarar með þrjú augu eða fjögur?

Nei mér bara datt þetta í hug!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Oft.

Þegar pabbi heitinn var í hæstarétti þá kom lítill gutti með syni mínum í heimsókn og spurði pabba hvað hann gerði. Hann sagðist vera dómari. Já pabbi er líka dómari. Hann dæmir fótbolta.

Við sem höfum alist upp með dómurum, verið bekkjarbræður þeirra og vinir getum staðfest að þeir eru ekkert örðu vísi en aðrir menn og lifa á meðal okkar hinna án þess að skera sig mikið úr.  

Jón Sigurgeirsson , 2.3.2007 kl. 17:51

2 identicon

Aldrei er svarið við þessum spurningum hvað mig varðar allavega en síðustu spurningunni á ég ekki svar við.

Glanni (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband