5.3.2007
Pólipopp úr öllum glymskröttum
Pöpulismi eru vond stjórnmál, þetta vita allir en gallinn er sá að fólk á erfitt með að halda aftur af sér -- pólipoppið hljómar svo ljúft. Siv kastar upp bolta, óvart segir segir Jón en stjórnarandstaðan lætur ekki á sér standa og gefur út nýtt lag sungið af samkór flokkanna, lagið heitir "Loddarabragur" þetta er raunar gott lag, hljómar sæmilega, er í þessum vel þekkta lýðskrums takti -- auðvitað fer það strax á topplistann.
Þeim er ekki sjálfrátt.
Gefur þessi uppákoma mér tilefni til þess að hugsa um framhaldið. Tveir mánuðir eru til kosninga sem þýðir að nú er sú tíð framundan að pólitískar uppákomur og stjórnmála þras á eftir að fylla alla fjölmiðla (blogg þar með talin). Það verður varla vært. Stjórnmálaleiðtogar og pótintátar flokkanna eiga eftir að vera fyrir augum og eyrum okkur linnulítið fram að kosningum -- margir hverjir, flestir, talandi í takt við vinsælustu pólipopplögin. Skemmtilegt sem það er.
Annar áberandi þáttur þessarar tíðar eru skoðanakannanir, við eigum eftir að sjá þær margar á næstu vikum. Þær munu taka á fylgi flokkanna og eins einstaka málum -- málum sem talin eru brenna á fólki.
Kúnst pólipopparanna er að finna taktinn úr þessum könnunum, bregðast við þeim með nýju lagi -- koma því á topplistann.
Í aðdraganda kosningabaráttunnar er staðan hvað fylgi flokkanna varðar circa þessi: Sjálfstæðisflokkurinn með 36 - 40%, Samfylking 22 - 25%, Vinstri-grænir 20 - 24%, Framsókn 11 -12% og Frjálslyndir 6 - 8%. Reyndar hafa einhverjar kannanir sýnt VG stærri en S og finnast mér þetta stærstu tíðindin þessa dagana, ekki endilega að VG skuli vera stærri en Samfylkingin, enda ekkert vitlegt komið úr þeirri átt lengi, heldur hversu mikið fylgi VG hefur yfirhöfuð. Það vekur líka athygli hversu margir eru óákveðnir. Þetta er kjölendi fyrir pólipopparana, nú er um að gera að gefa út fullt af pólipoppi.
Aftur að fylgi VG, hvernig stendur á því að VG fær svo mikið fylgi í könnunum? Til þess að vera alveg heiðarlegur er rétt að ég spyrji spurningarinnar eins og hún hljómar í kollinum á mér; hvernig í andskotanum stendur á því að flokkur sem er lengst til vinstri, kommúnistaflokkur, argasti afturhalds- og forræðishyggjuflokkur sem sést hefur í áratugi mælist með allt að 25% fylgi hjá þjóðinni?
Hvað er það í þjóðarsálinni, samfélaginu, í umhverfi okkar sem opnar þessu fólki leið að hjörtum fjórðungs kjósenda?
Er málið að spila á strengi þjóðarsálarinnar, flagga einstaka málum sem snikkuð hafa verið þannig til að sem flestum líki og smjúga þannig inn - jafnvel á fölskum forsendum.
Ég gæti skilið þessa stöðu ef fólkið í landinu hefði liðið skort, harðræði eða annan órétt undanfarið kjötrímabil eða þá að við þjóðinni blasti alvarleg vá vegna aðgerða eða aðgerðaleysis núverandi stjórnar. En ekkert af þessu á við, hvergi í heiminum líður fólki að jafnaði eins vel og hér, hvergi er að finna jafn hverfandi eymd og hér.
Ísland er einfaldlega fyrirmyndar velferðaríki, hvar sem borið er niður á viðurkenndum mælikvörðum sem mæla velmegun þjóða eða einstaka velmegunarþætti þá erum við Íslendingar ofarlega á lista, ef ekki efstir.
Hér er atvinnuleysi hverfandi, verðbólga er að vísu há en það var fyrirséð fórn og og mun hún ganga hratt til baka. Sem afleiðing af þessu eru vextir hér óþolandi háir. Við eyðum 8,8% af þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál, öllum þjóðum meira, 8% í menntamál (aðeins Danir leggja meira í þennan málaflokk). Langlífi er mikið og barnadauði fátíður. Engir eru betur tengdir en við bæði hvað varðar Netið og síma. Sennilega ferðast engir meira en við og jafn sennilega koma hvergi jafnmargir túristar (maður á mann) og hingað. Ætli glæpir séu hér ekki með allra minnsta móti. Jafnrétti er með því mesta sem þekkist, þátttaka kvenna í atvinnulífinu er hvergi meiri, launamunur kynjanna er talsverður, en samt líklega sá fjórði minnsti í heiminum (á eftir Svíþjóð, Noregi og Danmörk). Gegnsæi stjórnsýslunar er talið með því mesta í heiminum. Við eigum gnótt hreins vatns, nóg landrými, næga orku og auðug fiskimið sem við höfum stjórnað betur en nokkur önnur þjóð. Við erum einfaldlega fjandi góð, eiginlega er Ísland best í heimi.
Öll alvarlegustu vandamál þessa heims eru í órafjarlægð frá litlu hamingjusömu þjóðinni á Íslandi.
Draumalandinu!
Því spyr ég enn; hvernig stendur á því, að við þessar aðstæður sem auðvitað er ekki hægt að kalla annað en gósentíð, hafi argasta afturhald náð til þetta stórs hluta þjóðarinnar? Er þetta ný birtingarmynd velmegunarvandans? Eða er það vegna þess að Samfylkingin og Framsókn eru eru ekki að stand sig? Þetta í bland kannski?
Hvað ræður því hvaða flokk (framboð) fólk kýs? Þetta er auðvitað of flókin spurning fyrir mig að svara, en ég geri það samt; í grunninn met ég þetta svona:
Traust, það er sú reynsla sem ég hef af störfum flokks og því fólki sem raðast á lista flokksins - hér skipta einstaklingar, hæfni þeirra og trúverðugleiki nokkru máli, en þó ekki meira en svo að eitt og eitt skemmt epli ræður ekki úrslitum.
Stefna, það er grundvöllur flokksins megin viðhorf og gildi sem ráða afstöðu og gjörðum flokksins. Hér er mikilvægt hversu vel flokknum tekst að þróa stefnu sína í takt við tíðarandann og það í eðlilegum tengslum við fortíðina.
Stefnufesta, hversu vel tekst flokknum að fylgja stefnu sinni, hversu samkvæmur er hann sjálfum sér, með hvaða hætti eru þær málamiðlanir sem hann gerir (hversu dýrt selur hann sig).
Heiðarleiki, þetta er erfiður þáttur að meta - heiðarleiki stjórnmálaafls verður helst metið með skoðun á stefnufestu þess og hversu samkvæmt það er sjálfu sér. En þegar kemur að heiðarleika stjórnmálamanna þá spyr ég mig hvort að stjórnmálamaður geti í raun verið heiðarlegur. Allt tal um heiðarleika hlýtur að innifela m.a. hugsun um sannleika og lygar. Stundum getur það verið nánast ómögulegt fyrir stjórnmálamenn að þegja, aðstæður þeirra eru bara þannig og þegar þeir eru spurðir spurninga við þessar aðstæður, sem "rétt" svar við hentar ekki málstaðnum - þá ljúga þeir í stað þess að þegja. Mér hefur virst að heiðarleiki sé á stundum samningsatriði. Ég trúi því til að mynda að skýr flokkslína leyfi einstaka stjórnmálamönnum að vera "óheiðarlegum", gefi þeim afslátt frá eigin sannfæringu. Þetta er eðlilegt svo fremi sem viðkomandi er ekki að fara gegn yfirlýstum skoðunum sem kunna að hafa verið úrslita atriði í því hvort að viðkomandi hafi náð kjöri til þings.
Ég vænti að almennt hafi eftirfarandi atriði áhrif og þá sérstaklega hjá þeim sem teljast óákveðnir í aðdraganda kosninga:
málsvarar - útlit, útgeislun, framkoma þeirra sem helst koma fram fyrir hönd framboðsins
yfirbragð framboðs, framsetning á stefnumálum, jákvæðni og birta sem af framboðinu stafar í gegnum útgefið efni og framkomu
tengsl (skyldleiki, félagsleg, hagsmunatengsl)
einstök mál - málin sem eru látin brenna á þjóðinni
Það er staðreynd að þjóðinni líður vel og nú velti ég því fyrir mér hvort að sú vellíðan dragi úr fólki tennurnar, að það hætti að velta fyrir sér grundvallar atriðum og fari að kaup "lög" af vinsældarlistanum án þess að hafa mótað sér sína eigin skoðun. Í dag sitja umhverfismál í efsta sæti pólipopp listanns. Annars held ég að pólipopp topp 10 listinn líti einhvernvegin svona út sem stendur:
1. umhverfismál (hefur blasað við lengi að þetta yrði efsta mál á baugi)
2. auðlindamál (Framsókn kom þessu máli á listann og því verður hraustlega fylgt eftir af stjórnarandstöðunni)
3. jafnréttismál (undirliggjandi straumur sem VG hefur verið að reyna að virkja)
4. almanna- og sjúkratryggingarmál (eldriborgarar kunna að láta í sér heyra)
5. efnahagsmál (stjórnarflokkar vilja halda þessu á lofti)
6. samgöngumál (mönnum kennt um að brjóta loforð)
7. innflytjendamál (keyrt á Frjálslindaflokkinn)
8. ESB aðild (Samfylkingin mun reyna að færa þetta lag upp listann með mikilli spilun)
9. innrásin í Írak (Sjálfstæðisflokkurinn þarf að standa þessa vakt einn, Framsókn búinn að semja sitt varnarlag)
10. tvær eða fleiri þjóðir í landinu (Samfylkingin og VG munu leiða ójöfnuðarumræðuna)
Getur það verið að vegna þess að okkur líður svo vel að stór hluti af þjóðinni sé tilbúin til þess að líta framhjá raunverulegum hagsmunum sínum, stökkva á hljómsveitarvagna lýðskrumsgrúbbnanna, kjósa á forsendum pólipoppsins?
Ég trúi því ekki fyrr en á reynir.
Stjórnarandstaðan býðst til að styðja stjórnarskrárbreytingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það á við Íslendinga í dag. Svo margir halda að við lifum í órétti og aðrir hafi það miklu betra. Sannleikurinn er sá að við höfum það mun betra heldur aðrir.
Ef við kjósum yfir okkur vinstri stjórn þá erum við að kjósa yfir okkur óstjórn sem mun leiða landið til þeirra tíma sem það var á fyrir 1990. Það yrði nú máttúlegt á okkur. Að ná að glöngrast upp úr fátækt upp á topp og stökkva svo niður í frjálsu falli.
Fannar frá Rifi, 5.3.2007 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.