... og þjóðir heims sitja og horfa hjá þessari vá, engin virðist ætla að gera neitt. Hvar er mannréttindadómstóll SÞ núna?
Vetur konungur hefur verið þunglyndur undanfarna daga, vikur, tja mánuði. Hann hefur fylgt eftir þessari fýlu í sér með tómum leiðindum, svona til að sýna að honum sé alvara í sínu þunglyndi. Fúllasta alvara - í það minnsta.
Höfum við íslendingar svo sannarlega fengið að kenna á ólund hans svo um munar. Mér er það til efs að lund hans hafi verið svo þung í mörg herrans ár og heyrist mér að fólk almennt sé sömu skoðunar.
Tilfinning fólksins er fyrst og fremst byggð á því að finna fyrir ömurlegum skapsveiflum kongsa á eigin skinni og sál, en ekki síður á fréttum sem bera, auðveldlega, fyrirsagnir eins og þessar hér:
Forsíða vedur.is: Viðvörun - Búist er við stormi víða um land. Gildir til 08.02.2008 18:00Fyrirsagnir af mbl.is:
Þrjú snjóflóð í Súðavíkurhlíð
Margir fastir í Þrengslum
Reykjanesbraut lokuð
Þrengslin og Hellisheiði lokuð
Búist er við stormi víða um land
Ófærð í borginni
Ófærð víða um land
Ein fyrirsögn á óveðursdag (kemur skapinu í lag) s.l. þrjá mánuði (mbl.is):
31. janúar - Vonskuveður og slæm færð um land allt
28. janúar - Ekkert ferðaveður á Norðausturhorninu
27. janúar - Óveður í Þrengslum, undir Hafnarfjalli og á Reykjanesbraut
25. janúar - Óveður á Suðvesturlandi
22. janúar - Óveður á Hellisheiði
18. janúar - Víkurskarð lokað
14. janúar - 500 börn heima vegna veðurs
30. desember - Yfir 40 útköll vegna óveðurs
21. desember - Óveður undir Hafnarfjalli
15. desember - Flugsamgöngur að komast í lag
14. desember - Óveður á suðvesturhorni landsins
12. desember - Annríki í nótt vegna veðurs
11. desember - Óveður á Möðrudalsöræfum
8. desember - Óveður á Möðrudalsöræfum
2. desember - Varað við óveðri á Kjalarnesi
30. nóvember - Hellisheiði lokuð vegna veðurs
29. nóvember - Óveður undir Hafnarfjalli
26. nóvember - Hálka, snjókoma og óveður
En svo er vísast að veðurstofan, svona einhvertímann með vorinu, gefi frá sér fréttatilkynningu þar sem okkur, veður-lú-börðum þegnum þessa lands verður sagt að þessi vetur hafi nú bara verið svona í meðallagi. Í allastaði. Sem þýðir að við erum væluskjóður. Í flestastaði.
Ófærð í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.