14.3.2007
Óli forseti, Abró og skilnaður
Ef heyrnin hjá mér og skilningur minn á enskri tungu er í sæmilegu standi og ef CNN er að fara með rétt mál (það eru nokkur ef í þessu) þá er svo að skilja að Abró, þið vitið náunginn þarna sem á fótboltaklúbbinn sem Eiður okkar Smári trimmaði með í nokkur ár við fjandi góðan orðstír, standi í skilnaði.
Það var gaman að því að myndefnið sem CNN notaði með fréttinni var af Abró og forsetanum okkar röltandi um brúnna í Stamford. Ég man reyndar ekki hvort að Ólafur var í einkatúr þarna eða í vinnunni, það getur nefnilega verið svolítið erfitt að halda reiður á því hvenær hann er stimplaður inn.
Hvað um það, en þetta á víst að vera "dýrasti" skilnaður sögunnar, kappinn er metinn á circa 18,5 milljarða dollara (Bandarískra þá) eða 1.295.000.000.000 króna, sem gerir hann víst að 16. ríkasta manni veraldar. Frú fyrrum Abró, Irina mun ekki ríða hálfum hesti frá hjónabandinu, fær sennilega ekki nema gott læri eða svo. Í þeim parti er snekkjan góða (metin á einhverja 135m USD) sem ég minntist á í bloggi mínu um daginn (sjá hér). Abró getur huggað sig við að hann fær hins vegar fleyið sem er í smíðum (metið á rúma 200m USD), ég náði ekki hvernig flugvélaflotanum og villunum verður skipt en reikna fastlega með að kallinn fái að halda fótboltafélaginu. Það sorglega við fréttina er að 5 börn þeirra hjóna þurfa nú að líða fyrir ósættið, en ég gef mér að það verði þeim léttbærara en flestum öðrum.
Meira um málið á Bloomberg.
Mér er sagt að fraukan á myndinni hérna til hægri sé nýja vinkonan hans Abró (sjá hér).
Hvað ætli hann falli um mörg sæti á listanum hans Forbes við þetta? Hvað er þá langt í okkar mann á listanum?
Koma svo Björgólfur Thor.Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Ertu abbró ?
Helgy (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 16:06
Nei því miður!
Viggó (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.