Leita í fréttum mbl.is

"Femenískar beljur súpa sjálfsagt hveljur"

men and women think diffrentlyÍ klámumræðunni miklu sem hefur verið í gangi undanfarið hafa málsvarar femínista farið mikinn. Það er ekki nokkur spurning að þarna fer fólk sem er staðfast í sinni baráttu og er það virðingarvert. En því miður þeirra vegna og ekki síst málstaðarins vegna þá gengur þessi staðfesta þeirra rökum ofar. Málflutningur (þessara) femínista einkennis að óbilgirni, þröngsýni, dylgjum og jafnvel hreinum og klárum lygum. Takturinn er gjarnan sá að fullyrða eitthvað, dengja inn í umræðuna órökstuddum "það er svona og hinsegin" rökum og neita síðan að ræða þessar fullyrðingar, oftast vegna þess að þeir sem ekki eru sammála eru svo miklir einfeldningar að ekki tekur því að ræða við þá eða annað í þeim dúr. Gífuryrði og uppásnúningur eru aðalsmerki þessarar "rökræðu" aðferðar.

 

Já því miður gerir þetta háttalag málstaðnum ekkert gott, hann verður ekki varinn né unninn með þessum málpípum þær hafa tapað allri virðingu og trausti. Það er þörf á nýjum málsvörum, nýjum röddum til þess að leggja málstaðnum lið.

  

Ég veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og ég vil leggja mitt af mörkunum í baráttunni fyrir því að svo megi verða.

 

Ég lít svo á að ávarp mitt sem kemur hér á eftir sé mikilvægur liður í þeirri baráttu, fyrst skerf af mörgum. Ég áskil mér vitaskuld rétt til þess að endurskrifa þetta eins oft og tel ástæðu til.

 

Ég heiti Viggó og ég er femínisti.

Alvara mín er alger þegar ég segi að við eigum að berjast fyrir fullu jafnrétti kynjanna, hvergi skulu lög eða reglur lýðveldisins mismuna kynjunum.

 

Við þurfum að berjast gegn því að þjóðfélagið sé karlmiðað, við þurfum að átta okkur á því að sú barátta mun taka langan tíma að hún mun ekki vinnast með offorsi, lögum og refsingum.  Hún vinnst með upplýsingu, með því að vinda ofan af náttúrulegri þróun sem átt hefur sér stað í 200þúsund ár eða svo. Þrátt fyrir að þessi afspólun gangi víða prýðilega þá má ekki gleyma því að hún hefur jafnvel ekki hafist í sumum heimshlutum.

 

Af fullri einurð trúi ég því að konur séu körlum jafningjar á flestum sviðum, körlum fremri á mögrum sviðum og síðri en karlar í mörgu. Það er jafnrétti að viðurkenna þessar staðreyndir. Konur og karlar eiga að ganga jafnt til leiks í daglegu lífi, í stjórnmálum sem og í atvinnulífinu. Að jafnaði ættu karlar ekki að ganga framar konum þegar ráðið er í störf eða skipað í embætti (hver er munurinn?), ekki frekar en að jafnaði skulu konur ekki ganga körlum framar. Ég styð að karlar fái sömu umbun og konur fyrir sömu störf og sama árangur.

 

Ég veit að konur og karlar eru ólík, líkamlega og andlega, ég vil virða og varðveita konuna í konunni, hæfileika hennar, innsæi, visku, ráðdeild og reynslu, á sama hátt vil ég virða og varðveita eiginleika karlmannsins. Það er eiginlegur munur á körlum og konum, þessi munur er ekki aðeins félagslegur tilbúningur, hann er líka líffræðilegur. Sannfærður er ég um að reynsluheimur karla er annar en kvenna, reynsluheimur kvenna annar en karla. Það er eðlilegt. Konur ættu að sýna körlum umburðarlyndi og karlar konum.  

 

Reiði mín er ólýsanleg og sorg mín sönn og algjör yfir viðurstyggilegum glæpum þar sem konur eru beitar ofbeldi, nauðgun er ógeðslegur glæpur og hvílík er smán manns sem misþyrmir konu í skjóli líkamlegra yfirburða.

 

Við eigum að tala áfram um menn og konur, kvennlegt og karlmannlegt, það er fáránlegt að ætla að útrýma kynjun í tungumáli, við eigum jafnvel að tala um karlastörf og kvennastörf þar sem það á við, líf okkar á að vera kynjað -- móðir er einfaldlega betri móðir en faðir, faðir er einfaldlega betri faðir en móðir. Það er ekki félagslegur tilbúningur, það er ekki kynjamisrétti. 

(b.0.8)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Mjög vel skirfað og synd að það skulu ekki fleiri láta í sér heyra til mótvægis við þessa óhuggulegu öfgastefnu róttækra feminista.

Víðir Ragnarsson, 6.3.2007 kl. 09:28

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þessi skrif munu "RAUÐSOKKURNAR" og þær/þeir sem vilja ná ALGERUM yfirráðum og helst að hafa karlmenn í bandi.

Sem betur fer eru flestir í baráttuhópum um jafnrétti ekki "RAUÐSOKKUR" en það er nú einusinni þannig að öfgafullir einstklingar tröða sér alstaðr og eyðileggja heidar myndina.

Kv. SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 6.3.2007 kl. 09:49

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sorry,,, fyrsta hendingin átti að vera::

Þessi skrif munu "RAUÐSOKKURNAR" og þær/þeir sem vilja ná ALGERUM yfirráðum og helst að hafa karlmenn í bandi ekki vera sammála, munu ekki vera sammála þessari færslu þinni (sem þikir sumpart mjög góð).

Sigfús Sigurþórsson., 6.3.2007 kl. 09:51

4 identicon

Þú ert hugaður Viggó að hætta þér inná "jarðsprengjusvæði" femífasismans. Þessi skandinavíski dólgafeminismi sem náð hefur aðfesta rætur hjá vinstri grænum mun aldrei taka rökum. Sá sem andmælir er einfaldlega afgreiddur með úthrópunum um skilningsleysi á fyrirbærinu. Svipuðum aðferðum beittu kommúnistar áður fyrr í öllum rökræðum um hinn "vísindalega sósíalisma". Halldór Laxness lýsir þessum týpum ágætlega í Skáldatíma: "Hér komst ég í tæri mig mart karla og kvenna sem var gegnsýrt þeirri einstefnumentun kommúnista sem gerði þessar vænu manneskjur í rauninni óhæfar til að ræða nema sérstök umræðuefni; og þó aðeins á sérstakan hátt. Margir kommúnistar voru feiknarlegir "besserwisser" sem þýskan nefnir svo þá menn sem alt þykjast vita best... Ef talað var um "önnur" málefni á "annan hátt" vakti það þegar best lét meðaumkun hjá þessu fólki; og meðaumkuninni fylgdi sérstakt bros... Einstöku félagi hló hátt að öllu tali sem ekki var rétt samkvæmt kenníngunni, en það þurfti ekki að vera uppgerð, heldur fanst þeim í raun og veru aðrar kenningar fjarstæður." (Halldór Laxness, Skáldatími (1991) bls. 136-137). Dólgafeministarnir sitja núna og flissa af heimsku þinni og þroska- og skilningsleysi á umræðunni. Þú verður settur í endurhæfingu og látinn stunda sjálfsgagnrýni þegar feminiska þjóðfélagið verður að raunveruleika og konan hefur verið frelsuð undan oki vondra kalla.

Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 17:42

5 Smámynd: Viggó H. Viggósson

Takk fyrir tilvitnunina, hún á augljóslega vel við í þessu sambandi. Það sem Halldór Laxness skrifar þarna um fer ansi nærri þeim viðbrögðum sem ég hef merkt hjá því ágæta fólki sem hefur haft hvað hæst í þessum klámatgangi. Þetta eru klassísk viðbrögð öfgamanna.

Já og takk fyrir aðvörunina, ég reikna með að þau flissi af mér og issi á mig ég get tekið því -- en verra þætti mér að þurfa að sæta endurhæfingu í þeirra stíl til eilífðarnóns. 

Viggó H. Viggósson, 6.3.2007 kl. 18:45

6 identicon

Og það sem meira er Viggó - Laxness vissi alveg hvað hann var að tala um. Hann hafði lifað og hrærst með þessu fólki áratugum saman og tekið þátt í allri þjóðfélagslyginni, þar til uppgjörið fór fram. Hann var þó alltaf "svag" fyrir vinstrimönnum. "Umhverfisklámið" sem er inni nú um stundir er ein birtingarmynd öfga og ofstækis í okkar samtíð og á sér pólitískan tilgang. Það hafa ekki allir séð í gegnum tilganginn ennþá. Hvert skyldi annars vera samhengið á milli umhverfishyggjunnar og klámhyggjunnar? Kann að vera að heimurinn sé að farast úr hvoru tveggja og bjargvætturinn sé innan seilingar í Vinstri grænum?

Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 21:31

7 identicon

 

"Ef talað var um "önnur" málefni á "annan hátt" vakti það þegar best lét meðaumkun hjá þessu fólki; og meðaumkuninni fylgdi sérstakt bros..."

Þetta "bros" minnir mig nú á ákveðinn foringja íslensks stjórnmálaflokks; kemur gjarnan í kjölfar þess þegar hún telur sig hafa kveðið andstæðinginn í kútinn...

Að ranghvolfa augunum um leið og andstæðingurinn segir einhverja bölvaða vitleysu sem ekki er þess virði að hlusta á, er svo afbrigði af þessari tækni, sem einn aðal klámtalsmaður VG-feminista beitti í Silfrinu um helgina....

Sigurður J. (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband