Leita í fréttum mbl.is

Gleði

happily ever afterHamingjan eina og sanna! Ég er sennilega kominn yfir erfiðasta hjallann. Hólpinn?

Samkvæmt nýrri könnun þar sem tvær milljónir manna frá 80 löndum tóku þátt, virðist sem fólki á 44 aldursári sé hættast við því að veikjast af þunglynd. Heilt yfir virðist óhamingja líklegust til að hrjá miðaldra fólk (hér er verið að skilgreina miðaldra sem svona sirka 36 til og með 44). Fólk sem er yngra og eldra er mun líklegra til að vera hamingjusamt. Líkur eru á því að fólk um sjötugt sé álíka hamingjusamt og fólk um tvítugt.

Það er merkilegur samhljómur á milli landa hvað þetta varðar og ekki var marktækur munur á milli kynja - nema íold lady golfer Bandaríkjunum þar sem óhamingja kvenna nær hámarki við fertugt, en karla um fimmtugt.

Það er, finnst mér, nokkur hvatning í þessum niðurstöðum. Að eftir því sem maður eldist frá miðjum aldri má maður eiga von á því að hamingjustigið vaxi - að því gefnu að maður sé í þokkalegu standi líkamlega. 

Nú er bara að halda áfram að vera duglegur að hreyfa sig - næstu 40 árin eða svo (nú er ég að tala fyrir mig og mína). Í þessu sambandi bendi ég á golfið og fullyrði að engin íþrótt er betri til þess að lifa með manni fram á grafarbakkann en einmitt golfið.

Grein um þessa merkilegu rannsókn er að finna á vef BBC hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband