Leita í fréttum mbl.is

Mynd af bankaræningjanum

Það er vont til þess að vita að ránum þar sem fólki er ógnað með vopnum virðast vera að fjölga mikið hérna heima. Gott er það svo að löggan nær að upplýsa flest þessara mála stuttu eftir að þau eru framin. Það virðist því augljóst að það er vont jobb að vera on the job á litla íslandi og hreint og beint ömurlegt að vera í búða- og/eða bankaræningjabransanum.

andlitslausi ræninginnEf löggan væri ekki svona dugleg þá gætum við átt von á því að sjá myndir eins og þessa hérna til hliðar í fjölmiðlum, á vefsíðum og hangandi hér og þar. Þessa mynd sendi konunglega tælenska lögreglan frá sér fyrir nokkrum vikum í tengslum við bankarán í Bangkok. Ræninginn komst undan með ránsfeng sinn sem var um 200.000 baht. Teikningin er byggð á upplýsingum frá sjónarvottum; sem segja að hinn grunaði hafi verið með mótorhjólahjálm þegar hann framdi ránið.

Hann hefur ekki fundist - síðast þegar vitað var.  Undarlegt!


mbl.is Vopnað bankarán í Lækjargötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband